Körfubolti

Durant: Ég verð að þegja

Dagur Lárusson skrifar
Kevin Durant, leikmaður Golden State
Kevin Durant, leikmaður Golden State vísir/getty
Kevin Durant, leikmaður Golden State, var ekki parsáttur eftir leikinn í nótt þrátt fyrir sigur á Orlando Magic.

Durant fór mikinn í leiknum og skoraði 25 stig en undir lok leiksins dróg heldur betur til tíðinda en þá voru honum vísað af velli af dómara leiksins fyrir kjaftbrúk.

Kevin Durant var ekki sáttur með ákvörðun dómarands en segist hann einnig þurfa að sætta sig við svona framkomu.

„Dómararnir stjórna leiknum, þannig ef þeim líður ekki vel, þá geta þeir tekið hvaða ákvörðun sem er. Ég verð að muna það að þeir eru með öll völdin á vellinum og ég verð hreinlega að þegja og taka því.“

Rifrildi Durants við dómarinn kom út frá því að Durant var ekki sáttur við þá ákvörðun að hann fengi aðeins eitt vítakast.

„Þetta átti að vera tvo skot en hann gaf mér enga ástæðu. Ég hélt áfram að spurja hann út í málið og það endaði með því að hann sendi mig útaf.“

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×