Jónsi í Sigur Rós og fjölskylda hans opnar verslun fulla af eigin hönnun Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2017 16:41 Um er að ræða systkinin Lilju, Jónsa, Ingibjörg og Sigurrós Birgisbörn, ásamt foreldrum þeirra, mökum og fjölskyldu, sem standa að þessari verslun. Aðsend Nú rétt fyrir jólin opnar ný verslun í hjarta miðbæjarins sem verður til húsa í Fischersundi 3 og heitir Fischer. Í tilkynningunni sem barst vegna opnunar verslunarinnar kemur fram að um sé að ræða rými sem fetar línuna milli gjafavöruverslunar og listarýmis en fjölskyldan sem stendur að verkefninu hefur verið áberandi í menningarlífi landsins lengi vel. Um er að ræða systkinin Lilju, Jónsa, Ingibjörg og Sigurrós Birgisbörn, ásamt foreldrum þeirra, mökum og fjölskyldu. „Hugmyndin kviknaði eins og svo margar góðar hugmyndir yfir fjórða rauðvínsglasinu í fjölskyldumatarboði en við höfum talað um það í mörg ár að vinna saman að verkefni. Svo þegar Jónsi flutti til helminga til Los Angeles stóð stúdíó-ið hans í Fischersundi tómt og við ákváðum að slá til,“ segir Lilja Birgisdóttir ljósmyndari í tilkynningunni. Fischersund 3 er eitt af elstu húsunum í Grjótaþorpinu en gríðarleg vinna er sögð liggja að baki opnuninni. Auk þess að hafa hannað og handgert hverja einustu vöru í versluninni hefur fjölskyldan hjálpast að við að hanna, setja upp og smíða alla innanstokksmuni og útlit verslunarinnar, allt frá búðarborðinu til veggfóðursins.Sterk hugmyndafræði liggur að baki Fischer og henni ætlað að vera tilbrigði við hefðbundnar verslanir. „Þetta er eiginlega búð og listarými undir sama þakinu. Við leggjum mikla áherslu á heildræna upplifun og reynum þannig að örva öll skilningarvit gesta okkar. Til að mynda bjuggum við til sérstakan ilm sem leikur um vitin og fengum fjölskyldumeðlimi t.d. Jónsa, Sindra Sin Fang, Alex Sommers og Kjartan Holm, til að gera tónlist fyrir rýmið. Þetta er í raun búð sem þú getur notið þess að koma í jafnvel þó þú kaupir ekki neitt,“ segir Lilja. Umhverfismál og umbúðasóun eru fjölskyldunni sömuleiðis hugleikin. Vörunum fylgja eins litlar umbúðir og mögulegt er og margar þeirra eru hannaðar með þessi sjónarmið í huga, til að mynda mun Fischer kynna til leiks svokallað sjampóstykki sem ætlað er að leysa af hólmi plastbrúsana sem hárvörur koma iðulega í. Opnun Fischer fer fram föstudaginn 15. desember milli kl. 18-20. Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Nú rétt fyrir jólin opnar ný verslun í hjarta miðbæjarins sem verður til húsa í Fischersundi 3 og heitir Fischer. Í tilkynningunni sem barst vegna opnunar verslunarinnar kemur fram að um sé að ræða rými sem fetar línuna milli gjafavöruverslunar og listarýmis en fjölskyldan sem stendur að verkefninu hefur verið áberandi í menningarlífi landsins lengi vel. Um er að ræða systkinin Lilju, Jónsa, Ingibjörg og Sigurrós Birgisbörn, ásamt foreldrum þeirra, mökum og fjölskyldu. „Hugmyndin kviknaði eins og svo margar góðar hugmyndir yfir fjórða rauðvínsglasinu í fjölskyldumatarboði en við höfum talað um það í mörg ár að vinna saman að verkefni. Svo þegar Jónsi flutti til helminga til Los Angeles stóð stúdíó-ið hans í Fischersundi tómt og við ákváðum að slá til,“ segir Lilja Birgisdóttir ljósmyndari í tilkynningunni. Fischersund 3 er eitt af elstu húsunum í Grjótaþorpinu en gríðarleg vinna er sögð liggja að baki opnuninni. Auk þess að hafa hannað og handgert hverja einustu vöru í versluninni hefur fjölskyldan hjálpast að við að hanna, setja upp og smíða alla innanstokksmuni og útlit verslunarinnar, allt frá búðarborðinu til veggfóðursins.Sterk hugmyndafræði liggur að baki Fischer og henni ætlað að vera tilbrigði við hefðbundnar verslanir. „Þetta er eiginlega búð og listarými undir sama þakinu. Við leggjum mikla áherslu á heildræna upplifun og reynum þannig að örva öll skilningarvit gesta okkar. Til að mynda bjuggum við til sérstakan ilm sem leikur um vitin og fengum fjölskyldumeðlimi t.d. Jónsa, Sindra Sin Fang, Alex Sommers og Kjartan Holm, til að gera tónlist fyrir rýmið. Þetta er í raun búð sem þú getur notið þess að koma í jafnvel þó þú kaupir ekki neitt,“ segir Lilja. Umhverfismál og umbúðasóun eru fjölskyldunni sömuleiðis hugleikin. Vörunum fylgja eins litlar umbúðir og mögulegt er og margar þeirra eru hannaðar með þessi sjónarmið í huga, til að mynda mun Fischer kynna til leiks svokallað sjampóstykki sem ætlað er að leysa af hólmi plastbrúsana sem hárvörur koma iðulega í. Opnun Fischer fer fram föstudaginn 15. desember milli kl. 18-20.
Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira