Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2017 19:36 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld vinni með Norðurlöndunum og fleiri ríkjum í tengslum við atkvæðagreiðsluna á morgun. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að bréf bandarískra stjórnvalda um að þau muni fylgjast með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun muni ekki hafa nein áhrif á afstöðu Íslands. Hann telur framferði Bandaríkjastjórnar óvenjulegt. Greidd verða atkvæði um tillögu um að ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraela verði dregin til baka á sérstökum aukafundi allsherjarþingsins á morgun. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sendi íslenskum stjórnvöldum bréf í dag þar sem kom fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni fylgjast grannt með því hvaða lönd greiða atkvæði gegn honum í allsherjarþinginu á morgun. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf. „Þetta bréf fastafulltrúans er óvenjulegt. Það hefur ekki áhrif á afstöðu Íslands,“ segir Guðlaugur Þór við Vísi. Íslensk stjórnvöld vinni með stjórnvöld á Norðurlöndunum og fleiri að málinu. Afstaða Íslands muni liggja fyrir þegar greidd verða atkvæði um tillöguna kl. 15 að íslenskum tíma á morgun.Blandi ekki saman atkvæðagreiðslunni og fjárhagsaðstoðTrump hótaði því í dag að draga til baka fjárstuðning við ríki ef þau greiða atkvæði gegn Bandaríkjunum á morgun. Guðlaugur Þór segist ekki vita hvað þar býr nákvæmlega að baki. „Ég tel að það sé óskynsamlegt og að það sé ekki rétt að blanda þessum málum saman,“ segir hann. Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að bréf bandarískra stjórnvalda um að þau muni fylgjast með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun muni ekki hafa nein áhrif á afstöðu Íslands. Hann telur framferði Bandaríkjastjórnar óvenjulegt. Greidd verða atkvæði um tillögu um að ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraela verði dregin til baka á sérstökum aukafundi allsherjarþingsins á morgun. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sendi íslenskum stjórnvöldum bréf í dag þar sem kom fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni fylgjast grannt með því hvaða lönd greiða atkvæði gegn honum í allsherjarþinginu á morgun. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf. „Þetta bréf fastafulltrúans er óvenjulegt. Það hefur ekki áhrif á afstöðu Íslands,“ segir Guðlaugur Þór við Vísi. Íslensk stjórnvöld vinni með stjórnvöld á Norðurlöndunum og fleiri að málinu. Afstaða Íslands muni liggja fyrir þegar greidd verða atkvæði um tillöguna kl. 15 að íslenskum tíma á morgun.Blandi ekki saman atkvæðagreiðslunni og fjárhagsaðstoðTrump hótaði því í dag að draga til baka fjárstuðning við ríki ef þau greiða atkvæði gegn Bandaríkjunum á morgun. Guðlaugur Þór segist ekki vita hvað þar býr nákvæmlega að baki. „Ég tel að það sé óskynsamlegt og að það sé ekki rétt að blanda þessum málum saman,“ segir hann.
Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50
Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30
Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43