Sprenging orðið í ávísun kódeinlyfja Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. desember 2017 06:00 Mest er aukningin á Austurlandi og Vesturlandi. vísir/eyþór Rúmlega helmingsaukning hefur átt sér stað í ávísunum kódeinlyfja hér á landi frá árinu 2005. Verkefnastjóri lyfjamála hjá Landlæknisembættinu segir að læknar ættu að hugsa sig vel um áður en slíkum lyfjum er ávísað. „Meðan aðrar þjóðir hafa dregið saman notkun á slíkum lyfjum þá hefur notkunin verið að aukast hjá okkur,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Landlækni.Ólafur B. EinarssonMunurinn er sérstaklega mikill sé litið til ávísana til þeirra sem eru eldri en fimmtíu ára. Sé sá aldurshópur á Íslandi borinn saman við Svíþjóð kemur í ljós að allt að þrefalt fleiri skömmtum er ávísað hér á landi. „Við vitum að þegar fólk er komið á þennan aldur geta komið upp ýmis verkjavandamál. Það er samt ekkert sem bendir til þess að það séu fleiri slík vandamál hér á landi heldur en annars staðar. Í raun vitum við ekki hvað býr að baki,“ segir hann. Ólafur segir að í eftirliti Landlæknisembættis með lyfjaávísunum sjáist greinilega að það séu margir einstaklingar sem fara á milli lækna til að verða sér úti um verkjalyf. „Margir nýta sér það til dæmis að tannlæknar, sem mega ávísa slíkum lyfjum, eru ekki tengdir sjúkraskrárkerfi sem aðrir læknar hafa aðgang að. Þá eru þeir ekki oft að skoða lyfjagagnagrunninn.“ Þá segir hann að einnig sé það tiltölulega lítill hópur lækna sem ávísar lyfjum í stórum stíl. Embættið sendi árlega tugi bréfa og svipti lækna leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Einnig séu dæmi um að menn hafi verið sviptir læknaleyfinu vegna þessa. „Þetta er yfirgripsmikið verkefni. Sem stendur erum við að endurnýja leiðbeiningar um ávísanir lyfja til að ýta við læknum til að koma málunum í betri farveg hér á landi,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Rúmlega helmingsaukning hefur átt sér stað í ávísunum kódeinlyfja hér á landi frá árinu 2005. Verkefnastjóri lyfjamála hjá Landlæknisembættinu segir að læknar ættu að hugsa sig vel um áður en slíkum lyfjum er ávísað. „Meðan aðrar þjóðir hafa dregið saman notkun á slíkum lyfjum þá hefur notkunin verið að aukast hjá okkur,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Landlækni.Ólafur B. EinarssonMunurinn er sérstaklega mikill sé litið til ávísana til þeirra sem eru eldri en fimmtíu ára. Sé sá aldurshópur á Íslandi borinn saman við Svíþjóð kemur í ljós að allt að þrefalt fleiri skömmtum er ávísað hér á landi. „Við vitum að þegar fólk er komið á þennan aldur geta komið upp ýmis verkjavandamál. Það er samt ekkert sem bendir til þess að það séu fleiri slík vandamál hér á landi heldur en annars staðar. Í raun vitum við ekki hvað býr að baki,“ segir hann. Ólafur segir að í eftirliti Landlæknisembættis með lyfjaávísunum sjáist greinilega að það séu margir einstaklingar sem fara á milli lækna til að verða sér úti um verkjalyf. „Margir nýta sér það til dæmis að tannlæknar, sem mega ávísa slíkum lyfjum, eru ekki tengdir sjúkraskrárkerfi sem aðrir læknar hafa aðgang að. Þá eru þeir ekki oft að skoða lyfjagagnagrunninn.“ Þá segir hann að einnig sé það tiltölulega lítill hópur lækna sem ávísar lyfjum í stórum stíl. Embættið sendi árlega tugi bréfa og svipti lækna leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Einnig séu dæmi um að menn hafi verið sviptir læknaleyfinu vegna þessa. „Þetta er yfirgripsmikið verkefni. Sem stendur erum við að endurnýja leiðbeiningar um ávísanir lyfja til að ýta við læknum til að koma málunum í betri farveg hér á landi,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira