Morðtíðni á Íslandi áhyggjuefni að mati prófessors Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2018 19:57 Óvenju mörg morð voru framin hér á landi á síðasta ári, en þau hafa ekki verið eins mörg frá árinu 2004. Fjórum var ráðinn bani á síðasta ári og í öllum tilfellum var karlmaður gerandi. Prófessor í félagsfræði segir þetta áhyggjuefni enda sé morðtíðnin hér að verða sambærileg og í hinum Norðurlöndunum. Tveimur körlum og tveimur konum var ráðinn bani á síðasta ári, en svo háar tölur hafa ekki sést í fjórtán ár, og lýsti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfir áhyggjum vegna þessa í Kryddsíld Stöðvar tvö á gamlársdag. „Það eru fleiri morð á Íslandi þetta ár en við höfum séð að minnsta kosti lengi. Mér finnst það vera áhyggjuefni. Það eru auðvitað þau mál sem hafa verið mest í fréttum á árinu. Mér finnst ástæða til að við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé einhver tilviljun eða hvort þetta sé eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af,“ sagði Katrín. Frá árinu 2000 hafa þrjátíu og sex morð verið framin hér á landi. Árið 2002 voru manndrápsmálin þrjú talsins og árið 2004 voru þau fimm, en þá voru þrjár konur myrtar og tveir karlar. „Það má segja að um aldamótin hafi gengið yfir allt að því hrina manndrápa, síðan hefur fjöldinn verið heldur minni á síðustu árum en árið í fyrra minnir dálítið á aldamótin,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Karlmenn eru í langflestum tilfellum gerendur og þolendur, í áfengis- eða fíkniefnavímu. Morðtíðni hér á landi er almennt lægri en í öðrum vestrænum ríkjum, en ef þessi þróun heldur áfram verður hún á pari við hin Norðurlöndin. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum þá eru þetta um það bil tvö manndráp á ári að jafnaði á Íslandi, þá er tíðnin í lægri kantinum miðað við aðrar vestrænar þjóðir og ívið lægra en við sjáum á Norðurlöndunum, þegar við horfum yfir jafn stórt tímabil og tuttugu ár. En einstök ár hefur tíðnin verið hærri og það er tíðni sem er á pari eða jafnvel heldur meiri í mörgum öðrum löndum í vestur Evrópu. Það er alltaf áhyggjuefni, þrjátíu og sex manndráp frá aldamótum.“ Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Óvenju mörg morð voru framin hér á landi á síðasta ári, en þau hafa ekki verið eins mörg frá árinu 2004. Fjórum var ráðinn bani á síðasta ári og í öllum tilfellum var karlmaður gerandi. Prófessor í félagsfræði segir þetta áhyggjuefni enda sé morðtíðnin hér að verða sambærileg og í hinum Norðurlöndunum. Tveimur körlum og tveimur konum var ráðinn bani á síðasta ári, en svo háar tölur hafa ekki sést í fjórtán ár, og lýsti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfir áhyggjum vegna þessa í Kryddsíld Stöðvar tvö á gamlársdag. „Það eru fleiri morð á Íslandi þetta ár en við höfum séð að minnsta kosti lengi. Mér finnst það vera áhyggjuefni. Það eru auðvitað þau mál sem hafa verið mest í fréttum á árinu. Mér finnst ástæða til að við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé einhver tilviljun eða hvort þetta sé eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af,“ sagði Katrín. Frá árinu 2000 hafa þrjátíu og sex morð verið framin hér á landi. Árið 2002 voru manndrápsmálin þrjú talsins og árið 2004 voru þau fimm, en þá voru þrjár konur myrtar og tveir karlar. „Það má segja að um aldamótin hafi gengið yfir allt að því hrina manndrápa, síðan hefur fjöldinn verið heldur minni á síðustu árum en árið í fyrra minnir dálítið á aldamótin,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Karlmenn eru í langflestum tilfellum gerendur og þolendur, í áfengis- eða fíkniefnavímu. Morðtíðni hér á landi er almennt lægri en í öðrum vestrænum ríkjum, en ef þessi þróun heldur áfram verður hún á pari við hin Norðurlöndin. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum þá eru þetta um það bil tvö manndráp á ári að jafnaði á Íslandi, þá er tíðnin í lægri kantinum miðað við aðrar vestrænar þjóðir og ívið lægra en við sjáum á Norðurlöndunum, þegar við horfum yfir jafn stórt tímabil og tuttugu ár. En einstök ár hefur tíðnin verið hærri og það er tíðni sem er á pari eða jafnvel heldur meiri í mörgum öðrum löndum í vestur Evrópu. Það er alltaf áhyggjuefni, þrjátíu og sex manndráp frá aldamótum.“
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira