Matsmaður fenginn til að leggja mat á hvar Birnu var komið fyrir í sjó Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2017 17:22 Thomas Møller í dómsal. vísir/eyþór Hæstiréttur hefur vísað frá áfrýjun ákæruvaldsins vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að skipaður skuli nýr matsmaður til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir í sjó. Thomas Møller, þrítugur Grænlendingur, var dæmdur til nítján ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í september síðastliðnum fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Thomas hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar en verjandi hans óskaði eftir því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að matsmaður yrði dómkvaddur til að meta hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó.Telur rökvillu í dómi Í matsbeiðni verjanda Thomasar er því haldið fram að af gögnum málsins sé ljóst að Thomas hefði ekki getað ekið nema um 130 kílómetra á milli klukkan sex og ellefu um morguninn 14. Janúar. Hafi líkama Birnu verið komið fyrir í sjó utan þeirrar vegalengdar megi útiloka sekt Thomasar. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness var komist að þeirri niðurstöðu að Thomas hefði , miðað við kílómetrafjölda, getað ekið á þann stað þar sem Birna fannst. Er það mat verjanda Thomasar að í þessu felist mikil rökvilla því það skipti ekki máli hvort hann hafi getað komist á þann stað sem Birna fannst. Efni málsins sé hvort hann hafi getað komist á þann stað þar sem Birnu var komið fyrir í sjó sjö dögum áður, en það sé augljóslega ekki sami staðurinn og þar sem Birna fannst, að því er fram kemur í matsbeiðninni. Er því óskað eftir því að dómkvaddur matsmaður leggi mat á og svari hvar líklegast sé að líkama Birnu hafi verið komið fyrir í sjó og hvort líkama hennar hafi verið komið fyrir í sjó austan eða vestan við þann stað sem hún fannst. Sé ekki hægt að gefa afdráttarlaus svör við þessum spurningum er farið fram á að matsmaður svari því hvað sé líklegasta svarið við þeim. Þess er óskað að við matið sé tekið mið af hafstraumum, veðurfari, landslagi og öðrum þeim þáttum sem kunna að hafa áhrif á það hvar sé almennt hægt að sjósetja líkama einstaklings og hvar það kunni að hafa verið gert.Ákæruvaldið taldi matið hafa enga þýðingu Ákæruvaldið taldi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að matið hafi enga þýðingu við sönnunarmat í sakamálinu á hendur Thomasi, ekki síst þar sem ekki sé hægt að svara matsspurningunni. Ákæruvaldið taldi það liggja fyrir með óhrekjanlegum hætti að Thomas hafi banað Birnu, eins og fram kom í dómi í héraði. Ekki sé hægt að segja til um í hversu langan tíma lík Birnu hafi verið í sjónum og því vanti meginbreytu til að unnt sé að svara matsspurningunni. Þá sé ekki mögulegt að reikna út eða fá fullnægjandi upplýsingar um hver hafi verið ölduhæð, styrkur sjávarstrauma eða vindstyrkur á hverjum tíma í þá rúmlega átta daga sem um ræðir. Matsmaður geti aldrei reiknað sig til baka í tíma, þannig að hann geti sagt hvar sé líklegast að líkama brotaþola hafi verið komið fyrir í sjó eða gefið svar um líkindi. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði að líta verði til þess ríka svigrúms sem sökuðum manni er veitt til að afla sönnunargagna í sakamáli. Thomas neiti sök í málinu og hyggst með matsgerð freista þess að færa sönnur á hvar líkama Birnu var komið fyrir og sýna fram á að það hafi ekki verið á hans færi. Hvort matið sé gagnslaust og hvort ómögulegt sé að svara spurningunum sem verjandi Thomasar leggur fram taldi dómurinn ekki hægt að fullyrða og það væri verkefni ærði dóms að taka afstöðu til þýðingar umbeðinnar matsgerðar. Féllst því Héraðsdómur Reykjavíkur á matsbeiðnina.Ákæruvaldið áfrýjaði þeim úrskurði til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að vísa málinu frá Hæstarétti sökum annmarka á kæru ákæruvaldsins. Tengdar fréttir Þyngsti dómur á Íslandi í 23 ár Thomas Möller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morð og fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness. Áhersla er lögð á að erlendir borgarar afpláni í heimalandi sínu. 30. september 2017 06:00 Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Thomas Møller áfrýjar til Hæstaréttar Málið gæti orðið eitt af þeim fyrstu sem fer fyrir Landsrétt ef það verður ódæmt fyrir Hæstarétti 1. janúar næstkomandi. 9. október 2017 12:45 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað frá áfrýjun ákæruvaldsins vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að skipaður skuli nýr matsmaður til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir í sjó. Thomas Møller, þrítugur Grænlendingur, var dæmdur til nítján ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í september síðastliðnum fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Thomas hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar en verjandi hans óskaði eftir því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að matsmaður yrði dómkvaddur til að meta hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó.Telur rökvillu í dómi Í matsbeiðni verjanda Thomasar er því haldið fram að af gögnum málsins sé ljóst að Thomas hefði ekki getað ekið nema um 130 kílómetra á milli klukkan sex og ellefu um morguninn 14. Janúar. Hafi líkama Birnu verið komið fyrir í sjó utan þeirrar vegalengdar megi útiloka sekt Thomasar. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness var komist að þeirri niðurstöðu að Thomas hefði , miðað við kílómetrafjölda, getað ekið á þann stað þar sem Birna fannst. Er það mat verjanda Thomasar að í þessu felist mikil rökvilla því það skipti ekki máli hvort hann hafi getað komist á þann stað sem Birna fannst. Efni málsins sé hvort hann hafi getað komist á þann stað þar sem Birnu var komið fyrir í sjó sjö dögum áður, en það sé augljóslega ekki sami staðurinn og þar sem Birna fannst, að því er fram kemur í matsbeiðninni. Er því óskað eftir því að dómkvaddur matsmaður leggi mat á og svari hvar líklegast sé að líkama Birnu hafi verið komið fyrir í sjó og hvort líkama hennar hafi verið komið fyrir í sjó austan eða vestan við þann stað sem hún fannst. Sé ekki hægt að gefa afdráttarlaus svör við þessum spurningum er farið fram á að matsmaður svari því hvað sé líklegasta svarið við þeim. Þess er óskað að við matið sé tekið mið af hafstraumum, veðurfari, landslagi og öðrum þeim þáttum sem kunna að hafa áhrif á það hvar sé almennt hægt að sjósetja líkama einstaklings og hvar það kunni að hafa verið gert.Ákæruvaldið taldi matið hafa enga þýðingu Ákæruvaldið taldi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að matið hafi enga þýðingu við sönnunarmat í sakamálinu á hendur Thomasi, ekki síst þar sem ekki sé hægt að svara matsspurningunni. Ákæruvaldið taldi það liggja fyrir með óhrekjanlegum hætti að Thomas hafi banað Birnu, eins og fram kom í dómi í héraði. Ekki sé hægt að segja til um í hversu langan tíma lík Birnu hafi verið í sjónum og því vanti meginbreytu til að unnt sé að svara matsspurningunni. Þá sé ekki mögulegt að reikna út eða fá fullnægjandi upplýsingar um hver hafi verið ölduhæð, styrkur sjávarstrauma eða vindstyrkur á hverjum tíma í þá rúmlega átta daga sem um ræðir. Matsmaður geti aldrei reiknað sig til baka í tíma, þannig að hann geti sagt hvar sé líklegast að líkama brotaþola hafi verið komið fyrir í sjó eða gefið svar um líkindi. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði að líta verði til þess ríka svigrúms sem sökuðum manni er veitt til að afla sönnunargagna í sakamáli. Thomas neiti sök í málinu og hyggst með matsgerð freista þess að færa sönnur á hvar líkama Birnu var komið fyrir og sýna fram á að það hafi ekki verið á hans færi. Hvort matið sé gagnslaust og hvort ómögulegt sé að svara spurningunum sem verjandi Thomasar leggur fram taldi dómurinn ekki hægt að fullyrða og það væri verkefni ærði dóms að taka afstöðu til þýðingar umbeðinnar matsgerðar. Féllst því Héraðsdómur Reykjavíkur á matsbeiðnina.Ákæruvaldið áfrýjaði þeim úrskurði til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að vísa málinu frá Hæstarétti sökum annmarka á kæru ákæruvaldsins.
Tengdar fréttir Þyngsti dómur á Íslandi í 23 ár Thomas Möller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morð og fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness. Áhersla er lögð á að erlendir borgarar afpláni í heimalandi sínu. 30. september 2017 06:00 Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30 Thomas Møller áfrýjar til Hæstaréttar Málið gæti orðið eitt af þeim fyrstu sem fer fyrir Landsrétt ef það verður ódæmt fyrir Hæstarétti 1. janúar næstkomandi. 9. október 2017 12:45 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Þyngsti dómur á Íslandi í 23 ár Thomas Möller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morð og fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness. Áhersla er lögð á að erlendir borgarar afpláni í heimalandi sínu. 30. september 2017 06:00
Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi Thomas Møller Olsen, þrítugur Grænlendingur, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. 29. september 2017 13:30
Thomas Møller áfrýjar til Hæstaréttar Málið gæti orðið eitt af þeim fyrstu sem fer fyrir Landsrétt ef það verður ódæmt fyrir Hæstarétti 1. janúar næstkomandi. 9. október 2017 12:45