Áhugi fjárfesta á að nýta jarðvarma eykst 19. desember 2017 06:00 Gísli Hauksson forstjóri Gamma, segir miklu máli skipta að Bill Gates sé farinn að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum. Aðrir muni fylgja á eftir. vísir/gva Aukinn áhugi stórra alþjóðlegra fjárfesta á að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum getur skapað mikil tækifæri fyrir Íslendinga, að mati Gísla Haukssonar, stjórnarformanns GAMMA. Einn þekktasti fjárfestir í heimi, Bill Gates, hefur stofnað sjóð sem mun fjárfesta í slíkum verkefnum. „Notkun jarðvarma á heimsvísu er undir einu prósenti af orku sem við notum, þrátt fyrir vitneskju um mikla nýtanlega jarðvarmaorku víðs vegar um heiminn. Ástæðan fyrir þessu lága nýtingarhlutfalli er tvíþætt; annars vegar voru framfarir í bortækni, að geta borað nógu djúpt, hægfara en mikil breyting er að verða þar á nú. Hins vegar er meiri óvissa á undirbúningsstigi þegar verið er að leita að nýtanlegum jarðvarma samanborið við aðra orkukosti. Margar dýrar tilraunaboranir þarf til að finna orkuna en þegar hún finnst er nýting hennar hlutfallslega ódýrari en aðrir orkukostir, og stöðug,“ segir Gísli. „Um leið og þú veist að það er nýtanlegt heitt vatn og gufa sem getur knúið túrbínu eða hitað hús dregur hratt úr áhættu verkefnisins. Óvissan er mest á fyrsta stiginu,“ segir Gísli til útskýringar. Hann segir að á allra síðustu árum hafi stórir alþjóðlegir sjóðir, sem eru yfirleitt með einum eða öðrum hætti fjármagnaðir af hinu opinbera, komið að rannsóknum á jarðhitasvæðum á fyrstu stigum. Þetta séu áhættusamar fjárfestingar. Það hafi mikla þýðingu að Bill Gates sé farinn að fjárfesta á þessu sviði, því reynslan sýni að aðrir öflugir fjárfestar feti jafnan í fótspor hans. „Þegar fjármögnun rannsókna á þessu sviði er ekki bara á hendi opinberra stofnana heldur jafnframt fjársterkra einkaaðila opnast tækifæri fyrir hefðbundna fjárfesta, lífeyrissjóði, tryggingafélög og aðra til að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum,“ segir Gísli. Þessi áherslubreyting feli í sér að draga úr áhættu í þessum fjárfestingum. Gísli bendir á að því hafi verið spáð að eftir tíu ár verði jarðvarminn jafn mikið nýttur og sólarorkan er í dag. Þetta hafi mikla þýðingu fyrir Ísland. „Heimurinn er í fyrsta lagi að átta sig betur á mikilvægi jarðvarma í aukinni nýtingu endurnýjanlegrar orku í framtíðinni og hversu hagkvæm tæknin er. En ekki nóg með það heldur eru margir helstu vísindamenn og verkfræðingar í jarðvarmatækni Íslendingar, sem annaðhvort starfa á Íslandi eða fyrir íslensk fyrirtæki erlendis. Íslendingar eru mjög framarlega í þessum geira,“ segir hann.Fjármagna tilraunaboranir í Suður-Ameríku GAMMA Capital Management er í samstarfi á sviði jarðvarmafjárfestinga við Interlink Capital Strategies, bandarískt ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í fjármögnun og viðskiptaþróun í nýmarkaðsríkjum. Samstarfið felur í sér rekstur þróunarsjóðsins Geothermal Development Facility, sem veitir styrki til jarðvarmaverkefna í Suður-Ameríku. Sjóðurinn er að mestu fjármagnaður af þýska þróunarbankanum KfW í samstarfi við Evrópusambandið. Markmið sjóðsins er að fjármagna yfirborðskönnun og tilraunaboranir í Suður-Ameríku. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Vísindi Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Aukinn áhugi stórra alþjóðlegra fjárfesta á að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum getur skapað mikil tækifæri fyrir Íslendinga, að mati Gísla Haukssonar, stjórnarformanns GAMMA. Einn þekktasti fjárfestir í heimi, Bill Gates, hefur stofnað sjóð sem mun fjárfesta í slíkum verkefnum. „Notkun jarðvarma á heimsvísu er undir einu prósenti af orku sem við notum, þrátt fyrir vitneskju um mikla nýtanlega jarðvarmaorku víðs vegar um heiminn. Ástæðan fyrir þessu lága nýtingarhlutfalli er tvíþætt; annars vegar voru framfarir í bortækni, að geta borað nógu djúpt, hægfara en mikil breyting er að verða þar á nú. Hins vegar er meiri óvissa á undirbúningsstigi þegar verið er að leita að nýtanlegum jarðvarma samanborið við aðra orkukosti. Margar dýrar tilraunaboranir þarf til að finna orkuna en þegar hún finnst er nýting hennar hlutfallslega ódýrari en aðrir orkukostir, og stöðug,“ segir Gísli. „Um leið og þú veist að það er nýtanlegt heitt vatn og gufa sem getur knúið túrbínu eða hitað hús dregur hratt úr áhættu verkefnisins. Óvissan er mest á fyrsta stiginu,“ segir Gísli til útskýringar. Hann segir að á allra síðustu árum hafi stórir alþjóðlegir sjóðir, sem eru yfirleitt með einum eða öðrum hætti fjármagnaðir af hinu opinbera, komið að rannsóknum á jarðhitasvæðum á fyrstu stigum. Þetta séu áhættusamar fjárfestingar. Það hafi mikla þýðingu að Bill Gates sé farinn að fjárfesta á þessu sviði, því reynslan sýni að aðrir öflugir fjárfestar feti jafnan í fótspor hans. „Þegar fjármögnun rannsókna á þessu sviði er ekki bara á hendi opinberra stofnana heldur jafnframt fjársterkra einkaaðila opnast tækifæri fyrir hefðbundna fjárfesta, lífeyrissjóði, tryggingafélög og aðra til að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum,“ segir Gísli. Þessi áherslubreyting feli í sér að draga úr áhættu í þessum fjárfestingum. Gísli bendir á að því hafi verið spáð að eftir tíu ár verði jarðvarminn jafn mikið nýttur og sólarorkan er í dag. Þetta hafi mikla þýðingu fyrir Ísland. „Heimurinn er í fyrsta lagi að átta sig betur á mikilvægi jarðvarma í aukinni nýtingu endurnýjanlegrar orku í framtíðinni og hversu hagkvæm tæknin er. En ekki nóg með það heldur eru margir helstu vísindamenn og verkfræðingar í jarðvarmatækni Íslendingar, sem annaðhvort starfa á Íslandi eða fyrir íslensk fyrirtæki erlendis. Íslendingar eru mjög framarlega í þessum geira,“ segir hann.Fjármagna tilraunaboranir í Suður-Ameríku GAMMA Capital Management er í samstarfi á sviði jarðvarmafjárfestinga við Interlink Capital Strategies, bandarískt ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í fjármögnun og viðskiptaþróun í nýmarkaðsríkjum. Samstarfið felur í sér rekstur þróunarsjóðsins Geothermal Development Facility, sem veitir styrki til jarðvarmaverkefna í Suður-Ameríku. Sjóðurinn er að mestu fjármagnaður af þýska þróunarbankanum KfW í samstarfi við Evrópusambandið. Markmið sjóðsins er að fjármagna yfirborðskönnun og tilraunaboranir í Suður-Ameríku.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Vísindi Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira