Breyttu húsnæði Krossins í 102 herbergja hótel Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. desember 2017 14:09 Búið er að reisa skilti með merki hótelkeðjunnar skandinavísku utan á Hlíðasmára 5-7. first hotel kópavogur Skandinavíska hótelkeðjan First Hotels mun um jólin opna dyr sínar fyrir gestum í gamla húsnæði trúfélags Krossins í Hlíðasmára 5-7. Herbergi hótelsins verða 102 talsins þegar uppi er staðið. Greint var frá fyrirheitunum í janúar á þessu ári á Vísi. Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir, hótelstjóri First Hotel Kópavogur, segir í samtali við Vísi að töluverðar framkvæmdir hafi átt sér stað undanfarið. „Já, það þurfti að bæta við einni hæð og búið er að taka húsið algjörlega í gegn. Núna er það orðið stórglæsilegt.“ Stefnt er að opnun 26. desember, annan í jólum, og segir Lóa að bókanir séu strax farnar að berast. „Það hafa verið bókanir frá fyrsta degi. Opnunarvikan er þokkalega þétt skipuð hjá okkur og við búumst við því að troðfullt verði á áramótunum,“ segir Lóa. Við opnun verða 60 herbergi í boði en í febrúar verður húsnæðið fullbyggt og verða herbergin þá 102 talsins. Trúfélagið Krossinn var, sem fyrr segir, rekið í sama húsnæði. Gunnar Þorsteinsson, sem oft var kenndur við félagið, var stjórnarformaður þess til ársins 2010. Þá tók dóttir hans, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, við en húsnæðið var selt í fyrra. First Hotels er skandinavísk hótelkeðja sem rekur alls 90 hótel víða um heim. Hótelið í gamla Krossinum er það fyrsta sem keðjan opnar hér á landi.Hér að neðan má sjá myndir úr framkvæmdunum á Facebook-síðu hótelsins. Neytendur Tengdar fréttir Opnar 105 herbergja hótel í gamla húsnæði Krossins Hótelið sem skandinavíska hótelkeðjan First Hotels ætlar að opna í Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi, þar sem trúfélagið Krossinn, síðar Smárakirkja, var áður til húsa, verður með 105 herbergjum. Engin gestamóttaka verður á hótelinu heldur munu gestir sjá um að innrita sig sjálfir. 19. janúar 2017 09:37 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Skandinavíska hótelkeðjan First Hotels mun um jólin opna dyr sínar fyrir gestum í gamla húsnæði trúfélags Krossins í Hlíðasmára 5-7. Herbergi hótelsins verða 102 talsins þegar uppi er staðið. Greint var frá fyrirheitunum í janúar á þessu ári á Vísi. Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir, hótelstjóri First Hotel Kópavogur, segir í samtali við Vísi að töluverðar framkvæmdir hafi átt sér stað undanfarið. „Já, það þurfti að bæta við einni hæð og búið er að taka húsið algjörlega í gegn. Núna er það orðið stórglæsilegt.“ Stefnt er að opnun 26. desember, annan í jólum, og segir Lóa að bókanir séu strax farnar að berast. „Það hafa verið bókanir frá fyrsta degi. Opnunarvikan er þokkalega þétt skipuð hjá okkur og við búumst við því að troðfullt verði á áramótunum,“ segir Lóa. Við opnun verða 60 herbergi í boði en í febrúar verður húsnæðið fullbyggt og verða herbergin þá 102 talsins. Trúfélagið Krossinn var, sem fyrr segir, rekið í sama húsnæði. Gunnar Þorsteinsson, sem oft var kenndur við félagið, var stjórnarformaður þess til ársins 2010. Þá tók dóttir hans, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, við en húsnæðið var selt í fyrra. First Hotels er skandinavísk hótelkeðja sem rekur alls 90 hótel víða um heim. Hótelið í gamla Krossinum er það fyrsta sem keðjan opnar hér á landi.Hér að neðan má sjá myndir úr framkvæmdunum á Facebook-síðu hótelsins.
Neytendur Tengdar fréttir Opnar 105 herbergja hótel í gamla húsnæði Krossins Hótelið sem skandinavíska hótelkeðjan First Hotels ætlar að opna í Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi, þar sem trúfélagið Krossinn, síðar Smárakirkja, var áður til húsa, verður með 105 herbergjum. Engin gestamóttaka verður á hótelinu heldur munu gestir sjá um að innrita sig sjálfir. 19. janúar 2017 09:37 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Opnar 105 herbergja hótel í gamla húsnæði Krossins Hótelið sem skandinavíska hótelkeðjan First Hotels ætlar að opna í Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi, þar sem trúfélagið Krossinn, síðar Smárakirkja, var áður til húsa, verður með 105 herbergjum. Engin gestamóttaka verður á hótelinu heldur munu gestir sjá um að innrita sig sjálfir. 19. janúar 2017 09:37