Trump segir Bannon hafa misst vitið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2018 19:45 Þeir sjást hér saman Trump og Bannon, sá fyrrnefndi í forgrunni en sá síðarnefndi við enda borðsins. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. Með þessum orðum bregst Trump við yfirlýsingum Bannon sem greint var frá fyrr í dag um að umdeildur fundur Donald Trump yngri, sonar Bandaríkjaforseta, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafi verið „landráð.“ Þetta er haft eftir Bannon í nýrri bók eftir blaðamannin Michael Wolff en á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega Trump yngri upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. „Steve Bannon kemur hvorki mér né forsetatíð minni við. Þegar hann var rekinn þá missti hann ekki aðeins vinnuna heldur einnig vitið,“ segir Trump í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag og heldur svo áfram: „Steve vann fyrir mig eftir að ég hafði hlotið útnefninguna og þannig unnið sautján aðra frambjóðendur, sem var oft lýst sem þeim hæfileikaríkustu sem sést höfðu í Repúblikanaflokknum. Nú þegar hann er einn síns liðs þá er hann að læra að það er ekki eins auðvelt að vinna og ég lét það líta út fyrir að vera. Steve hafði sáralítið að gera með okkar sögulega sigur sem náðist fyrir tilstilli hinna gleymdu karla og kvenna þessa lands.“ Bannon var einn helsti ráðgjafi Trump áður en hann var tók pokann sinn í ágúst en yfirlýsingu Trump frá því í dag má sjá hér. Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. Með þessum orðum bregst Trump við yfirlýsingum Bannon sem greint var frá fyrr í dag um að umdeildur fundur Donald Trump yngri, sonar Bandaríkjaforseta, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafi verið „landráð.“ Þetta er haft eftir Bannon í nýrri bók eftir blaðamannin Michael Wolff en á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega Trump yngri upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. „Steve Bannon kemur hvorki mér né forsetatíð minni við. Þegar hann var rekinn þá missti hann ekki aðeins vinnuna heldur einnig vitið,“ segir Trump í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag og heldur svo áfram: „Steve vann fyrir mig eftir að ég hafði hlotið útnefninguna og þannig unnið sautján aðra frambjóðendur, sem var oft lýst sem þeim hæfileikaríkustu sem sést höfðu í Repúblikanaflokknum. Nú þegar hann er einn síns liðs þá er hann að læra að það er ekki eins auðvelt að vinna og ég lét það líta út fyrir að vera. Steve hafði sáralítið að gera með okkar sögulega sigur sem náðist fyrir tilstilli hinna gleymdu karla og kvenna þessa lands.“ Bannon var einn helsti ráðgjafi Trump áður en hann var tók pokann sinn í ágúst en yfirlýsingu Trump frá því í dag má sjá hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Sjá meira
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27