Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2017 11:08 Áverkavottorð þýska réttarmeinafræðingsins Sebastian Kunz er lykilgagn í málinu. Kunz er hér í dómsal í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen en hann bar vitni í málinu þar sem hann lagði mat á áverka Birnu Brjánsdóttur. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær en úrskurður héraðsdóms lá fyrir í lok síðustu viku. Maðurinn er 22 ára gamall og grunaður um að tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustuna sína aðfaranótt sunnudagsins 3. desember í húsi í Holtunum í Reykjavík. Er maðurinn sakaður um að hafa tekið konuna, sem er 27 ára gömul, hengingartaki þar til hún missti meðvitund. Áverkavottorð þýska réttarmeinafræðingsins Sebastian Kunz er lykilgagn í málinu en hann var fenginn til að meta áverka konunnar auk þess sem áverkavottorð frá Landspítalanum liggur fyrir. Þá segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, að ýmislegt annað bendi til þess að maðurinn hafi beitt konuna því ofbeldi sem hann er grunaður um. Sætir maðurinn nú gæsluvarðhaldi í annað sinn en nokkrum dögum áður en héraðsdómur úrskurðaði hann í varðhald í lok síðustu viku hafði Hæstiréttur hafnað kröfu lögreglunnar um að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað manninn í tæplega tveggja vikna varðhald. Hann var því látinn laus en yfirheyrður á fimmtudaginn í liðinni viku og handtekinn að lokinni skýrslutöku. Tók dómari sér sólarhrings frest til að kveða upp úrskurð sinn og féllst svo á kröfu lögreglunnar sem Hæstiréttur hefur nú staðfest. Guðmundur Páll segir að rannsókn málsins sé vel á veg komin og að hún sé á lokastigi. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir en játning liggur ekki fyrir í málinu. Guðmundur Páll kveðst eiga von á því að málið verði sent til héraðssaksóknara í síðasta lagi eftir helgi. Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01 Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær en úrskurður héraðsdóms lá fyrir í lok síðustu viku. Maðurinn er 22 ára gamall og grunaður um að tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustuna sína aðfaranótt sunnudagsins 3. desember í húsi í Holtunum í Reykjavík. Er maðurinn sakaður um að hafa tekið konuna, sem er 27 ára gömul, hengingartaki þar til hún missti meðvitund. Áverkavottorð þýska réttarmeinafræðingsins Sebastian Kunz er lykilgagn í málinu en hann var fenginn til að meta áverka konunnar auk þess sem áverkavottorð frá Landspítalanum liggur fyrir. Þá segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi, að ýmislegt annað bendi til þess að maðurinn hafi beitt konuna því ofbeldi sem hann er grunaður um. Sætir maðurinn nú gæsluvarðhaldi í annað sinn en nokkrum dögum áður en héraðsdómur úrskurðaði hann í varðhald í lok síðustu viku hafði Hæstiréttur hafnað kröfu lögreglunnar um að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað manninn í tæplega tveggja vikna varðhald. Hann var því látinn laus en yfirheyrður á fimmtudaginn í liðinni viku og handtekinn að lokinni skýrslutöku. Tók dómari sér sólarhrings frest til að kveða upp úrskurð sinn og féllst svo á kröfu lögreglunnar sem Hæstiréttur hefur nú staðfest. Guðmundur Páll segir að rannsókn málsins sé vel á veg komin og að hún sé á lokastigi. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir en játning liggur ekki fyrir í málinu. Guðmundur Páll kveðst eiga von á því að málið verði sent til héraðssaksóknara í síðasta lagi eftir helgi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01 Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20
Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01
Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent