Meðlimakortin flækja skilaréttinn í Costco Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Fyrirkomulag varðandi skil á vörum er ólíkt því sem gerist og gengur í öðrum stórverslunum þar sem skilamiðar eru jafnan settir á gjafir. vísir/anton Þeir sem kaupa jólagjafir í Costco geta ekki fengið skiptimiða á gjafirnar, eins og tíðkast í flestum öðrum stórmörkuðum á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá versluninni verða þeir sem fá jólagjafir sem keyptar eru í Costco að vera með upplýsingar um kennitölu þess sem keypti gjafirnar og helst vera með meðlimanúmer hans hjá versluninni og kassakvittunina. Gjöfum er skilað gegn endurgreiðslu og ef gjöfin hefur verið greidd með kreditkorti er greitt aftur inn á kortið. Í slíkum tilfellum getur þiggjandinn ekki skilað gjöfinni. Þetta fyrirkomulag er ólíkt því sem gerist og gengur í öðrum stórverslunum þar sem skilamiðar eru jafnan settir á gjafirnar.Brynhildur Pétursdóttir.vísir/stefánSamkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er ekki lögbundinn skilaréttur á ógallaðri vöru sem keypt er í verslun. „Verslanir og seljendur setja sér sínar viðmiðunarreglur,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, sérfræðingur á neytendaréttarsviði Neytendastofu. Öðru máli gegnir ef vara er keypt á netinu. Samkvæmt lögum um neytendasamninga er gert ráð fyrir að í slíkum tilvikum hafi neytandi 14 daga skilafrest frá því að hann fær vöruna afhenta. „Upphaflega eru þessar reglur settar til að styrkja netverslun og þegar þú pantar vöruna á netinu er ekki hægt að halda á vörunni og ekki hægt að sjá hana. Þá eru meiri líkur á að varan sé ekki í samræmi við það sem þú ætlaðir þér að kaupa,“ segir Matthildur. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir samtökin fá reglulega erindi til sín er varða skilarétt á jólagjöfum. Bæði frá verslunum sem vantar upplýsingar um það hvaða lög og reglur gilda, en líka frá neytendum sem finnst skilafresturinn of stuttur. „Svo framarlega sem seljendur byrja ekki útsölur fyrsta virka dag eftir jól og gefa ágætis frest til að skila vörum þá er þetta í góðu lagi. En útsölur sem byrja strax eftir jól flækja málið. Þá er stundum deilt um það hvaða rétt neytandi hefur á að fá upphaflegt verð vörunnar eða hvort hann þurfi að sætta sig við að fá útsöluverðið,“ segir Brynhildur. Neytendasamtökin gáfu út reglur um síðustu aldamót í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Brynhildur segir inntak þeirra reglna hafa haldið sér. „Við segjum að neytandi eigi rétt á að fá fullt verð vörunnar á inneignarnótuna þó að útsala sé byrjuð,“ segir Brynhildur. Seljandi getur á móti sett það skilyrði að neytandinn nýti ekki inneignarnótuna á útsölunni heldur einungis eftir hana. Costco Neytendur Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Þeir sem kaupa jólagjafir í Costco geta ekki fengið skiptimiða á gjafirnar, eins og tíðkast í flestum öðrum stórmörkuðum á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá versluninni verða þeir sem fá jólagjafir sem keyptar eru í Costco að vera með upplýsingar um kennitölu þess sem keypti gjafirnar og helst vera með meðlimanúmer hans hjá versluninni og kassakvittunina. Gjöfum er skilað gegn endurgreiðslu og ef gjöfin hefur verið greidd með kreditkorti er greitt aftur inn á kortið. Í slíkum tilfellum getur þiggjandinn ekki skilað gjöfinni. Þetta fyrirkomulag er ólíkt því sem gerist og gengur í öðrum stórverslunum þar sem skilamiðar eru jafnan settir á gjafirnar.Brynhildur Pétursdóttir.vísir/stefánSamkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er ekki lögbundinn skilaréttur á ógallaðri vöru sem keypt er í verslun. „Verslanir og seljendur setja sér sínar viðmiðunarreglur,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, sérfræðingur á neytendaréttarsviði Neytendastofu. Öðru máli gegnir ef vara er keypt á netinu. Samkvæmt lögum um neytendasamninga er gert ráð fyrir að í slíkum tilvikum hafi neytandi 14 daga skilafrest frá því að hann fær vöruna afhenta. „Upphaflega eru þessar reglur settar til að styrkja netverslun og þegar þú pantar vöruna á netinu er ekki hægt að halda á vörunni og ekki hægt að sjá hana. Þá eru meiri líkur á að varan sé ekki í samræmi við það sem þú ætlaðir þér að kaupa,“ segir Matthildur. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir samtökin fá reglulega erindi til sín er varða skilarétt á jólagjöfum. Bæði frá verslunum sem vantar upplýsingar um það hvaða lög og reglur gilda, en líka frá neytendum sem finnst skilafresturinn of stuttur. „Svo framarlega sem seljendur byrja ekki útsölur fyrsta virka dag eftir jól og gefa ágætis frest til að skila vörum þá er þetta í góðu lagi. En útsölur sem byrja strax eftir jól flækja málið. Þá er stundum deilt um það hvaða rétt neytandi hefur á að fá upphaflegt verð vörunnar eða hvort hann þurfi að sætta sig við að fá útsöluverðið,“ segir Brynhildur. Neytendasamtökin gáfu út reglur um síðustu aldamót í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Brynhildur segir inntak þeirra reglna hafa haldið sér. „Við segjum að neytandi eigi rétt á að fá fullt verð vörunnar á inneignarnótuna þó að útsala sé byrjuð,“ segir Brynhildur. Seljandi getur á móti sett það skilyrði að neytandinn nýti ekki inneignarnótuna á útsölunni heldur einungis eftir hana.
Costco Neytendur Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira