Innlent

Líkfundur í Fossvogsdal

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Vitni komu að látnum karlmanni rétt fyrir klukkan fjögur í gær.
Vitni komu að látnum karlmanni rétt fyrir klukkan fjögur í gær. Vísir/Eyþór
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um líkfund í Fossvogsdalnum í Reykjavík.

Vitni komu að látnum karlmanni rétt fyrir klukkan fjögur í gær en líkið fannst í skurði við læk nálægt vinnusvæði í dalnum. Síðan í gær hefur lögregla reynt að bera kennsl á hinn látna en talið er að um ræði íslenskan karlmann á fertugsaldri.

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við fréttastofu að ekkert bendi til þess að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Verið sé að rannsaka hvað gerðist og meðal annars hvort um slys hafi verið að ræða. Ekki er talið að langt hafi liðið frá andláti mannsins þar til hann fannst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×