Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2017 11:49 Stjórnvöld ætla að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að hækka gjald á kolefni sem er lagt á bensín og olíu. Ríkisstjórnin ætlar að tvöfalda kolefnisgjald sem er lagt á jarðefnaeldsneyti og jarðgas í byrjun næsta árs til að draga úr losun koltvísýrings sem veldur loftslagsbreytingum. Ívilanir í þágu rafbíla verða framlengdar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019 til 2022 sem var kynnt samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að núverandi kolefnisgjald þyki almennt lágt í samanburði við sambærilega gjaldtöku á Norðurlöndunum. Kolefnisgjald er nú 6,30 krónur á lítra af gas- og díselolíu og 5,50 krónur á bensínlítrann. Með breytingunni verður kolefnisgjaldið því 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensín. Meginmarkmið aðgerðarinnar er sagt það að hvetja bæði heimili og fyrirtæki til þess að draga úr losun með því að skipta yfir í hreinni orku. Aðgerðin beinist með skýrum hætti gegn losun koltvísýrings í andrúmsloft og samræmist stefnu og skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Hækkunin á að skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna árlega til skamms tíma. Í áætluninni kemur fram að að viðbúið sé að eitthvað dragi úr tekjunum þegar líður á tímabilið vegna fjölgunar sparneytnari bifreiða og bifreiða sem nota aðra orkugjafa. Vænta megi frekari aðgerða á sviði grænna skatta á tímabili fjármálaáætlunarinnar en starfshópur um endurskoðun skattlagningar á eldsneyti og ökutæki eigi að ljúka störfum í vor.Skipta um áherslur gagnvart olíu og bensíniBenedikt Jóhanesson, fjármálaráðherra, lýsti því þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið að ríkisstjórnin ætlaði að jafna gjaldtöku á bensíni annars vegar og olíu hins vegar. Gjald á díselolíu hefur verið lægra en á bensín vegna þess að minni losun gróðurhúsalofttegunda hlýst af bruna hennar. Vísaði Benedikt til sjónarmiða um aukna loftmengun af völdum díselolíu sem rökstuðning fyrir að hækka olíugjald umfram vörugjöld á bensíni á næsta ári.Rafbílar hafa verið undanþegnir vörugjöldum og virðisaukaskatti en aðeins til eins árs í senn. Nú verður breyting þar á.Vísir/PjeturDregur úr óvissu rafbílasalaÞá kemur fram að ívilnanir til kaupa á vistvænum bílum verði framlengdar í þrjú ár. Ríkið hefur fellt niður vörugjöld og virðisaukaskatt á rafbílum undanfarin ár en þær ívilnanir hafa aðeins verið samþykktar til eins árs í senn. Það hefur þótt skapa verulega óvissu fyrir bílaumboð sem selja rafbíla. Dæmi hafa verið um að bílasölur hafi aðeins fengið að vita með örfárra vikna fyrirvara hvort að ívilnanirnar, sem hafa veruleg áhrif á verð rafbíla, yrðu endurnýjaðar fyrir næsta árið. Niðurfelling virðisaukaskattsins á að kosta ríkissjóð tvo milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Fjárlagafrumvarp 2018 Loftslagsmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að tvöfalda kolefnisgjald sem er lagt á jarðefnaeldsneyti og jarðgas í byrjun næsta árs til að draga úr losun koltvísýrings sem veldur loftslagsbreytingum. Ívilanir í þágu rafbíla verða framlengdar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019 til 2022 sem var kynnt samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að núverandi kolefnisgjald þyki almennt lágt í samanburði við sambærilega gjaldtöku á Norðurlöndunum. Kolefnisgjald er nú 6,30 krónur á lítra af gas- og díselolíu og 5,50 krónur á bensínlítrann. Með breytingunni verður kolefnisgjaldið því 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensín. Meginmarkmið aðgerðarinnar er sagt það að hvetja bæði heimili og fyrirtæki til þess að draga úr losun með því að skipta yfir í hreinni orku. Aðgerðin beinist með skýrum hætti gegn losun koltvísýrings í andrúmsloft og samræmist stefnu og skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Hækkunin á að skila ríkissjóði fjórum milljörðum króna árlega til skamms tíma. Í áætluninni kemur fram að að viðbúið sé að eitthvað dragi úr tekjunum þegar líður á tímabilið vegna fjölgunar sparneytnari bifreiða og bifreiða sem nota aðra orkugjafa. Vænta megi frekari aðgerða á sviði grænna skatta á tímabili fjármálaáætlunarinnar en starfshópur um endurskoðun skattlagningar á eldsneyti og ökutæki eigi að ljúka störfum í vor.Skipta um áherslur gagnvart olíu og bensíniBenedikt Jóhanesson, fjármálaráðherra, lýsti því þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið að ríkisstjórnin ætlaði að jafna gjaldtöku á bensíni annars vegar og olíu hins vegar. Gjald á díselolíu hefur verið lægra en á bensín vegna þess að minni losun gróðurhúsalofttegunda hlýst af bruna hennar. Vísaði Benedikt til sjónarmiða um aukna loftmengun af völdum díselolíu sem rökstuðning fyrir að hækka olíugjald umfram vörugjöld á bensíni á næsta ári.Rafbílar hafa verið undanþegnir vörugjöldum og virðisaukaskatti en aðeins til eins árs í senn. Nú verður breyting þar á.Vísir/PjeturDregur úr óvissu rafbílasalaÞá kemur fram að ívilnanir til kaupa á vistvænum bílum verði framlengdar í þrjú ár. Ríkið hefur fellt niður vörugjöld og virðisaukaskatt á rafbílum undanfarin ár en þær ívilnanir hafa aðeins verið samþykktar til eins árs í senn. Það hefur þótt skapa verulega óvissu fyrir bílaumboð sem selja rafbíla. Dæmi hafa verið um að bílasölur hafi aðeins fengið að vita með örfárra vikna fyrirvara hvort að ívilnanirnar, sem hafa veruleg áhrif á verð rafbíla, yrðu endurnýjaðar fyrir næsta árið. Niðurfelling virðisaukaskattsins á að kosta ríkissjóð tvo milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Fjárlagafrumvarp 2018 Loftslagsmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira