BL innkallar Nissan Navara og kaupir upp Pathfinder Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2017 09:00 Þessi Nissan Navara varð á vegi ljósmyndara í vesturbæ Reykjavíkur. Dæmi eru um að Navara-bílar af tilteknum árgerðum hafi brotnað í tvennt vegna tæringar í grind. Vísir Bílaumborðið BL hefur tilkynnt um innköllun á eldri gerðum af Nissan Navara vegna möguleika á óeðilegri tæringu í grind bílanna. Sömu árgerðir af Nissan Pathfinder hafa einnig verið keyptar upp en ekki hefur verið tekin ákvörðun um innköllun þeirra. Nissan býðst til að kaupa upp bíla af báðum tegundum. Greint var frá innkölluninni á vefsíðu Neytendastofu í gær. Um er að ræða 517 bifreiðar af tegundinni Navara D40 árgerð 2005-2012. Innköllunin er sögð felast í því að grind bifreiðanna sé skoðuð og mæld til að kanna hvort styrkleiki grindarinnar sé nægilegur miðað við staðla, vegna gruns um óeðlilega tæringu í grindinni. „Þær bifreiðar sem þegar hafa verið skoðaðar verða aftur kallaðar inn til skoðunar þar sem þessi skoðun verður ítarlegri en áður. Ef grindin er í lagi þá verður grindin varin með þar til gerðum efnum til að verja grindina fyrir skemmdum,“ segir í tilkynningunni. BL muni hafa samband við eigendur vegna þessara innköllunar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Gunnar Axel Gunnarsson, ábyrgðarstjóri BL, að Nissan bjóði eigendum Navara D40 og Pathfinder R51-bíla af þessum árgerðum að kaupa þá af þeim, að því gefnu að þeir séu yngri en tólf ára, jafnvel þótt þeir hafi ekki uppfyllt skilmála um reglulegt viðhald sem komi fram í eigendahandbók bílanna. Neytendastofa hefur haft mál sem tengjast bæði Navara-bílunum og Pathfinder til skoðunar frá því í sumar samkvæmt upplýsingum Vísis.Segjast ekki hafa heimild til einhliða innköllunar Tæringarinnar í grindum þessara bíla hefur orðið vart víðar, þar á meðal á Bretlandi, Írlandi og Skandinavíu. Gallinn lýsir sér þannig að hlutar í þeim tærast og veikjast. Þær geta veikst svo mikið að þær standast ekki lengur öryggisviðmið. Í tilfelli Navara-jeppanna hefur tæringin í sumum tilfellum valdið því að þeir brotni í tvennt. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir að BL hafi nú keypt upp 97 Navara-bíla í samráði við Nissan. Umboðið hafi einnig keypt upp 68 bíla af tegundinni Pathfinder R51 af sömu árgerðum en samskonar tæringar hefur orðið vart í þeim. Vísir spurði BL hvers vegna umboðið hefði ekki ákveðið að innkalla Pathfinder-bílana. Í skriflegu svari kemur fram að umboðið hafi ekki heimild til að hefja einhliða innköllun. Nissan fari eftir lögum og reglum varðandi innkallanir bíla og þessi styrkleikamissir í grind falli ekki undir þær. „Hins vegar höfum við upplýst öll þjónustuverkstæði okkar um að skoða skuli grindur bílanna sérstaklega. Við bendum einnig á að Nissan hefur skoðað vel öll þessi tilfelli og engin slys hafa orðið sem rekja má til styrkleikamissis í grind,“ segir í svarinu. Í svari BL kemur ennfremur fram að nýjasta kynslóð Nissan Navara eigi enga sameiginlega íhluti með eldri kynslóðum. Meðal annars sé framleiðandi burðargrindarinnar annar en auk þess sé hönnun grindarinnar og efnissamsetning stálsins önnur. Bílar Neytendur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Bílaumborðið BL hefur tilkynnt um innköllun á eldri gerðum af Nissan Navara vegna möguleika á óeðilegri tæringu í grind bílanna. Sömu árgerðir af Nissan Pathfinder hafa einnig verið keyptar upp en ekki hefur verið tekin ákvörðun um innköllun þeirra. Nissan býðst til að kaupa upp bíla af báðum tegundum. Greint var frá innkölluninni á vefsíðu Neytendastofu í gær. Um er að ræða 517 bifreiðar af tegundinni Navara D40 árgerð 2005-2012. Innköllunin er sögð felast í því að grind bifreiðanna sé skoðuð og mæld til að kanna hvort styrkleiki grindarinnar sé nægilegur miðað við staðla, vegna gruns um óeðlilega tæringu í grindinni. „Þær bifreiðar sem þegar hafa verið skoðaðar verða aftur kallaðar inn til skoðunar þar sem þessi skoðun verður ítarlegri en áður. Ef grindin er í lagi þá verður grindin varin með þar til gerðum efnum til að verja grindina fyrir skemmdum,“ segir í tilkynningunni. BL muni hafa samband við eigendur vegna þessara innköllunar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Gunnar Axel Gunnarsson, ábyrgðarstjóri BL, að Nissan bjóði eigendum Navara D40 og Pathfinder R51-bíla af þessum árgerðum að kaupa þá af þeim, að því gefnu að þeir séu yngri en tólf ára, jafnvel þótt þeir hafi ekki uppfyllt skilmála um reglulegt viðhald sem komi fram í eigendahandbók bílanna. Neytendastofa hefur haft mál sem tengjast bæði Navara-bílunum og Pathfinder til skoðunar frá því í sumar samkvæmt upplýsingum Vísis.Segjast ekki hafa heimild til einhliða innköllunar Tæringarinnar í grindum þessara bíla hefur orðið vart víðar, þar á meðal á Bretlandi, Írlandi og Skandinavíu. Gallinn lýsir sér þannig að hlutar í þeim tærast og veikjast. Þær geta veikst svo mikið að þær standast ekki lengur öryggisviðmið. Í tilfelli Navara-jeppanna hefur tæringin í sumum tilfellum valdið því að þeir brotni í tvennt. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir að BL hafi nú keypt upp 97 Navara-bíla í samráði við Nissan. Umboðið hafi einnig keypt upp 68 bíla af tegundinni Pathfinder R51 af sömu árgerðum en samskonar tæringar hefur orðið vart í þeim. Vísir spurði BL hvers vegna umboðið hefði ekki ákveðið að innkalla Pathfinder-bílana. Í skriflegu svari kemur fram að umboðið hafi ekki heimild til að hefja einhliða innköllun. Nissan fari eftir lögum og reglum varðandi innkallanir bíla og þessi styrkleikamissir í grind falli ekki undir þær. „Hins vegar höfum við upplýst öll þjónustuverkstæði okkar um að skoða skuli grindur bílanna sérstaklega. Við bendum einnig á að Nissan hefur skoðað vel öll þessi tilfelli og engin slys hafa orðið sem rekja má til styrkleikamissis í grind,“ segir í svarinu. Í svari BL kemur ennfremur fram að nýjasta kynslóð Nissan Navara eigi enga sameiginlega íhluti með eldri kynslóðum. Meðal annars sé framleiðandi burðargrindarinnar annar en auk þess sé hönnun grindarinnar og efnissamsetning stálsins önnur.
Bílar Neytendur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira