Alþingi dragi úrskurði kjararáðs til baka Daníel Freyr Birkisson skrifar 22. desember 2017 10:10 Ásta S. Fjeldsted er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð Íslands hefur skorað á nýtt Alþingi að endurskoða úrskurði kjararáðs og leggja málið í sáttaferli. Úrskurðir ráðsins um launahækkanir undanfarið séu ekki í samræmi við þróun á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í ályktun Viðskiptaráðs sem samþykkt var af framkvæmdastjórn þess þann 21. desember. Í lögum um kjararáð segir að ráðið skuli í úrskurðum sínum taka mið af þróun kjaramála á vinnumarkaði. Í ályktun Viðskiptaráðs segir að nýlegir úrskurðir séu í engu samræmi við þróunina á vinnumarkaði. „Nýlegar ákvarðarnir kjararáðs um launahækkanir biskups Íslands, forstjóra opinberra stofnana sem og launahækkanir þingmanna og ráðherra á síðasta ári eru hins vegar ekki í neinu samræmi við þróun á vinnumarkaði. Úrskurðirnir setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður með ósætti sem ógnar efnahagsstöðuleika landsins.“ Þar segir einnig að til þess að lífskjarabati haldi áfram sé mikilvægt launahækkanir þróist í samræmi við getu hagkerfisins til þess að standa undir þeim.Langt umfram viðmið SALEK-samkomulagsViðskiptaráð tekur það fram að kjararáð hefði átt að taka mið af SALEK-samkomulagi aðila vinnumarkaðarins um að samningsbundnar launabreytingar myndu að hámarki nema 32 prósent hækkun á tímabilinu 2013-2018. Með nýjum úrskurðum hafi hins vegar verið gengið fram hjá samkomulaginu þar sem grunnlaun biskups hafa hækkað um 53 prósent frá 2013 og þingfararkaup um 75 prósent. Á sama tíma hafa laun á almennum markaði hækkað um 22 prósent og laun á opinberum markaði um 28 prósent. Í lok ályktunar Viðskiptaráðs segir að Alþingi þurfi að grípa til ráðstafana. „Ef Alþingi ætlar sér að stuðla að auknu trausti til löggjafans og sátt á vinnumarkaði þá er endurskoðun á ákvörðunum kjararáðs óumflýjanleg. Síðustu úrskurðir falla illa að þeim bættu vinnubrögðum sem aðilar vinnumarkaðarins hafa unnið að á síðustu árum. Atvinnurekendur og stéttarfélög eru á einu máli í þessum efnum og ábyrgð nýs Alþingis því mikil. Viðskiptaráð skorar á þingmenn að grípa tafarlaust til ráðstafana og draga til baka úrskurði kjararáðs.“Hér sést launaþróun almenns og opinbers markaðar borin saman við launaþróun biskups, presta og þingmanna.viðskiptaráðHér sést launaþróunin borin saman við viðmið SALEK-samkomulagsins.viðskiptaráð Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Forseti Landsréttar fær ráðherrakaup Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót. 20. desember 2017 07:00 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12 Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands hefur skorað á nýtt Alþingi að endurskoða úrskurði kjararáðs og leggja málið í sáttaferli. Úrskurðir ráðsins um launahækkanir undanfarið séu ekki í samræmi við þróun á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í ályktun Viðskiptaráðs sem samþykkt var af framkvæmdastjórn þess þann 21. desember. Í lögum um kjararáð segir að ráðið skuli í úrskurðum sínum taka mið af þróun kjaramála á vinnumarkaði. Í ályktun Viðskiptaráðs segir að nýlegir úrskurðir séu í engu samræmi við þróunina á vinnumarkaði. „Nýlegar ákvarðarnir kjararáðs um launahækkanir biskups Íslands, forstjóra opinberra stofnana sem og launahækkanir þingmanna og ráðherra á síðasta ári eru hins vegar ekki í neinu samræmi við þróun á vinnumarkaði. Úrskurðirnir setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður með ósætti sem ógnar efnahagsstöðuleika landsins.“ Þar segir einnig að til þess að lífskjarabati haldi áfram sé mikilvægt launahækkanir þróist í samræmi við getu hagkerfisins til þess að standa undir þeim.Langt umfram viðmið SALEK-samkomulagsViðskiptaráð tekur það fram að kjararáð hefði átt að taka mið af SALEK-samkomulagi aðila vinnumarkaðarins um að samningsbundnar launabreytingar myndu að hámarki nema 32 prósent hækkun á tímabilinu 2013-2018. Með nýjum úrskurðum hafi hins vegar verið gengið fram hjá samkomulaginu þar sem grunnlaun biskups hafa hækkað um 53 prósent frá 2013 og þingfararkaup um 75 prósent. Á sama tíma hafa laun á almennum markaði hækkað um 22 prósent og laun á opinberum markaði um 28 prósent. Í lok ályktunar Viðskiptaráðs segir að Alþingi þurfi að grípa til ráðstafana. „Ef Alþingi ætlar sér að stuðla að auknu trausti til löggjafans og sátt á vinnumarkaði þá er endurskoðun á ákvörðunum kjararáðs óumflýjanleg. Síðustu úrskurðir falla illa að þeim bættu vinnubrögðum sem aðilar vinnumarkaðarins hafa unnið að á síðustu árum. Atvinnurekendur og stéttarfélög eru á einu máli í þessum efnum og ábyrgð nýs Alþingis því mikil. Viðskiptaráð skorar á þingmenn að grípa tafarlaust til ráðstafana og draga til baka úrskurði kjararáðs.“Hér sést launaþróun almenns og opinbers markaðar borin saman við launaþróun biskups, presta og þingmanna.viðskiptaráðHér sést launaþróunin borin saman við viðmið SALEK-samkomulagsins.viðskiptaráð
Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Forseti Landsréttar fær ráðherrakaup Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót. 20. desember 2017 07:00 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12 Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Forseti Landsréttar fær ráðherrakaup Kjararáð ákvarðaði á fundi sínum síðasta sunnudag laun dómara sem taka sæti sem landsréttardómarar næstu áramót. 20. desember 2017 07:00
Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56
VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12
Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45