Ekkert ákveðið varðandi áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 19:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir enga ákvörðun liggja fyrir af hálfu ríkisins varðandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það af hálfu ríkisins hvort að gjaldtöku verði hætt í Hvalfjarðargöngunum síðar á þessu ári þegar ríkið tekur við rekstri ganganna af hálfu Spalar.Greint var frá því fyrr í dag að gjaldtöku yrði hætt síðsumars og rætt við Gísla Gíslason, stjórnarformann Spalar, sem sagði þessi áform upp í samræmi við þá áætlun að gjaldtöku skyldi hætt þegar búið væri að greiða upp lánin vegna ganganna. Sigurður Ingi ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var spurður út í þessar fréttir af gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum. „Hann [Gísli] er auðvitað að vísa til þess að þegar það verður búið að greiða upp þessi göng að þá yrði verkefninu skilað til ríkisins. Það hefur hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun um það hvort það það þurfi nú þegar að fara í að grafa ný göng og hvernig þau verði fjármögnuð,“ sagði Sigurður Ingi. Aðspurður um það hvort að að gjaldtöku yrði þá ekki hætt svaraði ráðherrann því ekki beint og vildi ekki staðfesta að gjaldtökunni yrði hætt. „Hér í húsi, því ég heyrði að Gísli vísaði til þess, hafa verið uppi hugmyndir um að setja upp vegtolla inn í Reykajvík og viðhalda þannig vegtollum á Vesturlandsvegi. Þannig að þó svo að gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum hefði hugsanlega verið hætt þá hefðu vegtollar haldið áfram og greiðsla þar með. Nú er þetta til skoðunar hvort við þurfum að fara í tvöföldun á Hvalfjarðargöngunum og það hefur líka verið til skoðunar í auðvitað mörg ár, og legið svolítið í láðinni, hugmyndir um Sundabraut og aðra slíka hluti. Allt þetta þarf að kortleggja áður en tekin verður ákvörðun um hvað við gerum í sambandi við gjaldtöku,“ sagði Sigurður Ingi. Í þessu samhengi sagði ráðherrann að það þyrfti að skoða það hvort að það væri skynsamlegt að hætta gjaldtöku núna og taka hana aftur upp eftir tvö ár því þá þyrfti að fara í tvöföldun á göngunum. „Er ekki skynsamlegra að leggjast yfir málið núna og taka síðan ákvörðun?“ spurði Sigurður Ingi en viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bílar Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars "Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum.“ 4. janúar 2018 13:48 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það af hálfu ríkisins hvort að gjaldtöku verði hætt í Hvalfjarðargöngunum síðar á þessu ári þegar ríkið tekur við rekstri ganganna af hálfu Spalar.Greint var frá því fyrr í dag að gjaldtöku yrði hætt síðsumars og rætt við Gísla Gíslason, stjórnarformann Spalar, sem sagði þessi áform upp í samræmi við þá áætlun að gjaldtöku skyldi hætt þegar búið væri að greiða upp lánin vegna ganganna. Sigurður Ingi ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var spurður út í þessar fréttir af gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum. „Hann [Gísli] er auðvitað að vísa til þess að þegar það verður búið að greiða upp þessi göng að þá yrði verkefninu skilað til ríkisins. Það hefur hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun um það hvort það það þurfi nú þegar að fara í að grafa ný göng og hvernig þau verði fjármögnuð,“ sagði Sigurður Ingi. Aðspurður um það hvort að að gjaldtöku yrði þá ekki hætt svaraði ráðherrann því ekki beint og vildi ekki staðfesta að gjaldtökunni yrði hætt. „Hér í húsi, því ég heyrði að Gísli vísaði til þess, hafa verið uppi hugmyndir um að setja upp vegtolla inn í Reykajvík og viðhalda þannig vegtollum á Vesturlandsvegi. Þannig að þó svo að gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum hefði hugsanlega verið hætt þá hefðu vegtollar haldið áfram og greiðsla þar með. Nú er þetta til skoðunar hvort við þurfum að fara í tvöföldun á Hvalfjarðargöngunum og það hefur líka verið til skoðunar í auðvitað mörg ár, og legið svolítið í láðinni, hugmyndir um Sundabraut og aðra slíka hluti. Allt þetta þarf að kortleggja áður en tekin verður ákvörðun um hvað við gerum í sambandi við gjaldtöku,“ sagði Sigurður Ingi. Í þessu samhengi sagði ráðherrann að það þyrfti að skoða það hvort að það væri skynsamlegt að hætta gjaldtöku núna og taka hana aftur upp eftir tvö ár því þá þyrfti að fara í tvöföldun á göngunum. „Er ekki skynsamlegra að leggjast yfir málið núna og taka síðan ákvörðun?“ spurði Sigurður Ingi en viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bílar Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars "Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum.“ 4. janúar 2018 13:48 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars "Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum.“ 4. janúar 2018 13:48