Efast um skilaboðin með minni lækkun kolefnisgjalds Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2017 14:45 Kolefnisgjald er lagt á jarðefnaeldsneyti eins og bensín og dísilolíu. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Vísir/Pjetur Ríkisstjórnin stefnir á að hækka kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti um helming til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárlagafrumvarpinu sem var kynnt í morgun. Það er helmingi minni hækkun en fyrri ríkisstjórn lagði til. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands spyr hvaað skilaboð verið sé að senda með því. Í fjárlagafrumvarpinu sem Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra ríkisstjórnar Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, lagði fram í september var lagt til að kolefnisgjald yrði tvöfaldað. Hagfræðingar hafa talið kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti eina skilvirkustu aðgerðina til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Yfirlýst markmið nýrrar ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að Íslands verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti meðal annars þá stefnu á loftslagsfundi í París í vikunni.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Engu að síður stefnir núverandi ríkisstjórn á að hækka kolefnisgjaldið minna en fyrri ríkisstjórn. „Hvaða skilaboð eru það hækka kolefnisgjald um einungis um 50% þegar fyrrverandi ráðherra lagði til 100%?“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, við Vísi um fjárlagafrumvarpið.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Segir engin gögn um að landsbyggðarfólk keyri meiraSjálfur telur Árni það fyrir neðan allan hellur. Jafnframt dregur hann í efa varnagla sem bæði framsóknarmenn og vinstri græn hafa slegið við því að hækka gjöld á eldsneyti en þeir telja að það komi sérstaklega illa niður á landsbyggðarfólki sem þurfi að aka meira en fólk í þéttbýli. „Ég kannaði málið um daginn hjá Hagstofunni og Umhverfisstofnun og komst að því að engin gögn eru til sem sýna fram á að fólk á landsbyggðinni eyði meira fé í bensín eða olíu en annað fólk,“ segir Árni. Í fjárlagafrumvarpinu nú kemur þó fram að kolefnisgjaldið eigi að hækka á næstu árum „í takt við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“. Þá sé starfshópur að störfum sem mun setja fram tillögur um framtíðarstefnu stjórnvalda um skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Þær eiga meðal annars að taka mið af því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda. Alþingi Fjárlög Loftslagsmál Tengdar fréttir Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30 Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Ríkisstjórnin stefnir á að hækka kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti um helming til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárlagafrumvarpinu sem var kynnt í morgun. Það er helmingi minni hækkun en fyrri ríkisstjórn lagði til. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands spyr hvaað skilaboð verið sé að senda með því. Í fjárlagafrumvarpinu sem Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra ríkisstjórnar Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, lagði fram í september var lagt til að kolefnisgjald yrði tvöfaldað. Hagfræðingar hafa talið kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti eina skilvirkustu aðgerðina til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Yfirlýst markmið nýrrar ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að Íslands verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti meðal annars þá stefnu á loftslagsfundi í París í vikunni.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Engu að síður stefnir núverandi ríkisstjórn á að hækka kolefnisgjaldið minna en fyrri ríkisstjórn. „Hvaða skilaboð eru það hækka kolefnisgjald um einungis um 50% þegar fyrrverandi ráðherra lagði til 100%?“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, við Vísi um fjárlagafrumvarpið.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Segir engin gögn um að landsbyggðarfólk keyri meiraSjálfur telur Árni það fyrir neðan allan hellur. Jafnframt dregur hann í efa varnagla sem bæði framsóknarmenn og vinstri græn hafa slegið við því að hækka gjöld á eldsneyti en þeir telja að það komi sérstaklega illa niður á landsbyggðarfólki sem þurfi að aka meira en fólk í þéttbýli. „Ég kannaði málið um daginn hjá Hagstofunni og Umhverfisstofnun og komst að því að engin gögn eru til sem sýna fram á að fólk á landsbyggðinni eyði meira fé í bensín eða olíu en annað fólk,“ segir Árni. Í fjárlagafrumvarpinu nú kemur þó fram að kolefnisgjaldið eigi að hækka á næstu árum „í takt við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“. Þá sé starfshópur að störfum sem mun setja fram tillögur um framtíðarstefnu stjórnvalda um skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Þær eiga meðal annars að taka mið af því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Alþingi Fjárlög Loftslagsmál Tengdar fréttir Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30 Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30
Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45
Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45