Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. desember 2017 20:00 Sundhöll Reykjavíkur var opnuð aftur í dag eftir endurbætur. Þetta gerist á áttatíu ára afmælisári laugarinnar en gestur sem sótt hefur laugina í sjötíu og eitt ár er ánægður með að gamla húsið hafi fengið að halda sér í framkvæmdunum. Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg er ein af þekktari byggingum landsins. Allt frá upphafi var alltaf gert ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti yrði byggt upp útisvæði með sundlaug. Árið 2013 var haldin samkeppni um hönnun nýrrar viðbyggingar og árið 2015 var jarðvegsvinnan loks boðin út. Framkvæmdir hafa tekið um eitt og hálft ár og fyrr á þessu ári var sundlauginni svo lokað almenningi og unnið var í að gera aðgengi fyrir fatlaða betra þannig að allir hafa nú aðgang að lauginni. Þá voru gerðar nauðsynlegar endurbætur á búningsklefum og gengið frá hinu nýja útisvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri stakk sér til sunds fyrstur í dag en í tilefni dagsins mættu starfsmenn og velunnarar sundhallarinnar þegar laugin var opnuð almenningi á nýjan leik. Meðal þeirra var Benedikt Antonsson, sem er 95 ára, en hann sótti Sundhöllina í 71 ár. Hann var einnig viðstaddur þegar Sundhöllin var opnuð 23. mars 1937, eða fyrir áttatíu árum. „Ég man mjög vel eftir því. Ég byrjaði að stelast strax þar á eftir og kom á hverjum degi í sjötíu og eitt ár,“ segir Benedikt. Benedikt að aðeins góðar minningar um Sundhöllina. „Þetta er sá staður í Reykjavík, sem er mesti dásemdar- eða draumastaður sem að til er að mínu áliti. Það er álit mitt á Sundhöllinni í Reykjavík og hér var alltaf mikil gleði, glatt á hjalla,“ segir Benedikt. Honum lýst vel á breytingarnar á lauginni. „Ég er ekki búinn að skoða þær nógu vel en mér sýnist þetta vera mjög góð breyting og sérstaklega er það ánægjulegt að gamla húsið það stendur fyrir sínu enn þá eins og það var, segir Benedikt. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Sundhöll Reykjavíkur var opnuð aftur í dag eftir endurbætur. Þetta gerist á áttatíu ára afmælisári laugarinnar en gestur sem sótt hefur laugina í sjötíu og eitt ár er ánægður með að gamla húsið hafi fengið að halda sér í framkvæmdunum. Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg er ein af þekktari byggingum landsins. Allt frá upphafi var alltaf gert ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti yrði byggt upp útisvæði með sundlaug. Árið 2013 var haldin samkeppni um hönnun nýrrar viðbyggingar og árið 2015 var jarðvegsvinnan loks boðin út. Framkvæmdir hafa tekið um eitt og hálft ár og fyrr á þessu ári var sundlauginni svo lokað almenningi og unnið var í að gera aðgengi fyrir fatlaða betra þannig að allir hafa nú aðgang að lauginni. Þá voru gerðar nauðsynlegar endurbætur á búningsklefum og gengið frá hinu nýja útisvæði. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri stakk sér til sunds fyrstur í dag en í tilefni dagsins mættu starfsmenn og velunnarar sundhallarinnar þegar laugin var opnuð almenningi á nýjan leik. Meðal þeirra var Benedikt Antonsson, sem er 95 ára, en hann sótti Sundhöllina í 71 ár. Hann var einnig viðstaddur þegar Sundhöllin var opnuð 23. mars 1937, eða fyrir áttatíu árum. „Ég man mjög vel eftir því. Ég byrjaði að stelast strax þar á eftir og kom á hverjum degi í sjötíu og eitt ár,“ segir Benedikt. Benedikt að aðeins góðar minningar um Sundhöllina. „Þetta er sá staður í Reykjavík, sem er mesti dásemdar- eða draumastaður sem að til er að mínu áliti. Það er álit mitt á Sundhöllinni í Reykjavík og hér var alltaf mikil gleði, glatt á hjalla,“ segir Benedikt. Honum lýst vel á breytingarnar á lauginni. „Ég er ekki búinn að skoða þær nógu vel en mér sýnist þetta vera mjög góð breyting og sérstaklega er það ánægjulegt að gamla húsið það stendur fyrir sínu enn þá eins og það var, segir Benedikt.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira