Konur innan menntageirans rjúfa þögnina: Nauðgaði nemanda en fékk að hætta undir yfirskyni veikinda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2017 13:24 Konur innan menntageirans hafa rofið þögnina, Vísir/Getty Kynferðisofbeldi, kynferðisáreitni og mismunun viðgengst enn í skjóli þagnar. Um árabil hafa konur þagað yfir misréttinu sem þær eru beittar innan menntastofnana. Svo segir í yfirlýsingu sem 737 konur innan menntageirans skrifa undir og sendu fjölmiðlum í dag. Yfirlýsingunni fylgja 53 frásagnir af kynbundinni mismunun, kynferðislegri áreitni og ofbeldi í starfi. „Þrátt fyrir að konur séu í meirihluta í skólum og öðrum menntastofnunum hafa þær þar ekki farið varhluta af þeirri mismunun sem viðgengst víða í skólasamfélaginu. Káf, ofbeldi, áreitni, yfirgangur, hunsun, meiðandi athugasemdir og smættun á vinnuframlagi kvenna - allt þetta og meira til er hluti af reynslu kvenna í menntageiranum,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að konur hafi starfað við þessar aðstæður áratugum saman og glímt við það á mismunandi hátt. Nú sé hins vegar tími aðgerða. „Við eigum rétt á því að sinna okkar fagi og vinna okkar vinnu án áreitni, ofbeldis eða mismununar. Við förum fram á að öll sem starfa að menntamálum taki höndum saman og uppræti sem fyrst og með öllum ráðum hvers konar kynbundna mismunun innan skólasamfélagsins.“ Fara þær fram á að settir verði upp skýrir verkferlar til að takast á við kyndbunda áreitni, að fag- og stéttarfélög verði í fararbroddi við að uppræta mismunun og að þolendur fá stuðning, að gerendur fái fræðslu, sérstaklega verði hugað að stöðu nemenda og að framkvæmd verði úttekt á umfangi ofbeldis, kynferðisáreitni og mismununar í menntastofnunum, bæði meðal starfsmanna og nemenda og bregðist við niðurstöðum með viðeigandi forvörnum, aðgerðum og úrræðum.34 reynslusögur Yfirlýsingunni fylgja 34 reynslusögur fyrrverandi og núverandi starfskvenna úr skólum og menntastofnunum Gerendur í sögunum eru ýmist yfirmenn, samstarfsmenn, fyrirlesarar, iðnaðarmenn eða foreldrar nemenda - og þolendur eru konurnar sjálfar og stundum samstarfskonur þeirra eða nemendur. Nokkrar greindu frá áreitni af hálfu nemenda en þær frásagnir verða ekki birtar. Ein kona segir frá því að hún hafi starfað í framhaldsskóla þar sem kennari nauðgaði nemanda, utan skólatíma. Skólastjóra skólans var gert viðvart en kennarinn var ekki kærður. „Stjórnendur voru sammála um að maðurinn yrði að hætta störfum við skólann. Skólastjóri kallaði kennarann til sín og gaf honum kost á að segja upp störfum. Niðurstaða fundar þessara tveggja karla var að kennarinn sagði upp undir því yfirskyni að hann ætti við veikindi að stríða. Hann fékk að senda tölvupóst á starfsfólk skólans þar sem hann tilkynnti að hann hefði sagt upp störfum og væri að leita sér lækningar,“ skrifar konan. Kennarinn hafi uppskorið mikla samúð þar sem nauðgunin hafi ekki verið á almanna vitorði. Var óánægja með að maðurinn hefði sagt upp störfum og að nær hefði verið að hann hefði farið í veikindaleyfi. „Þetta mátti maður hlusta á á kennarastofunni, vitandi hver hin raunverulega ástæða var. Þar sem maðurinn var ekki kærður taldi skólastjórinn að sér og okkur væri óheimilt að svo mikið sem gefa það í skyn hver raunveruleg ástæða fyrir uppsögninni væri. Þetta þýðir að maðurinn er með „óflekkað mannorð“ og hefur síðan starfað sem framhaldsskólakennari við fleiri en einn skóla. Enn þann dag í dag verður mér illt við tilhugsunina um þennan mann við kennslu unglinga.“Fékk starfið vegna „góðra og stórra brjósta“ Ein kona greinir frá því að þegar hún hafi verið nýútskrifuð hafi hún fengið vinnu í skóla. Á fyrsta skemmtikvöldinu eftir ráðninguna gaf skólastjórinn upp ástæður ráðningarinnar. „Á fyrsta skemmtikvöldi með nýja samstarfsfólkinu segir skólastjórinn hátt og snjallt við mig, og hóp samstarfsfélaga minna, að ég hafi fengið starfið vegna góðra og stórra brjósta. Mjög vandræðalegt fyrir mig, sérstaklega svona nýútskrifuð og að reyna að líta fagmannlega út í nýja starfinu.“Vildi að hún myndi kaupa þröngar buxur Ein kona greinir frá því að samstarfsmaður hafi spurt hana í skólaheimsókn erlendis hvort hún ætlaði að koma með sér upp í herbergi að ríða. Þá sagðist hann einnig alltaf vera að horfa á rassinn á henni. „[Í] þó nokkur skipti gerði hann rassinn á mér að umræðuefni, að ég yrði að kaupa mér þröngar buxur því hann gæti þá hugsað um mig þegar hann rúnkaði sér. Svo þegar hann frétti að ég væri að hitta mann sem hann kannast við tilkynnti hann mér á gangi skólans hvað sá væri nú heppinn að fá að negla mig. Sá sami frétti að ég hefði sagt frá þessu og hefur síðan þá hunsað mig markvisst. Ég er nýbúin að tilkynna þetta og bíð svo bara með hnút í maga.Yfirlýsingu kvennanna og reynslusögurnar má nálgast hér. Skóla - og menntamál MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Verst ef karlar fara í vörn eða fórnarlambshlutverk Rúmlega þrjú þúsund íslenskar konur hafa á síðustu dögum stigið fram og krafist þess að kynbundin mismunun og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum verði upprætt. 12. desember 2017 21:08 Konur í heilbrigðisþjónustu segja frá mismunun, áreitni og ofbeldi í starfi 627 konur undirrita yfirlýsingu þess efnis að breytinga sé þörf. 15. desember 2017 09:47 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Kynferðisofbeldi, kynferðisáreitni og mismunun viðgengst enn í skjóli þagnar. Um árabil hafa konur þagað yfir misréttinu sem þær eru beittar innan menntastofnana. Svo segir í yfirlýsingu sem 737 konur innan menntageirans skrifa undir og sendu fjölmiðlum í dag. Yfirlýsingunni fylgja 53 frásagnir af kynbundinni mismunun, kynferðislegri áreitni og ofbeldi í starfi. „Þrátt fyrir að konur séu í meirihluta í skólum og öðrum menntastofnunum hafa þær þar ekki farið varhluta af þeirri mismunun sem viðgengst víða í skólasamfélaginu. Káf, ofbeldi, áreitni, yfirgangur, hunsun, meiðandi athugasemdir og smættun á vinnuframlagi kvenna - allt þetta og meira til er hluti af reynslu kvenna í menntageiranum,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að konur hafi starfað við þessar aðstæður áratugum saman og glímt við það á mismunandi hátt. Nú sé hins vegar tími aðgerða. „Við eigum rétt á því að sinna okkar fagi og vinna okkar vinnu án áreitni, ofbeldis eða mismununar. Við förum fram á að öll sem starfa að menntamálum taki höndum saman og uppræti sem fyrst og með öllum ráðum hvers konar kynbundna mismunun innan skólasamfélagsins.“ Fara þær fram á að settir verði upp skýrir verkferlar til að takast á við kyndbunda áreitni, að fag- og stéttarfélög verði í fararbroddi við að uppræta mismunun og að þolendur fá stuðning, að gerendur fái fræðslu, sérstaklega verði hugað að stöðu nemenda og að framkvæmd verði úttekt á umfangi ofbeldis, kynferðisáreitni og mismununar í menntastofnunum, bæði meðal starfsmanna og nemenda og bregðist við niðurstöðum með viðeigandi forvörnum, aðgerðum og úrræðum.34 reynslusögur Yfirlýsingunni fylgja 34 reynslusögur fyrrverandi og núverandi starfskvenna úr skólum og menntastofnunum Gerendur í sögunum eru ýmist yfirmenn, samstarfsmenn, fyrirlesarar, iðnaðarmenn eða foreldrar nemenda - og þolendur eru konurnar sjálfar og stundum samstarfskonur þeirra eða nemendur. Nokkrar greindu frá áreitni af hálfu nemenda en þær frásagnir verða ekki birtar. Ein kona segir frá því að hún hafi starfað í framhaldsskóla þar sem kennari nauðgaði nemanda, utan skólatíma. Skólastjóra skólans var gert viðvart en kennarinn var ekki kærður. „Stjórnendur voru sammála um að maðurinn yrði að hætta störfum við skólann. Skólastjóri kallaði kennarann til sín og gaf honum kost á að segja upp störfum. Niðurstaða fundar þessara tveggja karla var að kennarinn sagði upp undir því yfirskyni að hann ætti við veikindi að stríða. Hann fékk að senda tölvupóst á starfsfólk skólans þar sem hann tilkynnti að hann hefði sagt upp störfum og væri að leita sér lækningar,“ skrifar konan. Kennarinn hafi uppskorið mikla samúð þar sem nauðgunin hafi ekki verið á almanna vitorði. Var óánægja með að maðurinn hefði sagt upp störfum og að nær hefði verið að hann hefði farið í veikindaleyfi. „Þetta mátti maður hlusta á á kennarastofunni, vitandi hver hin raunverulega ástæða var. Þar sem maðurinn var ekki kærður taldi skólastjórinn að sér og okkur væri óheimilt að svo mikið sem gefa það í skyn hver raunveruleg ástæða fyrir uppsögninni væri. Þetta þýðir að maðurinn er með „óflekkað mannorð“ og hefur síðan starfað sem framhaldsskólakennari við fleiri en einn skóla. Enn þann dag í dag verður mér illt við tilhugsunina um þennan mann við kennslu unglinga.“Fékk starfið vegna „góðra og stórra brjósta“ Ein kona greinir frá því að þegar hún hafi verið nýútskrifuð hafi hún fengið vinnu í skóla. Á fyrsta skemmtikvöldinu eftir ráðninguna gaf skólastjórinn upp ástæður ráðningarinnar. „Á fyrsta skemmtikvöldi með nýja samstarfsfólkinu segir skólastjórinn hátt og snjallt við mig, og hóp samstarfsfélaga minna, að ég hafi fengið starfið vegna góðra og stórra brjósta. Mjög vandræðalegt fyrir mig, sérstaklega svona nýútskrifuð og að reyna að líta fagmannlega út í nýja starfinu.“Vildi að hún myndi kaupa þröngar buxur Ein kona greinir frá því að samstarfsmaður hafi spurt hana í skólaheimsókn erlendis hvort hún ætlaði að koma með sér upp í herbergi að ríða. Þá sagðist hann einnig alltaf vera að horfa á rassinn á henni. „[Í] þó nokkur skipti gerði hann rassinn á mér að umræðuefni, að ég yrði að kaupa mér þröngar buxur því hann gæti þá hugsað um mig þegar hann rúnkaði sér. Svo þegar hann frétti að ég væri að hitta mann sem hann kannast við tilkynnti hann mér á gangi skólans hvað sá væri nú heppinn að fá að negla mig. Sá sami frétti að ég hefði sagt frá þessu og hefur síðan þá hunsað mig markvisst. Ég er nýbúin að tilkynna þetta og bíð svo bara með hnút í maga.Yfirlýsingu kvennanna og reynslusögurnar má nálgast hér.
Skóla - og menntamál MeToo Tengdar fréttir Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18 Verst ef karlar fara í vörn eða fórnarlambshlutverk Rúmlega þrjú þúsund íslenskar konur hafa á síðustu dögum stigið fram og krafist þess að kynbundin mismunun og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum verði upprætt. 12. desember 2017 21:08 Konur í heilbrigðisþjónustu segja frá mismunun, áreitni og ofbeldi í starfi 627 konur undirrita yfirlýsingu þess efnis að breytinga sé þörf. 15. desember 2017 09:47 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Flugfreyjur rjúfa þögnina: „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur“ Konurnar stíga fram undir myllumerkinu #lending. 11. desember 2017 17:18
Verst ef karlar fara í vörn eða fórnarlambshlutverk Rúmlega þrjú þúsund íslenskar konur hafa á síðustu dögum stigið fram og krafist þess að kynbundin mismunun og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum verði upprætt. 12. desember 2017 21:08
Konur í heilbrigðisþjónustu segja frá mismunun, áreitni og ofbeldi í starfi 627 konur undirrita yfirlýsingu þess efnis að breytinga sé þörf. 15. desember 2017 09:47
Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15
Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58