Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2017 13:00 Ásakanirnar á hendur lögreglufulltrúanum komu fram innan fíkniefnadeildar sem logaði í ágreiningi. Vísir/Eyþór Lögmaður ríkisins ætlar að áfrýja dómi í máli fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Ríkið var dæmt til að greiða manninum milljónir í bætur vegna ákvörðunar lögreglustjóra. Frá þessu greindi Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður ríkisins, þegar skaðabótamál Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Dómnum yrði áfrýjað á næstu dögum. Lögmaður Aldísar lagði dóminn fram þar sem hann styddi það sem hefði komið fram í máli Aldísar. Lögreglufulltrúinn stefndi ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, um að leysa hann frá störfum í janúar í fyrra á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu sem settar höfðu verið fram á hendur honum. Hann hafði verið náinn samstarfsmaður Aldísar í fíkniefnadeildinni.Rannsóknin á honum var á endanum felld niður þar sem ekkert saknæmt kom í ljós.Orðrómar á kreik með óvarlegum ummælum ölvaðra lögreglumannaÍ dómi Hérasdóms Reykjavíkur kom fram að ásakanirnar gegn fulltrúanum hefðu „alla tíð verið með öllu órökstuddar“ og að þær hefðu aðeins byggst á orðrómi. Þá væru vísbendingar um að ásakanirnar hafi sprottið upp úr persónulegri óvild í garð hans í tengslum við klofning innan fíkniefnadeildarinnar. Orðrómarnir gengu meðal annars út á að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum. Uppruna þeirra mætti líklega rekja til „óvarlegra ummæla ölvaðra lögreglumanna á bar einum í Reykjavík í eyra aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum, um að stefnandi væri spilltur lögreglumaður“. Í málum lögreglufulltrúans og Aldísar kom fram að fíkniefnadeildin væri klofin og logaði í illdeilum. Héraðsdómur taldi að óvild hluta starfsmanna fíkniefnadeildarinnar í garð lögreglufulltrúans og staðlausar ásakanir um spillingu hans hefðu verið grundvöllur ákvörðun lögreglustjóra um að leysa hann frá störfum. Dæmdi héraðsdómur honum 2,2 milljónir króna í bætur auk tveggja milljóna króna í málskostnað. Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Lögmaður ríkisins ætlar að áfrýja dómi í máli fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Ríkið var dæmt til að greiða manninum milljónir í bætur vegna ákvörðunar lögreglustjóra. Frá þessu greindi Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður ríkisins, þegar skaðabótamál Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Dómnum yrði áfrýjað á næstu dögum. Lögmaður Aldísar lagði dóminn fram þar sem hann styddi það sem hefði komið fram í máli Aldísar. Lögreglufulltrúinn stefndi ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, um að leysa hann frá störfum í janúar í fyrra á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu sem settar höfðu verið fram á hendur honum. Hann hafði verið náinn samstarfsmaður Aldísar í fíkniefnadeildinni.Rannsóknin á honum var á endanum felld niður þar sem ekkert saknæmt kom í ljós.Orðrómar á kreik með óvarlegum ummælum ölvaðra lögreglumannaÍ dómi Hérasdóms Reykjavíkur kom fram að ásakanirnar gegn fulltrúanum hefðu „alla tíð verið með öllu órökstuddar“ og að þær hefðu aðeins byggst á orðrómi. Þá væru vísbendingar um að ásakanirnar hafi sprottið upp úr persónulegri óvild í garð hans í tengslum við klofning innan fíkniefnadeildarinnar. Orðrómarnir gengu meðal annars út á að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum. Uppruna þeirra mætti líklega rekja til „óvarlegra ummæla ölvaðra lögreglumanna á bar einum í Reykjavík í eyra aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum, um að stefnandi væri spilltur lögreglumaður“. Í málum lögreglufulltrúans og Aldísar kom fram að fíkniefnadeildin væri klofin og logaði í illdeilum. Héraðsdómur taldi að óvild hluta starfsmanna fíkniefnadeildarinnar í garð lögreglufulltrúans og staðlausar ásakanir um spillingu hans hefðu verið grundvöllur ákvörðun lögreglustjóra um að leysa hann frá störfum. Dæmdi héraðsdómur honum 2,2 milljónir króna í bætur auk tveggja milljóna króna í málskostnað.
Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels