Byggja upp í Arnarfirði þegar Mjólká verður miðja Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2017 12:15 Frá Mjólkárvirkjun í botni Arnarfjarðar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fjárfestar skoða nú svæðið í botni Arnarfjarðar sem valkost undir mikla atvinnuuppbyggingu. Með Dýrafjarðargöngum verður Mjólká miðja byggðanna á Vestfjörðum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Mjólkárvirkjun er í dag einn afskekktasti vinnustaður Íslands, innilokuð á vetrum milli Hrafnseyrarheiðar og Dynjandisheiðar. Með jarðgöngunum, sem verið er að grafa skammt frá, opnast ný sýn og ný tækifæri. Virkjunin verður þá hluti af atvinnusvæði Ísafjarðarbæjar. Stöðvarstjórinn þekkir vel þessa einangrun.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar. Ofarlega til vinstri á myndinni opnast munni Dýrafjarðarganga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta svæði lokast svona frá byrjun desember, má segja eiginlega, og við erum háðir mokstri frá október og fram í desember, - og kannski svona fram undir jól, - þá lokast. Og þetta hefur kannski ekki opnast fyrr en í apríl aftur hingað inn á svæðið,“ segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar, en þá taka þeir bát frá Bíldudal í vinnuna. Ráðamenn Arnarlax skoða nú þann möguleika að reisa stóra seiðaeldisstöð við Mjólká.Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þegar göngin koma og opnast hér á milli þá er Mjólká miðsvæðis á Vestfjörðum. Og þar er gríðarlegt vatn sem við þurfum á að halda við uppbyggingu á seiðaeldi. Þannig að við höfum áhuga á að skoða það frekar, já,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal.Kort/Hlynur Magnússon, Stöð 2.Kortið sýnir hvernig svæðið í kringum Mjólkárvirkjun opnast með göngunum sem miðjan á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Víkingur segir jafnframt nauðsynlegt að vegurinn um Dynjandisheiði verði byggður upp. „Þetta er bara alger bylting. Mjólká verður í raun miðsvæðis, og Þingeyri miðsvæðis hérna á Vestfjörðum. Það er það sem við höfum alltaf sagt. Við þurfum á öllum þorpunum að halda hér í kring. Og það verður alveg jafn mögulegt fyrir fólk á Þingeyri eða Ísafirði eða hérna á suðursvæðinu að vinna til dæmis eins og þarna,“ segir Víkingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Fjárfestar skoða nú svæðið í botni Arnarfjarðar sem valkost undir mikla atvinnuuppbyggingu. Með Dýrafjarðargöngum verður Mjólká miðja byggðanna á Vestfjörðum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Mjólkárvirkjun er í dag einn afskekktasti vinnustaður Íslands, innilokuð á vetrum milli Hrafnseyrarheiðar og Dynjandisheiðar. Með jarðgöngunum, sem verið er að grafa skammt frá, opnast ný sýn og ný tækifæri. Virkjunin verður þá hluti af atvinnusvæði Ísafjarðarbæjar. Stöðvarstjórinn þekkir vel þessa einangrun.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar. Ofarlega til vinstri á myndinni opnast munni Dýrafjarðarganga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta svæði lokast svona frá byrjun desember, má segja eiginlega, og við erum háðir mokstri frá október og fram í desember, - og kannski svona fram undir jól, - þá lokast. Og þetta hefur kannski ekki opnast fyrr en í apríl aftur hingað inn á svæðið,“ segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar, en þá taka þeir bát frá Bíldudal í vinnuna. Ráðamenn Arnarlax skoða nú þann möguleika að reisa stóra seiðaeldisstöð við Mjólká.Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þegar göngin koma og opnast hér á milli þá er Mjólká miðsvæðis á Vestfjörðum. Og þar er gríðarlegt vatn sem við þurfum á að halda við uppbyggingu á seiðaeldi. Þannig að við höfum áhuga á að skoða það frekar, já,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal.Kort/Hlynur Magnússon, Stöð 2.Kortið sýnir hvernig svæðið í kringum Mjólkárvirkjun opnast með göngunum sem miðjan á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Víkingur segir jafnframt nauðsynlegt að vegurinn um Dynjandisheiði verði byggður upp. „Þetta er bara alger bylting. Mjólká verður í raun miðsvæðis, og Þingeyri miðsvæðis hérna á Vestfjörðum. Það er það sem við höfum alltaf sagt. Við þurfum á öllum þorpunum að halda hér í kring. Og það verður alveg jafn mögulegt fyrir fólk á Þingeyri eða Ísafirði eða hérna á suðursvæðinu að vinna til dæmis eins og þarna,“ segir Víkingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00