Lögreglustjóri gætti ekki nægilega góðra stjórnunarhátta Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2017 15:21 Sigríður Björk vísaði meðal annars til kvartana og óróa innan fíkniefnadeildarinnar þegar hún ákvað að Aldís skyldi einbeita sér algerlega að innleiðingu á skipulagsbreytingum hjá lögregluembættinu. Vísir/Ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hafði heimild til að færa Aldísi Hilmarsdóttur, yfirmann fíkniefnadeildar, tímabundið til í starfi. Þetta er mat Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði ríkið af bótakröfum Aldísar. Dómarinn rakti hins vegar misbresti í samskiptum þeirra meðal annars til þess að lögreglustjóri hefði ekki gætt nægilega góðra stjórnunarhátta. Aldís stefndi ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar um að færa sig tímabundið til starfi í janúar í fyrra. Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu. Sakaði hún lögreglustjóra jafnframt um að hafa lagt sig í einelti með ýmsum hætti. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfum Aldísar í gær og taldi að lögreglustjóri hefði haft heimild til að breyta starfsskyldum hennar. Breytingin hefði verið tímabundin og ekki of íþyngjandi fyrir Aldísi. Þannig hafi hún til dæmis ekki lækkað í launum. Ákvörðun lögreglustjóra hafi byggst á málefnalegum sjónarmiðum.Klofningur og órói innan fíkniefnadeildar Tilfærsla Aldísar í starfi kom í kjölfar spennu í samskiptum hennar við lögreglustjóra. Hún virðist meðal annars hafa orsakast af hatrömmum deilum og klofningi innan fíkniefnadeildarinnar sem hafði verið til staðar áður en Aldís tók við henni. Þannig var lögreglufulltrúi sem var náinn samstarfsmaður Aldísar rannsakaður vegna meintrar spillingar á tímabili. Vísaði lögreglustjóri meðal annars til þess þegar ákvörðunin var tekin um að breyta starfsskyldum Aldísar.Aldís hefur verið í launalausu leyfi frá lögreglunni frá því að lögreglstjóri breytti starfsskyldum hennar í janúar í fyrra. Í dómnum kemur fram að hún starfi nú fyrir Vinnumálastofnun.Vísir/EyþórFylking innan fíkniefnadeildarinnar var ósátt við náið starfssamband lögreglufulltrúans og Aldísar og töldu starfsmennirnir að hún hefði ýtt þeim til hliðar. Kvörtuðu nokkrir starfsmenn fíkniefnadeildarinnar undan Aldísi til lögreglustjóra. Héraðsdómur dæmdi lögreglufulltrúanum rúmar tvær milljónir króna í skaðabætur í haust vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar að leysa hann frá störfum á meðan rannsókn á honum stóð yfir. Í þeim dómi kom fram að rannsóknin á honum hafi frá upphafi byggst á órökstuddum ásökunum sem hafi virst eiga upptök sín í innanhússdeilum fíkniefnadeildarinnar. Óróinn innan fíkniefnadeildarinnar og kvartanir nokkurra starfsmanna hennar voru einnig á meðal þess sem Sigríður Björk notaði til að rökstyðja að færa Aldísi tímabundið til í starfi.Gagnrýnd fyrir að lesa upp úr tölvupósti Aldísar Í stefnu Aldísar var því einnig haldið fram að Sigríður Björk hefði lagt hana í einelti og valdið henni vanlíðan á vinnustaðnum. Vísaði hún meðal annars til þess að lögreglustjóri hefði dregið að skipa sig í starf yfirlögregluþjóns, reynt að koma sér úr starfi með að bjóða starfskrafta hennar sérstökum saksóknara án þess að bera það undir hana, lesið upp úr tölvupóstum hennar fyrir framan aðra starfsmenn og vikið henni úr nefnd sem átti að velja inn nýja lögreglufulltrúa. Þeim rökum hafnaði Héraðsdómur. Í dómnum kemur þó fram nokkur gagnrýni á hvernig Sigríður Björk hagaði samskiptum sínum við Aldísi. Héraðsdómur taldi ljóst að ekki hafi ríkt nægilegt traust á milli þeirra tveggja og því hafi skapast spenna í samskiptum þeirra. „Að einhverju leyti þykir mega rekja þá misbresti til þess að lögreglustjóri hafi ekki í öllu tilliti gætt nægilega góðra stjórnunarhátta í þeim samskiptum, og þá einkum með því að upplýsa stefnanda ekki fyrir fram um efni fundar sem hún boðaði hana á 15. desember 2015 og lesa upphátt úr tölvupósti stefnanda í votta viðurvist,“ segir í dómnum. Dómsmál Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Aldís fær engar bætur frá ríkinu Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Aldís ætti ekki rétt á skaðabótum vegna tilfærslu í starfi. Aldís krafðist 126 milljóna í bætur. 13. desember 2017 15:30 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Lögreglufultrúinn vann málið gegn ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að leysa hann frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. 2. desember 2017 13:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hafði heimild til að færa Aldísi Hilmarsdóttur, yfirmann fíkniefnadeildar, tímabundið til í starfi. Þetta er mat Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði ríkið af bótakröfum Aldísar. Dómarinn rakti hins vegar misbresti í samskiptum þeirra meðal annars til þess að lögreglustjóri hefði ekki gætt nægilega góðra stjórnunarhátta. Aldís stefndi ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar um að færa sig tímabundið til starfi í janúar í fyrra. Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu. Sakaði hún lögreglustjóra jafnframt um að hafa lagt sig í einelti með ýmsum hætti. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfum Aldísar í gær og taldi að lögreglustjóri hefði haft heimild til að breyta starfsskyldum hennar. Breytingin hefði verið tímabundin og ekki of íþyngjandi fyrir Aldísi. Þannig hafi hún til dæmis ekki lækkað í launum. Ákvörðun lögreglustjóra hafi byggst á málefnalegum sjónarmiðum.Klofningur og órói innan fíkniefnadeildar Tilfærsla Aldísar í starfi kom í kjölfar spennu í samskiptum hennar við lögreglustjóra. Hún virðist meðal annars hafa orsakast af hatrömmum deilum og klofningi innan fíkniefnadeildarinnar sem hafði verið til staðar áður en Aldís tók við henni. Þannig var lögreglufulltrúi sem var náinn samstarfsmaður Aldísar rannsakaður vegna meintrar spillingar á tímabili. Vísaði lögreglustjóri meðal annars til þess þegar ákvörðunin var tekin um að breyta starfsskyldum Aldísar.Aldís hefur verið í launalausu leyfi frá lögreglunni frá því að lögreglstjóri breytti starfsskyldum hennar í janúar í fyrra. Í dómnum kemur fram að hún starfi nú fyrir Vinnumálastofnun.Vísir/EyþórFylking innan fíkniefnadeildarinnar var ósátt við náið starfssamband lögreglufulltrúans og Aldísar og töldu starfsmennirnir að hún hefði ýtt þeim til hliðar. Kvörtuðu nokkrir starfsmenn fíkniefnadeildarinnar undan Aldísi til lögreglustjóra. Héraðsdómur dæmdi lögreglufulltrúanum rúmar tvær milljónir króna í skaðabætur í haust vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar að leysa hann frá störfum á meðan rannsókn á honum stóð yfir. Í þeim dómi kom fram að rannsóknin á honum hafi frá upphafi byggst á órökstuddum ásökunum sem hafi virst eiga upptök sín í innanhússdeilum fíkniefnadeildarinnar. Óróinn innan fíkniefnadeildarinnar og kvartanir nokkurra starfsmanna hennar voru einnig á meðal þess sem Sigríður Björk notaði til að rökstyðja að færa Aldísi tímabundið til í starfi.Gagnrýnd fyrir að lesa upp úr tölvupósti Aldísar Í stefnu Aldísar var því einnig haldið fram að Sigríður Björk hefði lagt hana í einelti og valdið henni vanlíðan á vinnustaðnum. Vísaði hún meðal annars til þess að lögreglustjóri hefði dregið að skipa sig í starf yfirlögregluþjóns, reynt að koma sér úr starfi með að bjóða starfskrafta hennar sérstökum saksóknara án þess að bera það undir hana, lesið upp úr tölvupóstum hennar fyrir framan aðra starfsmenn og vikið henni úr nefnd sem átti að velja inn nýja lögreglufulltrúa. Þeim rökum hafnaði Héraðsdómur. Í dómnum kemur þó fram nokkur gagnrýni á hvernig Sigríður Björk hagaði samskiptum sínum við Aldísi. Héraðsdómur taldi ljóst að ekki hafi ríkt nægilegt traust á milli þeirra tveggja og því hafi skapast spenna í samskiptum þeirra. „Að einhverju leyti þykir mega rekja þá misbresti til þess að lögreglustjóri hafi ekki í öllu tilliti gætt nægilega góðra stjórnunarhátta í þeim samskiptum, og þá einkum með því að upplýsa stefnanda ekki fyrir fram um efni fundar sem hún boðaði hana á 15. desember 2015 og lesa upphátt úr tölvupósti stefnanda í votta viðurvist,“ segir í dómnum.
Dómsmál Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Aldís fær engar bætur frá ríkinu Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Aldís ætti ekki rétt á skaðabótum vegna tilfærslu í starfi. Aldís krafðist 126 milljóna í bætur. 13. desember 2017 15:30 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Lögreglufultrúinn vann málið gegn ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að leysa hann frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. 2. desember 2017 13:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00
Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00
Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00
Aldís fær engar bætur frá ríkinu Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Aldís ætti ekki rétt á skaðabótum vegna tilfærslu í starfi. Aldís krafðist 126 milljóna í bætur. 13. desember 2017 15:30
Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45
Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45
Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Lögreglufultrúinn vann málið gegn ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að leysa hann frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. 2. desember 2017 13:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent