Ákærður fyrir manndráp á Hagamel Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 10:45 Maðurinn huldi ekki andlit sitt þegar hann var leiddur fyrir dómara í september þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Vísir/anton brink Héraðssaksóknari hefur ákært Khaled Cairo, 38 ára gamlan karlmann frá Jemen, fyrir manndrápið á Sanitu Brauna á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. Ákæra var gefin út á hendur manninum þann 12. desember og verður málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Er maðurinn ákærður fyrir brot á 211. grein almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er fimm ára fangelsi en þyngsta refsing ævilangt fangelsi. Hér á landi er algengast að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi fyrir manndráp. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að maðurinn hafi veist með ofbeldi að Sanitu og slegið hana ítrekað í andlit og höfuð með tveimur til þremur glerflöskum sem og slökkvitæki sem vó tæp 10 kíló. Þá á hann að hafa hert kröftulega að hálsi hennar með þeim afleiðingum að Sanita lést vegna skerts blóðstreymis til heila. Fram hefur komið að maðurinn játaði í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa veist að Sanitu og meðal annars veitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lét eftir sig þrjú börn og foreldra. Í ákæru eru gerðar kröfur um miskabætur, annars vegar af hálfu foreldra hennar og hins vegar af hálfu barna hennar. Hljóða miskabótakröfurnar upp á samtals 15 milljónir króna. Lögreglumál Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Rannsókn á manndrápi á Hagamel enn ekki lokið Rannsókn lögreglunnar á morrðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. 10. nóvember 2017 13:27 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Khaled Cairo, 38 ára gamlan karlmann frá Jemen, fyrir manndrápið á Sanitu Brauna á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. Ákæra var gefin út á hendur manninum þann 12. desember og verður málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Er maðurinn ákærður fyrir brot á 211. grein almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er fimm ára fangelsi en þyngsta refsing ævilangt fangelsi. Hér á landi er algengast að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi fyrir manndráp. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að maðurinn hafi veist með ofbeldi að Sanitu og slegið hana ítrekað í andlit og höfuð með tveimur til þremur glerflöskum sem og slökkvitæki sem vó tæp 10 kíló. Þá á hann að hafa hert kröftulega að hálsi hennar með þeim afleiðingum að Sanita lést vegna skerts blóðstreymis til heila. Fram hefur komið að maðurinn játaði í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa veist að Sanitu og meðal annars veitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lét eftir sig þrjú börn og foreldra. Í ákæru eru gerðar kröfur um miskabætur, annars vegar af hálfu foreldra hennar og hins vegar af hálfu barna hennar. Hljóða miskabótakröfurnar upp á samtals 15 milljónir króna.
Lögreglumál Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Rannsókn á manndrápi á Hagamel enn ekki lokið Rannsókn lögreglunnar á morrðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. 10. nóvember 2017 13:27 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12
Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00
Rannsókn á manndrápi á Hagamel enn ekki lokið Rannsókn lögreglunnar á morrðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. 10. nóvember 2017 13:27