Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2017 11:08 Áverkavottorð þýska réttarmeinafræðingsins Sebastian Kunz er lykilgagn í málinu. Kunz er hér í dómsal í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen en hann bar vitni í málinu þar sem hann lagði mat á áverka Birnu Brjánsdóttur. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær en úrskurður héraðsdóms lá fyrir í lok síðustu viku. Maðurinn er 22 ára gamall og grunaður um að tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustuna sína aðfaranótt sunnudagsins 3. desember í húsi í Holtunum í Reykjavík. Er maðurinn sakaður um að hafa tekið konuna, sem er 27 ára gömul, hengingartaki þar til hún missti meðvitund. Áverkavottorð þýska réttarmeinafræðingsins Sebastian Kunz er lykilgagn í málinu en hann var fenginn til að meta áverka konunnar auk þess sem áverkavottorð frá Landspítalanum liggur fyrir. Þá segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, að ýmislegt annað bendi til þess að maðurinn hafi beitt konuna því ofbeldi sem hann er grunaður um. Sætir maðurinn nú gæsluvarðhaldi í annað sinn en nokkrum dögum áður en héraðsdómur úrskurðaði hann í varðhald í lok síðustu viku hafði Hæstiréttur hafnað kröfu lögreglunnar um að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað manninn í tæplega tveggja vikna varðhald. Hann var því látinn laus en yfirheyrður á fimmtudaginn í liðinni viku og handtekinn að lokinni skýrslutöku. Tók dómari sér sólarhrings frest til að kveða upp úrskurð sinn og féllst svo á kröfu lögreglunnar sem Hæstiréttur hefur nú staðfest. Guðmundur Páll segir að rannsókn málsins sé vel á veg komin og að hún sé á lokastigi. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir en játning liggur ekki fyrir í málinu. Guðmundur Páll kveðst eiga von á því að málið verði sent til héraðssaksóknara í síðasta lagi eftir helgi. Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01 Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Erlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær en úrskurður héraðsdóms lá fyrir í lok síðustu viku. Maðurinn er 22 ára gamall og grunaður um að tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustuna sína aðfaranótt sunnudagsins 3. desember í húsi í Holtunum í Reykjavík. Er maðurinn sakaður um að hafa tekið konuna, sem er 27 ára gömul, hengingartaki þar til hún missti meðvitund. Áverkavottorð þýska réttarmeinafræðingsins Sebastian Kunz er lykilgagn í málinu en hann var fenginn til að meta áverka konunnar auk þess sem áverkavottorð frá Landspítalanum liggur fyrir. Þá segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, að ýmislegt annað bendi til þess að maðurinn hafi beitt konuna því ofbeldi sem hann er grunaður um. Sætir maðurinn nú gæsluvarðhaldi í annað sinn en nokkrum dögum áður en héraðsdómur úrskurðaði hann í varðhald í lok síðustu viku hafði Hæstiréttur hafnað kröfu lögreglunnar um að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað manninn í tæplega tveggja vikna varðhald. Hann var því látinn laus en yfirheyrður á fimmtudaginn í liðinni viku og handtekinn að lokinni skýrslutöku. Tók dómari sér sólarhrings frest til að kveða upp úrskurð sinn og féllst svo á kröfu lögreglunnar sem Hæstiréttur hefur nú staðfest. Guðmundur Páll segir að rannsókn málsins sé vel á veg komin og að hún sé á lokastigi. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir en játning liggur ekki fyrir í málinu. Guðmundur Páll kveðst eiga von á því að málið verði sent til héraðssaksóknara í síðasta lagi eftir helgi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01 Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Erlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20
Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01
Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00