Byggja upp í Arnarfirði þegar Mjólká verður miðja Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2017 12:15 Frá Mjólkárvirkjun í botni Arnarfjarðar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fjárfestar skoða nú svæðið í botni Arnarfjarðar sem valkost undir mikla atvinnuuppbyggingu. Með Dýrafjarðargöngum verður Mjólká miðja byggðanna á Vestfjörðum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Mjólkárvirkjun er í dag einn afskekktasti vinnustaður Íslands, innilokuð á vetrum milli Hrafnseyrarheiðar og Dynjandisheiðar. Með jarðgöngunum, sem verið er að grafa skammt frá, opnast ný sýn og ný tækifæri. Virkjunin verður þá hluti af atvinnusvæði Ísafjarðarbæjar. Stöðvarstjórinn þekkir vel þessa einangrun.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar. Ofarlega til vinstri á myndinni opnast munni Dýrafjarðarganga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta svæði lokast svona frá byrjun desember, má segja eiginlega, og við erum háðir mokstri frá október og fram í desember, - og kannski svona fram undir jól, - þá lokast. Og þetta hefur kannski ekki opnast fyrr en í apríl aftur hingað inn á svæðið,“ segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar, en þá taka þeir bát frá Bíldudal í vinnuna. Ráðamenn Arnarlax skoða nú þann möguleika að reisa stóra seiðaeldisstöð við Mjólká.Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þegar göngin koma og opnast hér á milli þá er Mjólká miðsvæðis á Vestfjörðum. Og þar er gríðarlegt vatn sem við þurfum á að halda við uppbyggingu á seiðaeldi. Þannig að við höfum áhuga á að skoða það frekar, já,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal.Kort/Hlynur Magnússon, Stöð 2.Kortið sýnir hvernig svæðið í kringum Mjólkárvirkjun opnast með göngunum sem miðjan á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Víkingur segir jafnframt nauðsynlegt að vegurinn um Dynjandisheiði verði byggður upp. „Þetta er bara alger bylting. Mjólká verður í raun miðsvæðis, og Þingeyri miðsvæðis hérna á Vestfjörðum. Það er það sem við höfum alltaf sagt. Við þurfum á öllum þorpunum að halda hér í kring. Og það verður alveg jafn mögulegt fyrir fólk á Þingeyri eða Ísafirði eða hérna á suðursvæðinu að vinna til dæmis eins og þarna,“ segir Víkingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Sjá meira
Fjárfestar skoða nú svæðið í botni Arnarfjarðar sem valkost undir mikla atvinnuuppbyggingu. Með Dýrafjarðargöngum verður Mjólká miðja byggðanna á Vestfjörðum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Mjólkárvirkjun er í dag einn afskekktasti vinnustaður Íslands, innilokuð á vetrum milli Hrafnseyrarheiðar og Dynjandisheiðar. Með jarðgöngunum, sem verið er að grafa skammt frá, opnast ný sýn og ný tækifæri. Virkjunin verður þá hluti af atvinnusvæði Ísafjarðarbæjar. Stöðvarstjórinn þekkir vel þessa einangrun.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar. Ofarlega til vinstri á myndinni opnast munni Dýrafjarðarganga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta svæði lokast svona frá byrjun desember, má segja eiginlega, og við erum háðir mokstri frá október og fram í desember, - og kannski svona fram undir jól, - þá lokast. Og þetta hefur kannski ekki opnast fyrr en í apríl aftur hingað inn á svæðið,“ segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar, en þá taka þeir bát frá Bíldudal í vinnuna. Ráðamenn Arnarlax skoða nú þann möguleika að reisa stóra seiðaeldisstöð við Mjólká.Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þegar göngin koma og opnast hér á milli þá er Mjólká miðsvæðis á Vestfjörðum. Og þar er gríðarlegt vatn sem við þurfum á að halda við uppbyggingu á seiðaeldi. Þannig að við höfum áhuga á að skoða það frekar, já,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal.Kort/Hlynur Magnússon, Stöð 2.Kortið sýnir hvernig svæðið í kringum Mjólkárvirkjun opnast með göngunum sem miðjan á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Víkingur segir jafnframt nauðsynlegt að vegurinn um Dynjandisheiði verði byggður upp. „Þetta er bara alger bylting. Mjólká verður í raun miðsvæðis, og Þingeyri miðsvæðis hérna á Vestfjörðum. Það er það sem við höfum alltaf sagt. Við þurfum á öllum þorpunum að halda hér í kring. Og það verður alveg jafn mögulegt fyrir fólk á Þingeyri eða Ísafirði eða hérna á suðursvæðinu að vinna til dæmis eins og þarna,“ segir Víkingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00