Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð þrátt fyrir að vera skráð trúfélag Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. janúar 2018 20:00 Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð undir nýtt húsnæði sitt í Reykjavík, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Foringi í hernum segir þetta skjóta skökku við, nú þegar borgin hafi úthlutað lóðum til nokkurra trúfélaga síðustu misseri án endurgjalds. Til stendur að reisa um 1500 fermetra hús í Sogamýri við Suðurlandsbraut. Þar verður m.a. að finna kirkjurými, skrifstofur, vinnustofu og sérstaka velferðarálmu. Húsið hefur verið samþykkt í skipulagi og vonast forsvarsmenn hersins til að það geti staðið fullklárað árið 2019. Fyrir lóðina þurfti Hjálpræðisherinn að greiða á sjötta tug milljóna króna. Lögum samkvæmt ber hins vegar að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur þjóðkirkjunnar. Borgin hefur í gegnum tíðina túlkað ákvæðið með þeim hætti að hið sama skuli ganga yfir önnur trúfélög á grundvelli jafnræðisreglu. Þannig fékk félag múslima úthlutað lóð undir mosku í Sogamýri árið 2013 og Ásatrúarfélagið fékk úthlutað lóð undir hof í Öskjuhlíð 2006. Hjördís Kristinsdóttir, foringi hjá Hjálpræðishernum, segir sérkennilegt að hið sama gildi ekki í tilfelli þeirra. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir Hjálpræðisherinn hins vegar hafa alla burði til að koma sér upp aðstöðu upp á eigin spýtur og þörfin fyrir fría lóð sé því ekki til staðar. Þá vísar hann sérstaklega til þess að herinn hafi selt herkastalann svokallaða á sínum tíma og fengið fyrir hann talsvert fé. Hjördís segir þetta hins vegar ekki eiga að skipta máli og það samræmist ekki þeirri jafnræðisreglu sem unnið sé eftir. Þá hafi Hjálpræðisherinn alfarið fjármagnað herkastalann með eigin fjármunum. S. Björn segir að alltént líti borgin svo á að hinum fríu lóðum sé ætlað það hlutverk að veita trúfélögum einhvern samastað í upphafi og því ekki rétt að félög sem þegar eigi verðmætar byggingar fái slíkt. Hann telur hins vegar að lögin séu í eðli sínu tímaskekkja og íhuga ætti vandlega að hætta einfaldlega að úthluta fríum lóðum. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sjá meira
Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð undir nýtt húsnæði sitt í Reykjavík, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Foringi í hernum segir þetta skjóta skökku við, nú þegar borgin hafi úthlutað lóðum til nokkurra trúfélaga síðustu misseri án endurgjalds. Til stendur að reisa um 1500 fermetra hús í Sogamýri við Suðurlandsbraut. Þar verður m.a. að finna kirkjurými, skrifstofur, vinnustofu og sérstaka velferðarálmu. Húsið hefur verið samþykkt í skipulagi og vonast forsvarsmenn hersins til að það geti staðið fullklárað árið 2019. Fyrir lóðina þurfti Hjálpræðisherinn að greiða á sjötta tug milljóna króna. Lögum samkvæmt ber hins vegar að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur þjóðkirkjunnar. Borgin hefur í gegnum tíðina túlkað ákvæðið með þeim hætti að hið sama skuli ganga yfir önnur trúfélög á grundvelli jafnræðisreglu. Þannig fékk félag múslima úthlutað lóð undir mosku í Sogamýri árið 2013 og Ásatrúarfélagið fékk úthlutað lóð undir hof í Öskjuhlíð 2006. Hjördís Kristinsdóttir, foringi hjá Hjálpræðishernum, segir sérkennilegt að hið sama gildi ekki í tilfelli þeirra. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir Hjálpræðisherinn hins vegar hafa alla burði til að koma sér upp aðstöðu upp á eigin spýtur og þörfin fyrir fría lóð sé því ekki til staðar. Þá vísar hann sérstaklega til þess að herinn hafi selt herkastalann svokallaða á sínum tíma og fengið fyrir hann talsvert fé. Hjördís segir þetta hins vegar ekki eiga að skipta máli og það samræmist ekki þeirri jafnræðisreglu sem unnið sé eftir. Þá hafi Hjálpræðisherinn alfarið fjármagnað herkastalann með eigin fjármunum. S. Björn segir að alltént líti borgin svo á að hinum fríu lóðum sé ætlað það hlutverk að veita trúfélögum einhvern samastað í upphafi og því ekki rétt að félög sem þegar eigi verðmætar byggingar fái slíkt. Hann telur hins vegar að lögin séu í eðli sínu tímaskekkja og íhuga ætti vandlega að hætta einfaldlega að úthluta fríum lóðum.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sjá meira