Einkaþjálfari Brady settur út í kuldann af Belichick Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 11:30 Alex Guerrero og Tom Brady ræða saman eftir einn af fjölmörgum sigurleikjum Patriots. Vísir/Getty Svo virðist sem að Alex Guerrero sé kominn út í skammarkrókinn hjá Bill Belichick, þjálfara New England Patriots. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Guerrero er einkaþjálfari leikstjórnandans Tom Brady, sigursælasta leikmanns NFL-deildarinnar frá upphafi og langmikilvægasta leikmanns liðsins undanfarin fimmtán ár. Guerrero hefur verið með skrifstofu nærri búningsklefa Patriots, aðgang að hliðarlínunni á leikdögum og fær að ferðast með leikmönnum í flugvél félagsins. Hann hefur ekki aðeins sinnt Brady heldur fleiri leikmönnum Patriots í gegnum tíðina. Samkvæmt frétt Boston Globe fær Guerrero ekki lengur að sinna leikmönnum á skrifstofu sinni og þá hefur aðgengi hans að hliðarlínunni og flugvél félagsins verið afturkallað. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta nema að Alex er og hefur verið stór hluti af því sem ég geri. Ég er ekki aðeins þakklátur fyrir að eiga hann að sem vin heldur einnig allt það sem við höfum gert saman í gegnum árin,“ sagði Brady sem bætti því við að það væri Guerrero að stóru leyti að þakka að hann væri enn að spila 40 ára gamall. Brady hefur áður sagt frá samstarfi sínu við Guerrero og þakkaði snilli hans fyrir góðan bata eftir að hann sleit krossband í hné árið 2008. Sjá einnig: Ótrúlegur endir þegar Patriots vann toppslaginn Fjölmiðlar vestanhafs hafa áður fjallað um að aðkoma Guerrero að Brady og liði Patriots hefur valdið núningi innan félagsins, ekki síst í læknateymi þess. Óhefðbundnar aðferðir hans stangist á við aðferðir sem læknar félagsins vilja fremur notast við. Belichick hafi hins vegar hingað til ekki viljað gera neitt í málinu vegna stöðu og mikilvægi Brady innan liðsins en nú virðist það breytt. Ekki er tilgreind ástæða þess að Guerrero nýtur ekki sömu hlunninda nú og áður. Patriots er nú eins og svo oft áður í lykilstöðu í Ameríkudeildinni í NFL-deildinni. Liðið, sem er ríkjandi meistari, er búið að vinna sinn riðil og er í efsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Haldi Patriots efsta sætinu verður liðið með heimavallarrétt alla úrslitakeppnina, fram að Super Bowl þann 4. febrúar. NFL Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sjá meira
Svo virðist sem að Alex Guerrero sé kominn út í skammarkrókinn hjá Bill Belichick, þjálfara New England Patriots. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Guerrero er einkaþjálfari leikstjórnandans Tom Brady, sigursælasta leikmanns NFL-deildarinnar frá upphafi og langmikilvægasta leikmanns liðsins undanfarin fimmtán ár. Guerrero hefur verið með skrifstofu nærri búningsklefa Patriots, aðgang að hliðarlínunni á leikdögum og fær að ferðast með leikmönnum í flugvél félagsins. Hann hefur ekki aðeins sinnt Brady heldur fleiri leikmönnum Patriots í gegnum tíðina. Samkvæmt frétt Boston Globe fær Guerrero ekki lengur að sinna leikmönnum á skrifstofu sinni og þá hefur aðgengi hans að hliðarlínunni og flugvél félagsins verið afturkallað. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta nema að Alex er og hefur verið stór hluti af því sem ég geri. Ég er ekki aðeins þakklátur fyrir að eiga hann að sem vin heldur einnig allt það sem við höfum gert saman í gegnum árin,“ sagði Brady sem bætti því við að það væri Guerrero að stóru leyti að þakka að hann væri enn að spila 40 ára gamall. Brady hefur áður sagt frá samstarfi sínu við Guerrero og þakkaði snilli hans fyrir góðan bata eftir að hann sleit krossband í hné árið 2008. Sjá einnig: Ótrúlegur endir þegar Patriots vann toppslaginn Fjölmiðlar vestanhafs hafa áður fjallað um að aðkoma Guerrero að Brady og liði Patriots hefur valdið núningi innan félagsins, ekki síst í læknateymi þess. Óhefðbundnar aðferðir hans stangist á við aðferðir sem læknar félagsins vilja fremur notast við. Belichick hafi hins vegar hingað til ekki viljað gera neitt í málinu vegna stöðu og mikilvægi Brady innan liðsins en nú virðist það breytt. Ekki er tilgreind ástæða þess að Guerrero nýtur ekki sömu hlunninda nú og áður. Patriots er nú eins og svo oft áður í lykilstöðu í Ameríkudeildinni í NFL-deildinni. Liðið, sem er ríkjandi meistari, er búið að vinna sinn riðil og er í efsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Haldi Patriots efsta sætinu verður liðið með heimavallarrétt alla úrslitakeppnina, fram að Super Bowl þann 4. febrúar.
NFL Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sjá meira