Koma svo SSH! Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 20. desember 2017 07:00 Húsnæðismál hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu, einkum staða þeirra sem verst standa í þeim efnum, fólks sem er beinlínis á götunni. Hópur fólks, líklega 30-40 manns hefur hafst við á tjaldstæðinu í Laugardal við misjafnar aðstæður auk þeirra einstaklinga sem flækjast á milli gistiskýla eða fær inni hjá vinum eða ættingjum um skamma hríð eða langa. Aðstæður þessa hóps eru algerlega óviðunandi. Við sem samfélag getum ekki horft á þessa stöðu aðgerðalaus. Núverandi félagsmálaráðherra hefur sagt að mál þessa hóps séu forgangsmál hjá ráðuneyti hans en fleira þarf að koma til. Örugg búseta og framfærsla heyra undir sveitarfélögin og er ein af frumskyldum þeirra. Öll sveitarfélög bjóða upp á búsetu í félagslegum íbúðum en afar misjafnt er hversu margar slíkar eru í boði á vegum hvers sveitarfélags. Á höfuðborgarsvæðinu hafa sveitarfélög tekið á þessum vanda með mismunandi hætti, þ.e. bæði með félagslegum íbúðum, en einnig með skammtímaúrræðum í gistiskýlum eða íbúðakjörnum, stundum í samvinnu við félagasamtök. Vandinn er hins vegar ekki vandamál eins sveitarfélags eða fárra, hann er vandi þeirra allra og þau verða að koma öll að lausninni. Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu að koma sér saman um úrræði til handa því fólki sem á í mestum vanda, er beinlínis á götunni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa með sér samstarf um margs konar þjónustu við íbúana, og ég tel að hér sé tækifæri fyrir þau til slíks. Það getur ekki verið óyfirstíganlegt að leysa bráðasta vandann í sameiningu. Það er ekki ásættanlegt að sveitarfélögin í kringum borgina sitji hjá, þau eiga öll að leggja sitt af mörkum, kostnaðarskiptingamódelin eru þegar til í öðrum félögum. Sveitarfélög sem geta komið sér saman um rekstur skíðasvæða geta áreiðanlega komið sér saman um lausn á bráðasta húsnæðisvandanum. Koma svo SSH! Höfundur er þingmaður VG í Suðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu, einkum staða þeirra sem verst standa í þeim efnum, fólks sem er beinlínis á götunni. Hópur fólks, líklega 30-40 manns hefur hafst við á tjaldstæðinu í Laugardal við misjafnar aðstæður auk þeirra einstaklinga sem flækjast á milli gistiskýla eða fær inni hjá vinum eða ættingjum um skamma hríð eða langa. Aðstæður þessa hóps eru algerlega óviðunandi. Við sem samfélag getum ekki horft á þessa stöðu aðgerðalaus. Núverandi félagsmálaráðherra hefur sagt að mál þessa hóps séu forgangsmál hjá ráðuneyti hans en fleira þarf að koma til. Örugg búseta og framfærsla heyra undir sveitarfélögin og er ein af frumskyldum þeirra. Öll sveitarfélög bjóða upp á búsetu í félagslegum íbúðum en afar misjafnt er hversu margar slíkar eru í boði á vegum hvers sveitarfélags. Á höfuðborgarsvæðinu hafa sveitarfélög tekið á þessum vanda með mismunandi hætti, þ.e. bæði með félagslegum íbúðum, en einnig með skammtímaúrræðum í gistiskýlum eða íbúðakjörnum, stundum í samvinnu við félagasamtök. Vandinn er hins vegar ekki vandamál eins sveitarfélags eða fárra, hann er vandi þeirra allra og þau verða að koma öll að lausninni. Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu að koma sér saman um úrræði til handa því fólki sem á í mestum vanda, er beinlínis á götunni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa með sér samstarf um margs konar þjónustu við íbúana, og ég tel að hér sé tækifæri fyrir þau til slíks. Það getur ekki verið óyfirstíganlegt að leysa bráðasta vandann í sameiningu. Það er ekki ásættanlegt að sveitarfélögin í kringum borgina sitji hjá, þau eiga öll að leggja sitt af mörkum, kostnaðarskiptingamódelin eru þegar til í öðrum félögum. Sveitarfélög sem geta komið sér saman um rekstur skíðasvæða geta áreiðanlega komið sér saman um lausn á bráðasta húsnæðisvandanum. Koma svo SSH! Höfundur er þingmaður VG í Suðvestur kjördæmi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun