Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. desember 2017 20:00 Sundhöll Reykjavíkur var opnuð aftur í dag eftir endurbætur. Þetta gerist á áttatíu ára afmælisári laugarinnar en gestur sem sótt hefur laugina í sjötíu og eitt ár er ánægður með að gamla húsið hafi fengið að halda sér í framkvæmdunum. Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg er ein af þekktari byggingum landsins. Allt frá upphafi var alltaf gert ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti yrði byggt upp útisvæði með sundlaug. Árið 2013 var haldin samkeppni um hönnun nýrrar viðbyggingar og árið 2015 var jarðvegsvinnan loks boðin út. Framkvæmdir hafa tekið um eitt og hálft ár og fyrr á þessu ári var sundlauginni svo lokað almenningi og unnið var í að gera aðgengi fyrir fatlaða betra þannig að allir hafa nú aðgang að lauginni. Þá voru gerðar nauðsynlegar endurbætur á búningsklefum og gengið frá hinu nýja útisvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri stakk sér til sunds fyrstur í dag en í tilefni dagsins mættu starfsmenn og velunnarar sundhallarinnar þegar laugin var opnuð almenningi á nýjan leik. Meðal þeirra var Benedikt Antonsson, sem er 95 ára, en hann sótti Sundhöllina í 71 ár. Hann var einnig viðstaddur þegar Sundhöllin var opnuð 23. mars 1937, eða fyrir áttatíu árum. „Ég man mjög vel eftir því. Ég byrjaði að stelast strax þar á eftir og kom á hverjum degi í sjötíu og eitt ár,“ segir Benedikt. Benedikt að aðeins góðar minningar um Sundhöllina. „Þetta er sá staður í Reykjavík, sem er mesti dásemdar- eða draumastaður sem að til er að mínu áliti. Það er álit mitt á Sundhöllinni í Reykjavík og hér var alltaf mikil gleði, glatt á hjalla,“ segir Benedikt. Honum lýst vel á breytingarnar á lauginni. „Ég er ekki búinn að skoða þær nógu vel en mér sýnist þetta vera mjög góð breyting og sérstaklega er það ánægjulegt að gamla húsið það stendur fyrir sínu enn þá eins og það var, segir Benedikt. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Sundhöll Reykjavíkur var opnuð aftur í dag eftir endurbætur. Þetta gerist á áttatíu ára afmælisári laugarinnar en gestur sem sótt hefur laugina í sjötíu og eitt ár er ánægður með að gamla húsið hafi fengið að halda sér í framkvæmdunum. Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg er ein af þekktari byggingum landsins. Allt frá upphafi var alltaf gert ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti yrði byggt upp útisvæði með sundlaug. Árið 2013 var haldin samkeppni um hönnun nýrrar viðbyggingar og árið 2015 var jarðvegsvinnan loks boðin út. Framkvæmdir hafa tekið um eitt og hálft ár og fyrr á þessu ári var sundlauginni svo lokað almenningi og unnið var í að gera aðgengi fyrir fatlaða betra þannig að allir hafa nú aðgang að lauginni. Þá voru gerðar nauðsynlegar endurbætur á búningsklefum og gengið frá hinu nýja útisvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri stakk sér til sunds fyrstur í dag en í tilefni dagsins mættu starfsmenn og velunnarar sundhallarinnar þegar laugin var opnuð almenningi á nýjan leik. Meðal þeirra var Benedikt Antonsson, sem er 95 ára, en hann sótti Sundhöllina í 71 ár. Hann var einnig viðstaddur þegar Sundhöllin var opnuð 23. mars 1937, eða fyrir áttatíu árum. „Ég man mjög vel eftir því. Ég byrjaði að stelast strax þar á eftir og kom á hverjum degi í sjötíu og eitt ár,“ segir Benedikt. Benedikt að aðeins góðar minningar um Sundhöllina. „Þetta er sá staður í Reykjavík, sem er mesti dásemdar- eða draumastaður sem að til er að mínu áliti. Það er álit mitt á Sundhöllinni í Reykjavík og hér var alltaf mikil gleði, glatt á hjalla,“ segir Benedikt. Honum lýst vel á breytingarnar á lauginni. „Ég er ekki búinn að skoða þær nógu vel en mér sýnist þetta vera mjög góð breyting og sérstaklega er það ánægjulegt að gamla húsið það stendur fyrir sínu enn þá eins og það var, segir Benedikt.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira