Lagardère fer fram á lögbann á Isavia Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. desember 2017 13:19 Lagardère rekur fimm staði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Pjetur Lagardère Travel Retail hefur farið þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann verði lagt á afhendingu Isavia á mikilvægum trúnaðargögnum um fyrirtækið til þriðja aðila sem Isavia hefur í sinni vörslu í kjölfar forvals um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Lagardère tók þátt í forvali ásamt fleiri fyrirtækjum, innlendum og erlendum um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vorið 2014. Aðrir þátttakendur voru m.a. Icelandair, Joe & the Juice, SSP frá Bretlandi auk fjölda annarra fyrirtækja. Lagardère og fleiri aðilar voru valdir sem rekstraraðilar í þeirri samkeppni og hefur nú rekið veitinga- og kaffihús á flugstöðinni í rúmlega tvö ár.Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði 2. nóvember að Kaffitár, sem ekki fékk áframhaldandi leigupláss í flugstöðinni, fengi hluta útboðsgagnanna afhent með yfirstrikunum. Segir í tilkynningunni að um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar. „Um er að ræða viðkvæmar fjárhagsupplýsingar og viðskiptaskilmála um starfsemi Lagardère. Afhending gagnanna væri brot á trúnaðarskyldu Isavia við Lagardère en einnig á samkeppnislögum nr. 44/2005.“Afhendingin felur í sér röskun á samkeppniLeggst Lagardère gegn því að gögnin verði afhent þriðja aðila. „Lagardère eins og hin fyrirtækin , sem öll eru í samkeppnisrekstri, skrifuðu undir ákvæði um trúnaðarskyldu við Isavia um meðferð viðskipta- og fjárhagsupplýsinga. Isavia hefur þó engu að síður nú þegar afhent mikið magn viðkvæmra trúnaðargagna um fyrirtækin til keppinautar þeirra þar sem þó var, eftir tilmæli frá Samkeppniseftirlitinu, strikað yfir viðkvæmustu upplýsingarnar. Samkeppniseftirlitið ályktaði að afhending þeirra kynni að fela í sér röskun á samkeppni. Öll þau gögn , sem þegar er búið að afhenda, ættu að nægja til að varpa ljósi á hvað eina sem gerðist í aðdraganda og eftir forvalið árið 2014, en ekkert hefur komið fram um að eitthvað misjafnt, óeðlilegt eða ólöglegt hafi átt sér stað. Nú er svo komið að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kveðið á um að Isavia skuli ganga enn lengra og afhenda þriðja aðila trúnaðargögn um fjárhag og rekstur Lagardère í heild sinni, án yfirstrikana.“ Í lokin segir að fyrirhuguð afhending gagnanna sé til þess fallin að valda óafturkræfu og ómetanlegu tjóni fyrir starfsemi félagsins. Lagardère rekur fimm staði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir eru Nord Restaurant, Mathús, pure food hall, kaffihúsið Segafredo og barinn Loksins. Neytendur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Lagardère Travel Retail hefur farið þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann verði lagt á afhendingu Isavia á mikilvægum trúnaðargögnum um fyrirtækið til þriðja aðila sem Isavia hefur í sinni vörslu í kjölfar forvals um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Lagardère tók þátt í forvali ásamt fleiri fyrirtækjum, innlendum og erlendum um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vorið 2014. Aðrir þátttakendur voru m.a. Icelandair, Joe & the Juice, SSP frá Bretlandi auk fjölda annarra fyrirtækja. Lagardère og fleiri aðilar voru valdir sem rekstraraðilar í þeirri samkeppni og hefur nú rekið veitinga- og kaffihús á flugstöðinni í rúmlega tvö ár.Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði 2. nóvember að Kaffitár, sem ekki fékk áframhaldandi leigupláss í flugstöðinni, fengi hluta útboðsgagnanna afhent með yfirstrikunum. Segir í tilkynningunni að um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar. „Um er að ræða viðkvæmar fjárhagsupplýsingar og viðskiptaskilmála um starfsemi Lagardère. Afhending gagnanna væri brot á trúnaðarskyldu Isavia við Lagardère en einnig á samkeppnislögum nr. 44/2005.“Afhendingin felur í sér röskun á samkeppniLeggst Lagardère gegn því að gögnin verði afhent þriðja aðila. „Lagardère eins og hin fyrirtækin , sem öll eru í samkeppnisrekstri, skrifuðu undir ákvæði um trúnaðarskyldu við Isavia um meðferð viðskipta- og fjárhagsupplýsinga. Isavia hefur þó engu að síður nú þegar afhent mikið magn viðkvæmra trúnaðargagna um fyrirtækin til keppinautar þeirra þar sem þó var, eftir tilmæli frá Samkeppniseftirlitinu, strikað yfir viðkvæmustu upplýsingarnar. Samkeppniseftirlitið ályktaði að afhending þeirra kynni að fela í sér röskun á samkeppni. Öll þau gögn , sem þegar er búið að afhenda, ættu að nægja til að varpa ljósi á hvað eina sem gerðist í aðdraganda og eftir forvalið árið 2014, en ekkert hefur komið fram um að eitthvað misjafnt, óeðlilegt eða ólöglegt hafi átt sér stað. Nú er svo komið að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kveðið á um að Isavia skuli ganga enn lengra og afhenda þriðja aðila trúnaðargögn um fjárhag og rekstur Lagardère í heild sinni, án yfirstrikana.“ Í lokin segir að fyrirhuguð afhending gagnanna sé til þess fallin að valda óafturkræfu og ómetanlegu tjóni fyrir starfsemi félagsins. Lagardère rekur fimm staði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir eru Nord Restaurant, Mathús, pure food hall, kaffihúsið Segafredo og barinn Loksins.
Neytendur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira