Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2017 21:40 Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. Biskupinn hefur knúið á um kauphækkun síðast liðinn tvö ár. Biskup Íslands hefur allt frá því í ágúst árið 2015 reynt að fá kjör sín leiðrétt með samskiptum við kjararáð. Í þeim bréfasamskiptum tíundar Agnes Sigurðardóttir skyldur biskups og umfang embættisins, sem meðal annars felist í yfirstjórn kirkjunnar, tilsjón með og eftirliti með kristinhaldi, vísiteringum til presta, kirkna og um 270 safnaða. Gjarnan falli störf biskups utan hefðbundins vinnutíma að kvöldlagi og um helgar. Biskup hafi einnig skyldur varðandi samskipti við útlönd sem og á alls kyns opinberum hátíðum fyrir utan yfirstjórn á Biskupsstofu. Þá greiði biskup nú leigu af bústað sem honum sé skylt að búa í.Kjararáð ákvað á fundi sínum á sunnudag að hækka laun biskups úr tæplega 1,3 milljónum á mánuði í rúmar 1,5 milljónir en til samanburðar við laun ráðherra lítur dæmið svona út. Forsætisráðherra er nú með 2,021.825 krónur í laun að meðtöldu þingfararkaupi og aðrir ráðherra eru með 1.826.273 krónur á mánuði. Biskup Íslands var að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu með 1.281.961 krónur í mánaðarlaun, en launin verða 1.553.359 eftir ákvörðun kjararáðs. Það þýður hækkun launa með fastri yfirvinnu upp á 25 prósent.Munurinn á launum biskups og ráðherra verður því 272.914 og biskups og forsætisráðherra 468.466. Kjararáð úrskurðaði að laun biskups skyldu hækka frá og með síðustu áramótum og því má áætla að biskup fái um tæpar 3,3 milljónir króna í eingreiðslu vegna þessarar afturvirkni.Athugasemd: Í kvöldfréttum Stöðvar 2 voru laun biskups sögð hafa hækkað meira en í raun og veru. Hefur það verið leiðrétt í þessari útgáfu af fréttinni sem fór á vef Vísi og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Kjaramál Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. Biskupinn hefur knúið á um kauphækkun síðast liðinn tvö ár. Biskup Íslands hefur allt frá því í ágúst árið 2015 reynt að fá kjör sín leiðrétt með samskiptum við kjararáð. Í þeim bréfasamskiptum tíundar Agnes Sigurðardóttir skyldur biskups og umfang embættisins, sem meðal annars felist í yfirstjórn kirkjunnar, tilsjón með og eftirliti með kristinhaldi, vísiteringum til presta, kirkna og um 270 safnaða. Gjarnan falli störf biskups utan hefðbundins vinnutíma að kvöldlagi og um helgar. Biskup hafi einnig skyldur varðandi samskipti við útlönd sem og á alls kyns opinberum hátíðum fyrir utan yfirstjórn á Biskupsstofu. Þá greiði biskup nú leigu af bústað sem honum sé skylt að búa í.Kjararáð ákvað á fundi sínum á sunnudag að hækka laun biskups úr tæplega 1,3 milljónum á mánuði í rúmar 1,5 milljónir en til samanburðar við laun ráðherra lítur dæmið svona út. Forsætisráðherra er nú með 2,021.825 krónur í laun að meðtöldu þingfararkaupi og aðrir ráðherra eru með 1.826.273 krónur á mánuði. Biskup Íslands var að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu með 1.281.961 krónur í mánaðarlaun, en launin verða 1.553.359 eftir ákvörðun kjararáðs. Það þýður hækkun launa með fastri yfirvinnu upp á 25 prósent.Munurinn á launum biskups og ráðherra verður því 272.914 og biskups og forsætisráðherra 468.466. Kjararáð úrskurðaði að laun biskups skyldu hækka frá og með síðustu áramótum og því má áætla að biskup fái um tæpar 3,3 milljónir króna í eingreiðslu vegna þessarar afturvirkni.Athugasemd: Í kvöldfréttum Stöðvar 2 voru laun biskups sögð hafa hækkað meira en í raun og veru. Hefur það verið leiðrétt í þessari útgáfu af fréttinni sem fór á vef Vísi og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.
Kjaramál Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08
Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30
Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56