Ákærður fyrir manndráp á Hagamel Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 10:45 Maðurinn huldi ekki andlit sitt þegar hann var leiddur fyrir dómara í september þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Vísir/anton brink Héraðssaksóknari hefur ákært Khaled Cairo, 38 ára gamlan karlmann frá Jemen, fyrir manndrápið á Sanitu Brauna á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. Ákæra var gefin út á hendur manninum þann 12. desember og verður málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Er maðurinn ákærður fyrir brot á 211. grein almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er fimm ára fangelsi en þyngsta refsing ævilangt fangelsi. Hér á landi er algengast að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi fyrir manndráp. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að maðurinn hafi veist með ofbeldi að Sanitu og slegið hana ítrekað í andlit og höfuð með tveimur til þremur glerflöskum sem og slökkvitæki sem vó tæp 10 kíló. Þá á hann að hafa hert kröftulega að hálsi hennar með þeim afleiðingum að Sanita lést vegna skerts blóðstreymis til heila. Fram hefur komið að maðurinn játaði í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa veist að Sanitu og meðal annars veitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lét eftir sig þrjú börn og foreldra. Í ákæru eru gerðar kröfur um miskabætur, annars vegar af hálfu foreldra hennar og hins vegar af hálfu barna hennar. Hljóða miskabótakröfurnar upp á samtals 15 milljónir króna. Lögreglumál Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Rannsókn á manndrápi á Hagamel enn ekki lokið Rannsókn lögreglunnar á morrðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. 10. nóvember 2017 13:27 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Khaled Cairo, 38 ára gamlan karlmann frá Jemen, fyrir manndrápið á Sanitu Brauna á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. Ákæra var gefin út á hendur manninum þann 12. desember og verður málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Er maðurinn ákærður fyrir brot á 211. grein almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er fimm ára fangelsi en þyngsta refsing ævilangt fangelsi. Hér á landi er algengast að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi fyrir manndráp. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að maðurinn hafi veist með ofbeldi að Sanitu og slegið hana ítrekað í andlit og höfuð með tveimur til þremur glerflöskum sem og slökkvitæki sem vó tæp 10 kíló. Þá á hann að hafa hert kröftulega að hálsi hennar með þeim afleiðingum að Sanita lést vegna skerts blóðstreymis til heila. Fram hefur komið að maðurinn játaði í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa veist að Sanitu og meðal annars veitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lét eftir sig þrjú börn og foreldra. Í ákæru eru gerðar kröfur um miskabætur, annars vegar af hálfu foreldra hennar og hins vegar af hálfu barna hennar. Hljóða miskabótakröfurnar upp á samtals 15 milljónir króna.
Lögreglumál Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Rannsókn á manndrápi á Hagamel enn ekki lokið Rannsókn lögreglunnar á morrðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. 10. nóvember 2017 13:27 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12
Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00
Rannsókn á manndrápi á Hagamel enn ekki lokið Rannsókn lögreglunnar á morrðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. 10. nóvember 2017 13:27