Gunnar: Þurfti að hvíla heilann út árið eftir rothöggið Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2017 12:00 Gunnar Nelson berst ekki meira á þessu ári. Mynd/Sóllilja Baltasars Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttakappi Íslands, vissi, skömmu eftir að hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí, að hann þurfti að taka sér frí út árið. Frá þessi segir hann í viðtali við ESPN. Gunnar var allt annað en sáttur við þann bardaga en Argentínumaðurinn potaði nokkrum sinnum í augað á Gunnari með þeim afleiðingum að Íslendingurinn sá ekki þegar að rothöggið kom. Þrátt fyrir að vera ekki sáttur við niðurstöðu bardagans veit Gunnar af mögulegum afleiðingum svona högga og hvað þau geta gert við heilabúið. Það er eitthvað sem Gunnar tekur alvarlega. „Ég var rotaður. Ég vil gefa heilanum og líkamanum tíma til að jafna sig á því. Ég hef séð menn fara of snemma aftur inn í hringinn og ég skil alveg að það er eitthvað sem menn vilja gera. Maður vill vill koma sér aftur á ról og bæta upp fyrir tapið,“ segir Gunnar. „Aftur á móti er ég að horfa fram veginn. Ég ætla ekki að fara of snemma inn í búrið og enda uppi með einhverja glerhöku.“ Eftir að Gunnar var rotaður mátti hann ekki æfa af neinu viti í 30 daga en hann fjórfaldaði þann tíma sjálfur til að passa vel upp á sig. „Ég rétt svo byrjaði að taka á því á æfingum fyrir mánuði síðan. Ég hef hitt taugasérfræðing nokkrum sinnum og hann sagði mér að stundum sést ekki heilaskaði á röntgenmyndum. Þetta þurfa ekki endilega að vera alvarleg meiðsli en það tekur langan tíma fyrir þau að jafna sig,“ segir Gunnar. „Hættan er ef að maður verður rotaður aftur eða fær heilahristing. Ég hef samt farið í nokkrar skoðanir og það er í fínu lagi með heilann á mér. Ég vil halda honum fullkomnum. Ég er að eldast og vill í framtíðinni geta eytt tíma með börnum og barnabörnum,“ segir Gunnar Nelson. MMA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Sjá meira
Gunnar Nelson, fremsti bardagaíþróttakappi Íslands, vissi, skömmu eftir að hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio í Glasgow í júlí, að hann þurfti að taka sér frí út árið. Frá þessi segir hann í viðtali við ESPN. Gunnar var allt annað en sáttur við þann bardaga en Argentínumaðurinn potaði nokkrum sinnum í augað á Gunnari með þeim afleiðingum að Íslendingurinn sá ekki þegar að rothöggið kom. Þrátt fyrir að vera ekki sáttur við niðurstöðu bardagans veit Gunnar af mögulegum afleiðingum svona högga og hvað þau geta gert við heilabúið. Það er eitthvað sem Gunnar tekur alvarlega. „Ég var rotaður. Ég vil gefa heilanum og líkamanum tíma til að jafna sig á því. Ég hef séð menn fara of snemma aftur inn í hringinn og ég skil alveg að það er eitthvað sem menn vilja gera. Maður vill vill koma sér aftur á ról og bæta upp fyrir tapið,“ segir Gunnar. „Aftur á móti er ég að horfa fram veginn. Ég ætla ekki að fara of snemma inn í búrið og enda uppi með einhverja glerhöku.“ Eftir að Gunnar var rotaður mátti hann ekki æfa af neinu viti í 30 daga en hann fjórfaldaði þann tíma sjálfur til að passa vel upp á sig. „Ég rétt svo byrjaði að taka á því á æfingum fyrir mánuði síðan. Ég hef hitt taugasérfræðing nokkrum sinnum og hann sagði mér að stundum sést ekki heilaskaði á röntgenmyndum. Þetta þurfa ekki endilega að vera alvarleg meiðsli en það tekur langan tíma fyrir þau að jafna sig,“ segir Gunnar. „Hættan er ef að maður verður rotaður aftur eða fær heilahristing. Ég hef samt farið í nokkrar skoðanir og það er í fínu lagi með heilann á mér. Ég vil halda honum fullkomnum. Ég er að eldast og vill í framtíðinni geta eytt tíma með börnum og barnabörnum,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Sjá meira