Ofhleðsla báta hvorki afrek né hetjudáð að mati rannsóknarnefndar Birgir Olgeirsson skrifar 5. desember 2017 11:26 Myndir sem rannsóknarnefnd samgönguslysa birtir af Hjördísi HU 16 í skýrslunni um atvikið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál og virðst of algengt. Þetta er niðurstaðaa rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hvetur fjölmiðla og aðra til þess að hætta að upphefja ofhleðslu báta sem hetjudáð eða afrek.Þetta segir í skýrslu nefndarinnar vegna atviks sem átti sér stað 15. febrúar þegar reynt var að sigla bátnum Hjördísi HU 16 ofhlöðnum til hafnar, en báturinn var á línuveiðum í Breiðafirði.Hjördísi fylgt til hafnarRannsóknarnefnd samgönguslysaTilkynning barst frá skipstjóra Hjördísar til Vaktstöðvar siglinga þess efnis að báturinn væri kominn með bakborðshalla og sjór væri farinn að koma inn á þilfarið. Var björgunarskipið Björg frá Rifi kallað út ásamt björgunarsveit.Hjördís hallast og áhöfn tekin frá borðiRannsóknarnefnd samgönguslysaSkipverjar ákváðu að létta bátinn með því að kasta fiski fyrir borð og náðu þannig að rétta bátinn. Létu þeir Vaktstöðina vita að ekki væri þörf á frekari aðstoð þar sem fleiri bátar væru á svæðinu. Eftir nokkra siglingu til hafnar kom björgunarskipið Björg á staðinn og sigldi með Hjördísi um tíma en skömmu síðar fór báturinn aftur að halla í bakborða og þyngjast að aftan.Björgunarsveit léttir bátinnRannsóknarnefnd samgöngslysaVar ákveðið að taka áhöfn Hjördísar frá borði og reyna að létta bátinn þannig. Björgunarskipið tók Hjördísi síðan í tog til hafnar á Rifi. Samkvæmt tölum frá Fiskistofu reyndust 8.704 kíló af afla vera um borð í bátnum. Rannsóknarnefndin segir umfram þunga um borð hafa verið um 4.550 kíló. Nefndin telur að þó ekki hafi farið illa í þessu tilviki hafi verið fullt tilefni til að rannsaka þennan atburð. Háttsemin hafi stofnað í hættu öryggi skips og áhafnar.Afli og veiðarfæri á þilfari Hjördísar. Fiskur í körum, poka og laus á þilfari.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Sjávarútvegur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál og virðst of algengt. Þetta er niðurstaðaa rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hvetur fjölmiðla og aðra til þess að hætta að upphefja ofhleðslu báta sem hetjudáð eða afrek.Þetta segir í skýrslu nefndarinnar vegna atviks sem átti sér stað 15. febrúar þegar reynt var að sigla bátnum Hjördísi HU 16 ofhlöðnum til hafnar, en báturinn var á línuveiðum í Breiðafirði.Hjördísi fylgt til hafnarRannsóknarnefnd samgönguslysaTilkynning barst frá skipstjóra Hjördísar til Vaktstöðvar siglinga þess efnis að báturinn væri kominn með bakborðshalla og sjór væri farinn að koma inn á þilfarið. Var björgunarskipið Björg frá Rifi kallað út ásamt björgunarsveit.Hjördís hallast og áhöfn tekin frá borðiRannsóknarnefnd samgönguslysaSkipverjar ákváðu að létta bátinn með því að kasta fiski fyrir borð og náðu þannig að rétta bátinn. Létu þeir Vaktstöðina vita að ekki væri þörf á frekari aðstoð þar sem fleiri bátar væru á svæðinu. Eftir nokkra siglingu til hafnar kom björgunarskipið Björg á staðinn og sigldi með Hjördísi um tíma en skömmu síðar fór báturinn aftur að halla í bakborða og þyngjast að aftan.Björgunarsveit léttir bátinnRannsóknarnefnd samgöngslysaVar ákveðið að taka áhöfn Hjördísar frá borði og reyna að létta bátinn þannig. Björgunarskipið tók Hjördísi síðan í tog til hafnar á Rifi. Samkvæmt tölum frá Fiskistofu reyndust 8.704 kíló af afla vera um borð í bátnum. Rannsóknarnefndin segir umfram þunga um borð hafa verið um 4.550 kíló. Nefndin telur að þó ekki hafi farið illa í þessu tilviki hafi verið fullt tilefni til að rannsaka þennan atburð. Háttsemin hafi stofnað í hættu öryggi skips og áhafnar.Afli og veiðarfæri á þilfari Hjördísar. Fiskur í körum, poka og laus á þilfari.Rannsóknarnefnd samgönguslysa
Sjávarútvegur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira