Ferðaþjónustan halar inn 535 milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar aukast um 15,5 prósent milli ára samkvæmt spá heildarsamtaka hennar. Útgjöld erlendra ferðamanna hér á landi nema um 350 milljörðum króna. vísir/anton brink Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áætla að gjaldeyristekjur atvinnugreinarinnar muni nema 535 milljörðum króna á þessu ári eða ríflega 40 prósentum af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Um er að ræða 15,5 prósenta aukningu milli ára og útlit fyrir að útgjöld erlendra ferðamanna muni aukast um 60 milljarða og nema um 350 milljörðum króna. „Þetta er í takt við það sem við höfum gert ráð fyrir og sýnir hvað ferðaþjónustan er orðin mikilvæg þjóðarbúinu. Fyrir eyland eins og Ísland skipta utanríkisviðskipti öllu máli og ánægjulegt að það sé búið núna á nokkrum árum að fjölga eggjunum í körfunni svo um munar,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFSamkvæmt tölum sem SAF hafa tekið saman er um 72 milljarða króna aukningu í gjaldeyristekjum að ræða milli ára. Heildartalan inniheldur útgjöld ferðamanna innanlands og tekjur af fargjöldum til og frá landinu en einnig af öðrum ferðum íslenskra flugfélaga. Helga bendir að auki á að á þriðja fjórðungi þessa árs hafi 54 prósent útflutningstekna komið frá ferðaþjónustunni. „Þessi rúmlega 15 prósenta aukning í gjaldeyristekjum er minni vöxtur en í fjölda ferðamanna milli ára. Út af erfiðum ytri skilyrðum og versnandi samkeppnishæfni, meðal annars vegna sterks gengis krónunnar, mikilla launahækkana og fjárfestingar greinarinnar sem nam tæpum 200 milljörðum árin 2015 til 2016, þá höfum við séð breytingu á neyslumynstri ferðamannsins. Bæði að hann dvelur skemur og er ekki að nýta sér þjónustu í jafn miklum mæli og áður. Fyrirtækin finna fyrir þessu og það er ekki línulegt samband milli fjölgunar ferðamanna og afkomu í greininni,“ segir Helga. „Hröðum vexti eins og við erum búin að upplifa síðustu misseri fylgja auðvitað áskoranir en á sama tíma mikil tækifæri. Það er undir okkur öllum komið, stjórnvöldum, greininni sjálfri og landsmönnum að vel takist til.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áætla að gjaldeyristekjur atvinnugreinarinnar muni nema 535 milljörðum króna á þessu ári eða ríflega 40 prósentum af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Um er að ræða 15,5 prósenta aukningu milli ára og útlit fyrir að útgjöld erlendra ferðamanna muni aukast um 60 milljarða og nema um 350 milljörðum króna. „Þetta er í takt við það sem við höfum gert ráð fyrir og sýnir hvað ferðaþjónustan er orðin mikilvæg þjóðarbúinu. Fyrir eyland eins og Ísland skipta utanríkisviðskipti öllu máli og ánægjulegt að það sé búið núna á nokkrum árum að fjölga eggjunum í körfunni svo um munar,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFSamkvæmt tölum sem SAF hafa tekið saman er um 72 milljarða króna aukningu í gjaldeyristekjum að ræða milli ára. Heildartalan inniheldur útgjöld ferðamanna innanlands og tekjur af fargjöldum til og frá landinu en einnig af öðrum ferðum íslenskra flugfélaga. Helga bendir að auki á að á þriðja fjórðungi þessa árs hafi 54 prósent útflutningstekna komið frá ferðaþjónustunni. „Þessi rúmlega 15 prósenta aukning í gjaldeyristekjum er minni vöxtur en í fjölda ferðamanna milli ára. Út af erfiðum ytri skilyrðum og versnandi samkeppnishæfni, meðal annars vegna sterks gengis krónunnar, mikilla launahækkana og fjárfestingar greinarinnar sem nam tæpum 200 milljörðum árin 2015 til 2016, þá höfum við séð breytingu á neyslumynstri ferðamannsins. Bæði að hann dvelur skemur og er ekki að nýta sér þjónustu í jafn miklum mæli og áður. Fyrirtækin finna fyrir þessu og það er ekki línulegt samband milli fjölgunar ferðamanna og afkomu í greininni,“ segir Helga. „Hröðum vexti eins og við erum búin að upplifa síðustu misseri fylgja auðvitað áskoranir en á sama tíma mikil tækifæri. Það er undir okkur öllum komið, stjórnvöldum, greininni sjálfri og landsmönnum að vel takist til.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira