Bjarki mætir fyrrum andstæðingi Conor Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. desember 2017 15:45 Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. Bjarki Þór Pálsson mætir í aðalbardaga kvöldsins þar sem hann freistar þess að verja léttvigtarmeistarabeltið sitt. Hann mætir Steve O'Keeffe, en bardaginn verður sá fyrsti hjá Bjarka síðan hann vann Léttvigtarmeistaratitilinn í október. O'Keffe er enskur bardagamaður sem af mörgum er talinn besti léttvigtarmaðurinn sem berst utan stóru bardagasambandanna. Hann er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu og tae-kwon-do og hefur meðal annars mætt Conor McGregor. „Ég er búinn að eiga frábærar æfingabúðir og hef aldrei verið ferskari. Það er stutt liðið frá síðasta bardaga og ég fór næstum bara beint aftur að gera mig kláran til að berjast aftur að honum loknum. Fyrst fór ég þó til Valencia ásamt fjölskyldunni minni í vikuferð. Kærastan mín er þar í dýralæknanámi og ég nýtti ferðina vel. Ég kom henni í opna skjöldu, skellti mér á skeljarnar og bað hennar. Hún sagði já þannig að ég get ekki annað sagt en að það sé jákvæð orka og hamingja sem drífi mig áfram þessa dagana. Ekkert færir manni meiri kraft en ástin og það stoppar mig enginn á meðan ég er í þessum ham,“ sagði Bjarki Þór í fréttatilkynningu frá Mjölni. „Steve O´Keeffe er alvöru andstæðingur. Þegar ég sýni fram á að ég get sigrað hann þá er ég jafnframt að sýna stóru samböndunum, UFC og Bellator, að ég er algjörlega tilbúinn að stíga inn á stóra sviðið. Ég er með svo frábært lið í kringum mig. Gæti ekki verið betur settur með þjálfara og æfingafélaga. Gunnar Nelson er búinn að hjálpa mér mikið og við erum búnir að æfa talsvert saman undangengnar vikur. Ég er alltaf að bæta mig og ég þori að lofa að ég mun berjast minn besta bardaga frá upphafiá morgun.” Bjarki Ómarson berst sinn fyrsta atvinnubardaga þegar hann mætir hinum palentíska Mehmuhd Raza. Sá hefur unnið fjóra af fimm atvinnubardögum sínum. „Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu tækifæri og er búinn að gera mig kláran í bardaga þrisvar sinnum undangengið árið en svo hefur bara alltaf eitthvað leiðinlegt komið uppá á síðustu stundu. Ég búinn að vera óheppinn með meiðsli og svo hef ég líka lent í því að andstæðingar mínir dregið sig úr keppni. Það má því segja að ég sé glorhungraður og ég get bara varla lýst því hvað ég glaður með það að þessi bardagi sé að verða að veruleika,“ sagði Bjarki. Ingþór Örn Valdimarsson snýr aftur eftir 10 ára hlé og berst sinn annan atvinnubardaga. Bjartur Guðlaugsson og Jeremy Aclipen berjast áhugamannabardaga. Gunnar Nelson verður í föruneyti drengjanna og verður í horni þeirra á morgun. Kvöldið hefst klukkan 18:00, en búist er við að Bjarki Þór mæti korter fyrir ellefu. MMA Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Sjá meira
Fimm Íslendingar verða í eldlínunni á FightStar Championship 13 bardagakvöldinu í London annað kvöld. Bjarki Þór Pálsson mætir í aðalbardaga kvöldsins þar sem hann freistar þess að verja léttvigtarmeistarabeltið sitt. Hann mætir Steve O'Keeffe, en bardaginn verður sá fyrsti hjá Bjarka síðan hann vann Léttvigtarmeistaratitilinn í október. O'Keffe er enskur bardagamaður sem af mörgum er talinn besti léttvigtarmaðurinn sem berst utan stóru bardagasambandanna. Hann er með svart belti í brasilísku jiu-jitsu og tae-kwon-do og hefur meðal annars mætt Conor McGregor. „Ég er búinn að eiga frábærar æfingabúðir og hef aldrei verið ferskari. Það er stutt liðið frá síðasta bardaga og ég fór næstum bara beint aftur að gera mig kláran til að berjast aftur að honum loknum. Fyrst fór ég þó til Valencia ásamt fjölskyldunni minni í vikuferð. Kærastan mín er þar í dýralæknanámi og ég nýtti ferðina vel. Ég kom henni í opna skjöldu, skellti mér á skeljarnar og bað hennar. Hún sagði já þannig að ég get ekki annað sagt en að það sé jákvæð orka og hamingja sem drífi mig áfram þessa dagana. Ekkert færir manni meiri kraft en ástin og það stoppar mig enginn á meðan ég er í þessum ham,“ sagði Bjarki Þór í fréttatilkynningu frá Mjölni. „Steve O´Keeffe er alvöru andstæðingur. Þegar ég sýni fram á að ég get sigrað hann þá er ég jafnframt að sýna stóru samböndunum, UFC og Bellator, að ég er algjörlega tilbúinn að stíga inn á stóra sviðið. Ég er með svo frábært lið í kringum mig. Gæti ekki verið betur settur með þjálfara og æfingafélaga. Gunnar Nelson er búinn að hjálpa mér mikið og við erum búnir að æfa talsvert saman undangengnar vikur. Ég er alltaf að bæta mig og ég þori að lofa að ég mun berjast minn besta bardaga frá upphafiá morgun.” Bjarki Ómarson berst sinn fyrsta atvinnubardaga þegar hann mætir hinum palentíska Mehmuhd Raza. Sá hefur unnið fjóra af fimm atvinnubardögum sínum. „Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu tækifæri og er búinn að gera mig kláran í bardaga þrisvar sinnum undangengið árið en svo hefur bara alltaf eitthvað leiðinlegt komið uppá á síðustu stundu. Ég búinn að vera óheppinn með meiðsli og svo hef ég líka lent í því að andstæðingar mínir dregið sig úr keppni. Það má því segja að ég sé glorhungraður og ég get bara varla lýst því hvað ég glaður með það að þessi bardagi sé að verða að veruleika,“ sagði Bjarki. Ingþór Örn Valdimarsson snýr aftur eftir 10 ára hlé og berst sinn annan atvinnubardaga. Bjartur Guðlaugsson og Jeremy Aclipen berjast áhugamannabardaga. Gunnar Nelson verður í föruneyti drengjanna og verður í horni þeirra á morgun. Kvöldið hefst klukkan 18:00, en búist er við að Bjarki Þór mæti korter fyrir ellefu.
MMA Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Sjá meira