Jónsi í Sigur Rós og fjölskylda hans opnar verslun fulla af eigin hönnun Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2017 16:41 Um er að ræða systkinin Lilju, Jónsa, Ingibjörg og Sigurrós Birgisbörn, ásamt foreldrum þeirra, mökum og fjölskyldu, sem standa að þessari verslun. Aðsend Nú rétt fyrir jólin opnar ný verslun í hjarta miðbæjarins sem verður til húsa í Fischersundi 3 og heitir Fischer. Í tilkynningunni sem barst vegna opnunar verslunarinnar kemur fram að um sé að ræða rými sem fetar línuna milli gjafavöruverslunar og listarýmis en fjölskyldan sem stendur að verkefninu hefur verið áberandi í menningarlífi landsins lengi vel. Um er að ræða systkinin Lilju, Jónsa, Ingibjörg og Sigurrós Birgisbörn, ásamt foreldrum þeirra, mökum og fjölskyldu. „Hugmyndin kviknaði eins og svo margar góðar hugmyndir yfir fjórða rauðvínsglasinu í fjölskyldumatarboði en við höfum talað um það í mörg ár að vinna saman að verkefni. Svo þegar Jónsi flutti til helminga til Los Angeles stóð stúdíó-ið hans í Fischersundi tómt og við ákváðum að slá til,“ segir Lilja Birgisdóttir ljósmyndari í tilkynningunni. Fischersund 3 er eitt af elstu húsunum í Grjótaþorpinu en gríðarleg vinna er sögð liggja að baki opnuninni. Auk þess að hafa hannað og handgert hverja einustu vöru í versluninni hefur fjölskyldan hjálpast að við að hanna, setja upp og smíða alla innanstokksmuni og útlit verslunarinnar, allt frá búðarborðinu til veggfóðursins.Sterk hugmyndafræði liggur að baki Fischer og henni ætlað að vera tilbrigði við hefðbundnar verslanir. „Þetta er eiginlega búð og listarými undir sama þakinu. Við leggjum mikla áherslu á heildræna upplifun og reynum þannig að örva öll skilningarvit gesta okkar. Til að mynda bjuggum við til sérstakan ilm sem leikur um vitin og fengum fjölskyldumeðlimi t.d. Jónsa, Sindra Sin Fang, Alex Sommers og Kjartan Holm, til að gera tónlist fyrir rýmið. Þetta er í raun búð sem þú getur notið þess að koma í jafnvel þó þú kaupir ekki neitt,“ segir Lilja. Umhverfismál og umbúðasóun eru fjölskyldunni sömuleiðis hugleikin. Vörunum fylgja eins litlar umbúðir og mögulegt er og margar þeirra eru hannaðar með þessi sjónarmið í huga, til að mynda mun Fischer kynna til leiks svokallað sjampóstykki sem ætlað er að leysa af hólmi plastbrúsana sem hárvörur koma iðulega í. Opnun Fischer fer fram föstudaginn 15. desember milli kl. 18-20. Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Sjá meira
Nú rétt fyrir jólin opnar ný verslun í hjarta miðbæjarins sem verður til húsa í Fischersundi 3 og heitir Fischer. Í tilkynningunni sem barst vegna opnunar verslunarinnar kemur fram að um sé að ræða rými sem fetar línuna milli gjafavöruverslunar og listarýmis en fjölskyldan sem stendur að verkefninu hefur verið áberandi í menningarlífi landsins lengi vel. Um er að ræða systkinin Lilju, Jónsa, Ingibjörg og Sigurrós Birgisbörn, ásamt foreldrum þeirra, mökum og fjölskyldu. „Hugmyndin kviknaði eins og svo margar góðar hugmyndir yfir fjórða rauðvínsglasinu í fjölskyldumatarboði en við höfum talað um það í mörg ár að vinna saman að verkefni. Svo þegar Jónsi flutti til helminga til Los Angeles stóð stúdíó-ið hans í Fischersundi tómt og við ákváðum að slá til,“ segir Lilja Birgisdóttir ljósmyndari í tilkynningunni. Fischersund 3 er eitt af elstu húsunum í Grjótaþorpinu en gríðarleg vinna er sögð liggja að baki opnuninni. Auk þess að hafa hannað og handgert hverja einustu vöru í versluninni hefur fjölskyldan hjálpast að við að hanna, setja upp og smíða alla innanstokksmuni og útlit verslunarinnar, allt frá búðarborðinu til veggfóðursins.Sterk hugmyndafræði liggur að baki Fischer og henni ætlað að vera tilbrigði við hefðbundnar verslanir. „Þetta er eiginlega búð og listarými undir sama þakinu. Við leggjum mikla áherslu á heildræna upplifun og reynum þannig að örva öll skilningarvit gesta okkar. Til að mynda bjuggum við til sérstakan ilm sem leikur um vitin og fengum fjölskyldumeðlimi t.d. Jónsa, Sindra Sin Fang, Alex Sommers og Kjartan Holm, til að gera tónlist fyrir rýmið. Þetta er í raun búð sem þú getur notið þess að koma í jafnvel þó þú kaupir ekki neitt,“ segir Lilja. Umhverfismál og umbúðasóun eru fjölskyldunni sömuleiðis hugleikin. Vörunum fylgja eins litlar umbúðir og mögulegt er og margar þeirra eru hannaðar með þessi sjónarmið í huga, til að mynda mun Fischer kynna til leiks svokallað sjampóstykki sem ætlað er að leysa af hólmi plastbrúsana sem hárvörur koma iðulega í. Opnun Fischer fer fram föstudaginn 15. desember milli kl. 18-20.
Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Sjá meira