Leiðakerfisbreytingar Strætó taka gildi á morgun Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2018 18:43 Umfangsmiklar breytingar á leiðakerfi og þjónustustigi Strætó munu taka gildi á morgun, sunnudaginn 7. janúar. Þjónustutími verður lengdur á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15 og 18 til klukkan 01:00 á kvöldin eða sem því næst.Leiðakerfisbreytingar:Leið 6 mun aka á 10 mínútna tíðni á annatímum. Sama fyrirkomulag hefur verið á leið 1 í rúmt ár og hefur það reynst vel. Leið 6 styttist einnig og mun hún eftir breytingar enda og byrjar ferðir sínar í Spöng í stað Mosfellsbæjar.Leið 7 ekur þann hluta sem klipptur var af leið 6. Helgafellslandið og Leirvogstunga bætast einnig við sem nýir áfangastaðir.Leið 28 verður stytt og mun leiðin ekki lengur aka í Mjódd. Leiðin mun í staðinn aka milli Hamraborgar og Dalaþings.Leið 2 mun aka þann hluta sem klipptur var af leið 28, þ.e. um Kórahverfið og í Mjódd.Leið 21 hættir að aka um Bæjarhraun og Hólshraun í Hafnarfirði. Leiðin mun í staðinn aka um Arnarnesveg, Smárahvammsveg og Fífuhvammsveg framhjá Smáralind í báðar áttir. Þjónustutími leiðarinnar lengist um klukkustund á kvöldin og að auki verður ekið á sunnudögum.Leið 35 hefur hingað til einungis ekið hringinn sinn réttsælis og tveir vagnar hafa verið settir á leiðina á annatímum. Eftir breytingarnar 7. janúar munu tveir vagnar aka leið 35 allan daginn; annar þeirra ekur hringinn réttsælis og hinn ekur hringinn rangsælis.Næturakstur úr miðbænum hefst aðfaranótt laugardagsins 13. janúar Sérstakur næturakstur Strætó úr miðbænum verður aðfaranætur laugar- og sunnudags milli klukkan 01:00-04:30, eða sem því næst. Næturaksturinn hefst aðfaranótt laugardagsins 13. janúar.Sex leiðir verða í næturakstrinum:Leið 101 – HafnarfjörðurLeið 102 – KópavogurLeið 103 – BreiðholtLeið 105 – NorðlingaholtLeið 106 – MosfellsbærLeið 111 - Seltjarnarnes Næturvagnarnir munu annað hvort byrja akstur við Stjórnarráðið eða á Hlemmi. Fólk getur einungis tekið á vagnana á biðstöðvum í áttina út úr miðbænum. Stakt fargjald með næturvögnum verður 920 krónur eða 2 strætómiðar. Handhafar strætókorta geta hins vegar notað kortin í næturvagnana án frekari kostnaðar. Einungis verður gefinn upp brottfarartími úr miðbænum. Vagnarnir munu því ekki fylgja sérstakri tímaáætlun eftir að lagt er af stað frá Hlemmi eða Stjórnarráðinu. Farþegar sem vilja taka vagnana á öðrum biðstöðvum er því ráðlagt að fylgjast með staðsetningu vagnanna í appinu. Samgöngur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Umfangsmiklar breytingar á leiðakerfi og þjónustustigi Strætó munu taka gildi á morgun, sunnudaginn 7. janúar. Þjónustutími verður lengdur á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15 og 18 til klukkan 01:00 á kvöldin eða sem því næst.Leiðakerfisbreytingar:Leið 6 mun aka á 10 mínútna tíðni á annatímum. Sama fyrirkomulag hefur verið á leið 1 í rúmt ár og hefur það reynst vel. Leið 6 styttist einnig og mun hún eftir breytingar enda og byrjar ferðir sínar í Spöng í stað Mosfellsbæjar.Leið 7 ekur þann hluta sem klipptur var af leið 6. Helgafellslandið og Leirvogstunga bætast einnig við sem nýir áfangastaðir.Leið 28 verður stytt og mun leiðin ekki lengur aka í Mjódd. Leiðin mun í staðinn aka milli Hamraborgar og Dalaþings.Leið 2 mun aka þann hluta sem klipptur var af leið 28, þ.e. um Kórahverfið og í Mjódd.Leið 21 hættir að aka um Bæjarhraun og Hólshraun í Hafnarfirði. Leiðin mun í staðinn aka um Arnarnesveg, Smárahvammsveg og Fífuhvammsveg framhjá Smáralind í báðar áttir. Þjónustutími leiðarinnar lengist um klukkustund á kvöldin og að auki verður ekið á sunnudögum.Leið 35 hefur hingað til einungis ekið hringinn sinn réttsælis og tveir vagnar hafa verið settir á leiðina á annatímum. Eftir breytingarnar 7. janúar munu tveir vagnar aka leið 35 allan daginn; annar þeirra ekur hringinn réttsælis og hinn ekur hringinn rangsælis.Næturakstur úr miðbænum hefst aðfaranótt laugardagsins 13. janúar Sérstakur næturakstur Strætó úr miðbænum verður aðfaranætur laugar- og sunnudags milli klukkan 01:00-04:30, eða sem því næst. Næturaksturinn hefst aðfaranótt laugardagsins 13. janúar.Sex leiðir verða í næturakstrinum:Leið 101 – HafnarfjörðurLeið 102 – KópavogurLeið 103 – BreiðholtLeið 105 – NorðlingaholtLeið 106 – MosfellsbærLeið 111 - Seltjarnarnes Næturvagnarnir munu annað hvort byrja akstur við Stjórnarráðið eða á Hlemmi. Fólk getur einungis tekið á vagnana á biðstöðvum í áttina út úr miðbænum. Stakt fargjald með næturvögnum verður 920 krónur eða 2 strætómiðar. Handhafar strætókorta geta hins vegar notað kortin í næturvagnana án frekari kostnaðar. Einungis verður gefinn upp brottfarartími úr miðbænum. Vagnarnir munu því ekki fylgja sérstakri tímaáætlun eftir að lagt er af stað frá Hlemmi eða Stjórnarráðinu. Farþegar sem vilja taka vagnana á öðrum biðstöðvum er því ráðlagt að fylgjast með staðsetningu vagnanna í appinu.
Samgöngur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira