Verst ef karlar fara í vörn eða fórnarlambshlutverk Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 12. desember 2017 21:08 Rúmlega þrjú þúsund íslenskar konur hafa á síðustu dögum stigið fram og krafist þess að kynbundin mismunun og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum verði upprætt. Fleiri konur hafa leitað sér hjálpar hjá Stígamótum síðan átakið hófst. Konur úr læknastétt, réttarvörslukerfinu, fjölmiðlakonur, alþingiskonur, flugliðar og úr fleiri stéttum hafa nú stigið fram og krafist þess að kynferðislegt áreiti og mismunun á vinnustöðum þeirra verði upprætt undir merkjum metoo. Saman eru þetta rúmlega þrjú þúsund konur. Framkvæmdastýra Stígamóta segir að umræðan hafi leitt til þess að fleiri konur hafa leitað hjálpar hjá Stígamótum og eins hafa nokkrir vinnustaðir sóst eftir fræðslu. „Vinnustaðir og samfélög fólks hafa haft samband og óskað eftir að við kæmum og ræddum við þau. Þetta eru auðvitað óþægilegar afhjúpanir en í svona óþægindum eru alltaf tækifæri og ég helda að við ættum að skoða þau. Ég held að sem flestir ættu einmitt að gera það og halda starfsmannafundi, nemendafundi eða hvað það ætti að vera og setjast niður og spyrja hvað eigum við að gera,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Stígamót hafa þegar farið á nokkra vinnustaði þar sem atvik hafa komið upp en vegna anna hefur þurft að skipuleggja fleiri heimsóknir eftir áramót. „Á einum stað var sagt: „hér eru karlarnir í áfalli vegna þess að þeim finnst þeir allir liggja undir grun.“ Sumir kvarta undan því að geta ekki klappað einhverjum eða tekið utan um einhvern. Ég held að við þurfum að vera meðvituð um það að við vitum öll hvenær snerting er viðeigandi og hvenær ekki.“ Hún telur boltann liggja hjá körlunum. „Þetta er auðvitað karlavandamál og nú eiga karlar að láta til sín taka á ótal vegu. Það versta væri ef þeir fara í einhvers konar vörn eða fórnarlambshlutverk. Ég vona bara að við berum gæfu til þess öll að standa saman um að skapa nú samfélag virðingar og kærleika.“ MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Halldóra Geirharðs: „Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning“ Telur að eitthvað náttúruafl sé í gangi þessa dagana og að #MeToo muni hafa breytingar í för með sér. 11. desember 2017 11:30 Félag atvinnurekenda: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin Í ályktuninni segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðið. Stjórn félagsins sé boðin og búin að grípa inn í, komi slík mál upp í fyrirtækjum félagsmanna þess. 12. desember 2017 12:13 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Rúmlega þrjú þúsund íslenskar konur hafa á síðustu dögum stigið fram og krafist þess að kynbundin mismunun og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum verði upprætt. Fleiri konur hafa leitað sér hjálpar hjá Stígamótum síðan átakið hófst. Konur úr læknastétt, réttarvörslukerfinu, fjölmiðlakonur, alþingiskonur, flugliðar og úr fleiri stéttum hafa nú stigið fram og krafist þess að kynferðislegt áreiti og mismunun á vinnustöðum þeirra verði upprætt undir merkjum metoo. Saman eru þetta rúmlega þrjú þúsund konur. Framkvæmdastýra Stígamóta segir að umræðan hafi leitt til þess að fleiri konur hafa leitað hjálpar hjá Stígamótum og eins hafa nokkrir vinnustaðir sóst eftir fræðslu. „Vinnustaðir og samfélög fólks hafa haft samband og óskað eftir að við kæmum og ræddum við þau. Þetta eru auðvitað óþægilegar afhjúpanir en í svona óþægindum eru alltaf tækifæri og ég helda að við ættum að skoða þau. Ég held að sem flestir ættu einmitt að gera það og halda starfsmannafundi, nemendafundi eða hvað það ætti að vera og setjast niður og spyrja hvað eigum við að gera,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Stígamót hafa þegar farið á nokkra vinnustaði þar sem atvik hafa komið upp en vegna anna hefur þurft að skipuleggja fleiri heimsóknir eftir áramót. „Á einum stað var sagt: „hér eru karlarnir í áfalli vegna þess að þeim finnst þeir allir liggja undir grun.“ Sumir kvarta undan því að geta ekki klappað einhverjum eða tekið utan um einhvern. Ég held að við þurfum að vera meðvituð um það að við vitum öll hvenær snerting er viðeigandi og hvenær ekki.“ Hún telur boltann liggja hjá körlunum. „Þetta er auðvitað karlavandamál og nú eiga karlar að láta til sín taka á ótal vegu. Það versta væri ef þeir fara í einhvers konar vörn eða fórnarlambshlutverk. Ég vona bara að við berum gæfu til þess öll að standa saman um að skapa nú samfélag virðingar og kærleika.“
MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Halldóra Geirharðs: „Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning“ Telur að eitthvað náttúruafl sé í gangi þessa dagana og að #MeToo muni hafa breytingar í för með sér. 11. desember 2017 11:30 Félag atvinnurekenda: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin Í ályktuninni segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðið. Stjórn félagsins sé boðin og búin að grípa inn í, komi slík mál upp í fyrirtækjum félagsmanna þess. 12. desember 2017 12:13 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18
Halldóra Geirharðs: „Fyrsta afleiðingin af því að verða fyrir broti er skömmustutilfinning“ Telur að eitthvað náttúruafl sé í gangi þessa dagana og að #MeToo muni hafa breytingar í för með sér. 11. desember 2017 11:30
Félag atvinnurekenda: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin Í ályktuninni segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum verði ekki liðið. Stjórn félagsins sé boðin og búin að grípa inn í, komi slík mál upp í fyrirtækjum félagsmanna þess. 12. desember 2017 12:13
Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15
Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58