Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2017 13:00 Ásakanirnar á hendur lögreglufulltrúanum komu fram innan fíkniefnadeildar sem logaði í ágreiningi. Vísir/Eyþór Lögmaður ríkisins ætlar að áfrýja dómi í máli fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Ríkið var dæmt til að greiða manninum milljónir í bætur vegna ákvörðunar lögreglustjóra. Frá þessu greindi Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður ríkisins, þegar skaðabótamál Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Dómnum yrði áfrýjað á næstu dögum. Lögmaður Aldísar lagði dóminn fram þar sem hann styddi það sem hefði komið fram í máli Aldísar. Lögreglufulltrúinn stefndi ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, um að leysa hann frá störfum í janúar í fyrra á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu sem settar höfðu verið fram á hendur honum. Hann hafði verið náinn samstarfsmaður Aldísar í fíkniefnadeildinni.Rannsóknin á honum var á endanum felld niður þar sem ekkert saknæmt kom í ljós.Orðrómar á kreik með óvarlegum ummælum ölvaðra lögreglumannaÍ dómi Hérasdóms Reykjavíkur kom fram að ásakanirnar gegn fulltrúanum hefðu „alla tíð verið með öllu órökstuddar“ og að þær hefðu aðeins byggst á orðrómi. Þá væru vísbendingar um að ásakanirnar hafi sprottið upp úr persónulegri óvild í garð hans í tengslum við klofning innan fíkniefnadeildarinnar. Orðrómarnir gengu meðal annars út á að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum. Uppruna þeirra mætti líklega rekja til „óvarlegra ummæla ölvaðra lögreglumanna á bar einum í Reykjavík í eyra aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum, um að stefnandi væri spilltur lögreglumaður“. Í málum lögreglufulltrúans og Aldísar kom fram að fíkniefnadeildin væri klofin og logaði í illdeilum. Héraðsdómur taldi að óvild hluta starfsmanna fíkniefnadeildarinnar í garð lögreglufulltrúans og staðlausar ásakanir um spillingu hans hefðu verið grundvöllur ákvörðun lögreglustjóra um að leysa hann frá störfum. Dæmdi héraðsdómur honum 2,2 milljónir króna í bætur auk tveggja milljóna króna í málskostnað. Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Lögmaður ríkisins ætlar að áfrýja dómi í máli fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Ríkið var dæmt til að greiða manninum milljónir í bætur vegna ákvörðunar lögreglustjóra. Frá þessu greindi Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður ríkisins, þegar skaðabótamál Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Dómnum yrði áfrýjað á næstu dögum. Lögmaður Aldísar lagði dóminn fram þar sem hann styddi það sem hefði komið fram í máli Aldísar. Lögreglufulltrúinn stefndi ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, um að leysa hann frá störfum í janúar í fyrra á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu sem settar höfðu verið fram á hendur honum. Hann hafði verið náinn samstarfsmaður Aldísar í fíkniefnadeildinni.Rannsóknin á honum var á endanum felld niður þar sem ekkert saknæmt kom í ljós.Orðrómar á kreik með óvarlegum ummælum ölvaðra lögreglumannaÍ dómi Hérasdóms Reykjavíkur kom fram að ásakanirnar gegn fulltrúanum hefðu „alla tíð verið með öllu órökstuddar“ og að þær hefðu aðeins byggst á orðrómi. Þá væru vísbendingar um að ásakanirnar hafi sprottið upp úr persónulegri óvild í garð hans í tengslum við klofning innan fíkniefnadeildarinnar. Orðrómarnir gengu meðal annars út á að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum. Uppruna þeirra mætti líklega rekja til „óvarlegra ummæla ölvaðra lögreglumanna á bar einum í Reykjavík í eyra aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum, um að stefnandi væri spilltur lögreglumaður“. Í málum lögreglufulltrúans og Aldísar kom fram að fíkniefnadeildin væri klofin og logaði í illdeilum. Héraðsdómur taldi að óvild hluta starfsmanna fíkniefnadeildarinnar í garð lögreglufulltrúans og staðlausar ásakanir um spillingu hans hefðu verið grundvöllur ákvörðun lögreglustjóra um að leysa hann frá störfum. Dæmdi héraðsdómur honum 2,2 milljónir króna í bætur auk tveggja milljóna króna í málskostnað.
Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00