Kyrrsetja eignir háttsettra eldflaugasérfræðinga Norður-Kóreu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. desember 2017 23:30 Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/afp Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað öll viðskipti með eignir tveggja háttsettra embættismanna Norður-Kóreu. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að mennirnir, Kim Jong-sik og Ri Pyong-chol, hafi gegnt lykilhlutverki í þróun kjarnavopna Norður-Kóreu. Vísað er í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þar segir að bann verði lagt á öll viðskipti mannanna tveggja í Bandaríkjunum og allar eignir, sem þeir kynnu að eiga þar í landi, kyrrsettar. Með refsiaðgerðunum vilja bandarísk stjórnvöld uppfylla markmið sitt um „kjarnorkulausan Kóreuskaga,“ að því er haft er eftir Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningunni sem send var út í dag. Þá er Kim Jong-sik sagður lykilmaður í eldflaugaþróun Norður Kóreu, einkum þeirri þróun er lýtur að eldsneyti flauganna, og Ri Pyong-chol er talinn gegna lykilhlutverki í þróun langdrægra eldflauga.Eldflaugasérfræðingur og fyrrverandi hershöfðingi Refsiaðgerðirnar eru enn fremur sagðar framhald af ályktun Bandaríkjamanna sem samþykkt var samhljóða í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðið föstudagskvöld. Í henni er kveðið á um aðgerðir til að draga úr olíubirgðum Norður-Kóreu um allt að 90 prósent og þá var öllum Norður-Kóreumönnum sem vinna erlendis gert að snúa til síns heima innan 24 mánaða. Tilefni téðra refsiaðgerða eru ítrekaðar eldflauga- og kjarnorkutilraunir stjórnvalda í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu. Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagði hertar þvinganir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti gegn þjóðinni vera stríðsyfirlýsingu.Í úttekt Reuters-fréttaveitunnar, sem gerð var í maí síðastliðnum, segir enn fremur að annar embættismannanna, Ri Pyong-chol , sé fyrrverandi hershöfðingi og menntaður í Rússlandi. Kim Jong-sik er sagður gamalreyndur eldflaugasérfræðingur. Báðir hafa þeir ítrekað verið myndaðir við hlið Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar eldflaugum er skotið á loft. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir hertar þvinganir vera stríðsyfirlýsingu Á vef Reuters er greint frá yfirlýsingu ráðuneytisins en þar er því haldið fram að þeim sem studdu þessar hertar þvinganir verði refsað. 24. desember 2017 10:22 Rússar bjóðast til að miðla málum í deilu Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Rússar segjast vilja koma á sáttum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ef bæði ríkin eru reiðubúin til þess. 26. desember 2017 20:03 Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu Tillaga Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir var samþykkt samhljóða. 22. desember 2017 18:38 Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað öll viðskipti með eignir tveggja háttsettra embættismanna Norður-Kóreu. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að mennirnir, Kim Jong-sik og Ri Pyong-chol, hafi gegnt lykilhlutverki í þróun kjarnavopna Norður-Kóreu. Vísað er í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þar segir að bann verði lagt á öll viðskipti mannanna tveggja í Bandaríkjunum og allar eignir, sem þeir kynnu að eiga þar í landi, kyrrsettar. Með refsiaðgerðunum vilja bandarísk stjórnvöld uppfylla markmið sitt um „kjarnorkulausan Kóreuskaga,“ að því er haft er eftir Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningunni sem send var út í dag. Þá er Kim Jong-sik sagður lykilmaður í eldflaugaþróun Norður Kóreu, einkum þeirri þróun er lýtur að eldsneyti flauganna, og Ri Pyong-chol er talinn gegna lykilhlutverki í þróun langdrægra eldflauga.Eldflaugasérfræðingur og fyrrverandi hershöfðingi Refsiaðgerðirnar eru enn fremur sagðar framhald af ályktun Bandaríkjamanna sem samþykkt var samhljóða í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðið föstudagskvöld. Í henni er kveðið á um aðgerðir til að draga úr olíubirgðum Norður-Kóreu um allt að 90 prósent og þá var öllum Norður-Kóreumönnum sem vinna erlendis gert að snúa til síns heima innan 24 mánaða. Tilefni téðra refsiaðgerða eru ítrekaðar eldflauga- og kjarnorkutilraunir stjórnvalda í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu. Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagði hertar þvinganir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti gegn þjóðinni vera stríðsyfirlýsingu.Í úttekt Reuters-fréttaveitunnar, sem gerð var í maí síðastliðnum, segir enn fremur að annar embættismannanna, Ri Pyong-chol , sé fyrrverandi hershöfðingi og menntaður í Rússlandi. Kim Jong-sik er sagður gamalreyndur eldflaugasérfræðingur. Báðir hafa þeir ítrekað verið myndaðir við hlið Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar eldflaugum er skotið á loft.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir hertar þvinganir vera stríðsyfirlýsingu Á vef Reuters er greint frá yfirlýsingu ráðuneytisins en þar er því haldið fram að þeim sem studdu þessar hertar þvinganir verði refsað. 24. desember 2017 10:22 Rússar bjóðast til að miðla málum í deilu Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Rússar segjast vilja koma á sáttum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ef bæði ríkin eru reiðubúin til þess. 26. desember 2017 20:03 Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu Tillaga Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir var samþykkt samhljóða. 22. desember 2017 18:38 Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Norður-Kórea segir hertar þvinganir vera stríðsyfirlýsingu Á vef Reuters er greint frá yfirlýsingu ráðuneytisins en þar er því haldið fram að þeim sem studdu þessar hertar þvinganir verði refsað. 24. desember 2017 10:22
Rússar bjóðast til að miðla málum í deilu Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Rússar segjast vilja koma á sáttum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ef bæði ríkin eru reiðubúin til þess. 26. desember 2017 20:03
Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu Tillaga Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir var samþykkt samhljóða. 22. desember 2017 18:38
Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. 23. desember 2017 07:00