„Já, það er rétt, ég er búin að kaupa Guðnabakarí á Selfossi og Kökuval á Hellu og tek við rekstri þeirra um áramótin. Bæði eru þessi bakarí flott og verða í svipuðum rekstri áfram en það verður þó smátt og smátt Jóa Fel stíll á þeim“, segir Jóhannes Felixson bakarameistari, betur þekktur sem Jói Fel, aðspurður hvort hann væri búinn að kaupa bakaríin.
Engar uppsagnir verða samhliða kaupunum, starfsmenn á báðum stöðunum munu halda vinnu sinni. Eftir kaupin verður Jói Fel eigandi sjö bakaría með yfir 100 starfsmenn.
