Trump vill ekki fyrirgefa Bannon Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2018 23:23 Stephen Bannon. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ekki fyrirgefa Stephen Bannon fyrir ummæli hans í bókinni Fire and Fury þar sem hann gagnrýndi fjölskyldumeðlimi forsetans og sagði þá jafnvel hafa framið landráð. Bannon baðst afsökunar á þessum ummælum og sagði þau ekki höfð rétt eftir sér. „Donald Trump yngri er bæði föðurlandsvinur og góður maður,“ sagði Bannon. Hann sagðist sjá eftir því að hafa verið svo lengi að svara þessum fregnum.Sjá einnig: Bannon segir ummæli sín ekki beinast að Trump yngriUndanfarna daga hefur Trump farið hart fram gegn Bannon og meðal annars kallað hann „Sloppy Steve“. Hann segir Bannon hafa farið að gráta þegar hann var rekinn úr Hvíta húsinu og að hann hafi misst vitið. Þrátt fyrir afsökunarbeiðni Bannon verður honum ekki fyrirgefið.„Ég tel enga leið fyrir Bannon að snúa aftur á þessum tímapunkti,“ sagði aðstoðarupplýsingarfulltrúi Trump, Hogan Gidley, við blaðamenn nú í kvöld. Hann sagði Trump hafa verið mjög skýran varðandi reiði sína út í Bannon vegna ummælanna.Sjá einnig: Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð„Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt,“ sagði Gidley. Stephen Bannon missti einnig stuðning bakhjarls síns, milljónamæringsins Rebekah Mercer, og fregnir hafa borist um að til standi að bola honum úr sessi hjá Breitbart. Miðlinum sem hann stýrir. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ekki fyrirgefa Stephen Bannon fyrir ummæli hans í bókinni Fire and Fury þar sem hann gagnrýndi fjölskyldumeðlimi forsetans og sagði þá jafnvel hafa framið landráð. Bannon baðst afsökunar á þessum ummælum og sagði þau ekki höfð rétt eftir sér. „Donald Trump yngri er bæði föðurlandsvinur og góður maður,“ sagði Bannon. Hann sagðist sjá eftir því að hafa verið svo lengi að svara þessum fregnum.Sjá einnig: Bannon segir ummæli sín ekki beinast að Trump yngriUndanfarna daga hefur Trump farið hart fram gegn Bannon og meðal annars kallað hann „Sloppy Steve“. Hann segir Bannon hafa farið að gráta þegar hann var rekinn úr Hvíta húsinu og að hann hafi misst vitið. Þrátt fyrir afsökunarbeiðni Bannon verður honum ekki fyrirgefið.„Ég tel enga leið fyrir Bannon að snúa aftur á þessum tímapunkti,“ sagði aðstoðarupplýsingarfulltrúi Trump, Hogan Gidley, við blaðamenn nú í kvöld. Hann sagði Trump hafa verið mjög skýran varðandi reiði sína út í Bannon vegna ummælanna.Sjá einnig: Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð„Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt,“ sagði Gidley. Stephen Bannon missti einnig stuðning bakhjarls síns, milljónamæringsins Rebekah Mercer, og fregnir hafa borist um að til standi að bola honum úr sessi hjá Breitbart. Miðlinum sem hann stýrir.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira