Tengja mikla fjölgun við Fósturbörn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 09:00 Skjáskot úr þáttunum Fósturbörn. Sindri Sindrason fór til Svíþjóðar og hitti þar Lilju, íslenska móður sem á sex börn en býr ekki með neinu þeirra í dag. Tólf einstaklingar lögðu inn beiðni hjá Borgarskjalasafni Reykjavíkur um aðgang að skjölum er varða þeirra eigin barnaverndarmál í október og nóvember. Það er mikil fjölgun sé miðað við fyrstu níu mánuði ársins en þá bárust alls 23 beiðnir um aðgang að gögnum um barnaverndarmál. Borgarskjalasafn tengir þessa fjölgun beiðna við sjónvarpsþættina Fósturbörn sem sýndir voru á Stöð 2 í haust en barnaverndarmál voru þar til umfjöllunar. „Maður sér það í raun alltaf þegar það kemur svona fjölmiðlaumfjöllun um barnaverndarmál að þá fara að berast fleiri beiðnir,“ segir Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, og rifjar upp að beiðnum hafi til að mynda fjölgað þegar mikið var fjallað um vistheimili barna á Breiðavík árið 2007. Borgarskjalasafn varðveitir skjöl frá öllum borgarstofnunum, þar á meðal trúnaðarskjöl frá barnavernd Reykjavíkur, grunnskólum, leikskólum og þjónustumiðstöðvum. Ná skjöl barnaverndar allt aftur til ársins 1932 þegar fyrstu lögin um barnavernd voru sett hér á landi. Aðeins þeir einstaklingar sem málin snúa að hafa rétt á aðgangi að gögnum og þarf til að mynda að framvísa persónuskilríkjum þegar gögn eru sótt. Aðrir hafa ekki rétt á að sjá eða að fá aðgang að gögnum. Afrit er tekið af frumgögnuum sem Borgarskjalasafn geymir og fær viðkomandi afrit gagnanna. Ekkert er rukkað fyrir þjónustuna. Svanhildur segir að þetta séu oft tímafrek mál að vinna. „Þetta eru misjafnlega umfangsmikil mál en það þarf að lesa vandlega yfir þetta, til dæmis hylja upplýsingar um systkini og ótengda aðila ,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er fólk oft komið á miðjan aldur þegar það fer að biðja um aðgang að gögnum um eigin barnaverndarmál. Í haust hefur þó fólk á öllum aldri lagt fram beiðnir og yngra fólk en áður. Fósturbörn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Tólf einstaklingar lögðu inn beiðni hjá Borgarskjalasafni Reykjavíkur um aðgang að skjölum er varða þeirra eigin barnaverndarmál í október og nóvember. Það er mikil fjölgun sé miðað við fyrstu níu mánuði ársins en þá bárust alls 23 beiðnir um aðgang að gögnum um barnaverndarmál. Borgarskjalasafn tengir þessa fjölgun beiðna við sjónvarpsþættina Fósturbörn sem sýndir voru á Stöð 2 í haust en barnaverndarmál voru þar til umfjöllunar. „Maður sér það í raun alltaf þegar það kemur svona fjölmiðlaumfjöllun um barnaverndarmál að þá fara að berast fleiri beiðnir,“ segir Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, og rifjar upp að beiðnum hafi til að mynda fjölgað þegar mikið var fjallað um vistheimili barna á Breiðavík árið 2007. Borgarskjalasafn varðveitir skjöl frá öllum borgarstofnunum, þar á meðal trúnaðarskjöl frá barnavernd Reykjavíkur, grunnskólum, leikskólum og þjónustumiðstöðvum. Ná skjöl barnaverndar allt aftur til ársins 1932 þegar fyrstu lögin um barnavernd voru sett hér á landi. Aðeins þeir einstaklingar sem málin snúa að hafa rétt á aðgangi að gögnum og þarf til að mynda að framvísa persónuskilríkjum þegar gögn eru sótt. Aðrir hafa ekki rétt á að sjá eða að fá aðgang að gögnum. Afrit er tekið af frumgögnuum sem Borgarskjalasafn geymir og fær viðkomandi afrit gagnanna. Ekkert er rukkað fyrir þjónustuna. Svanhildur segir að þetta séu oft tímafrek mál að vinna. „Þetta eru misjafnlega umfangsmikil mál en það þarf að lesa vandlega yfir þetta, til dæmis hylja upplýsingar um systkini og ótengda aðila ,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er fólk oft komið á miðjan aldur þegar það fer að biðja um aðgang að gögnum um eigin barnaverndarmál. Í haust hefur þó fólk á öllum aldri lagt fram beiðnir og yngra fólk en áður.
Fósturbörn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira