Leikstjórnandi Eagles, Carsion Wentz, átti samt ekki alslæman leik en hann kastaði boltanum fyrir 348 jördum og einu snertimarki. Hann var einnig með einn tapaðan bolta.
Hinn magnað leikstjórnandi Sjóhaukanna, Russell Wilson, kastaði minna eða 227 jarda en hann kastaði boltanum þrisvar sinnum fyrir snertimarki.
Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings sendu afar sterk skilaboð í gær er liði vann frábæran útisigur á Atlanta Falcons. Þetta var áttundi sigur Vikings-liðsins í röð.
Svo var uppgjör í sterkasta riðli deildarinnar þar sem New Orleans vann góðan sigur á Carolina.
Eftir helgina eru þrjú lið með besta árangur í deildinni. Tíu sigurleiki og tvö töp. Það eru New England Patriots, Minnesota Vikings og Philadelphia Eagles. Pittsburgh getur náð sama árangri vinni liðið sinn leik í nótt.
Úrslit:
Seattle-Philadelphia 24-10
Atlanta-Minnesota 9-14
Baltimore-Detroit 44-20
Buffalo-New England 3-23
Chicago-San Francisco 14-15
Green Bay-Tampa Bay 26-20 (eftir framlengingu)
Jacksonville-Indianapolis 30-10
Miami-Denver 35-9
NY Jets-Kansas City 38-31
Tennessee-Houston 24-13
LA Chargers-Cleveland 19-10
New Orleans-Carolina 31-21
Arizona-LA Rams 16-32
Oakland-NY Giants 24-17
Í nótt:
Cincinnati - Pittsburgh
Staðan í NFL-deildinni.

Ameríkudeildin:
New England Patriots
Pittsburgh Steelers
Tennessee Titans
Kansas City Chiefs
Jacksonville Jaguars
Baltimore Ravens
Þjóðardeildin:
Minnesota Vikings
Philadelphia Eagles
LA Rams
New Orleans Saints
Seattle Seahawks
Carolina Panthers