Notkun sykursýkislyfja þrefaldast frá aldamótum Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2017 06:00 Æ fleiri hér á landi þurfa á liðsinni heilbrigðiskerfisins að halda vegna sykursýki 2 sem að langflestum er skilgreindur sem lífstílssjúkdómur. vísir/vilhelm Sykursýkislyfjanotkun Íslendinga hefur þrefaldast á þessari öld. Árið 2000 voru notaðir um 15 dagskammtar af sykursýkislyfjum á hverja þúsund íbúa hér á landi. Fimmtán árum síðar hafði þessi tala hækkað upp í 46 skammta. Þetta sýna tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Rafn Benediktsson, yfirlæknir innkirtlalækninga á Landspítalanum, segir sykursýki vera alheimsfaraldur. „Það er faraldur sykursýki í heiminum. Þessi faraldur hefur breiðst út í áratugi og snýr að langmestu leyti að lífsstíl okkar á Vesturlöndum,“ segir Rafn. „Við þyngjumst hratt hér á landi og hreyfingarleysi og offita fylgir gjarnan sykursýki af þessari gerð.“ Í grein í Læknablaðinu í október síðastliðnum fara sjö læknar undir stjórn Karls Andersens læknis hjá Hjartavernd yfir faraldsfræði kransæðasjúkdóma á Íslandi síðustu fimmtíu ár. Þar kemur fram að fækkun ótímabærra dauðsfalla hefur verið mikil og áhættuþættir kransæðasjúkdóma hafa farið batnandi. Hins vegar hefur vaxandi offita og sykursýki dregið úr ávinningnum síðustu áratugi. „Allt bendir til þess að áframhaldandi aukning í offitu og sykursýki muni leiða til aukningar á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á komandi áratugum,“ segir í greininni. Notkun sykursýkislyfja hefur farið vaxandi í Skandinavíu undanfarin fimmtán ár. Síðustu áratugi hefur notkunin verið mun minni hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Hins vegar eykst notkun hér á landi mun hraðar en í Skandinavíu. Þreföldun á fimmtán árum er mun meiri aukning en annars staðar. Á skömmum tíma er lyfjanotkun okkar Íslendinga nú ekki ósvipuð því sem gengur og gerist í Danmörku og Noregi. Birgir Jakobsson landlæknir segir þessa aukningu hér á landi vera birtingarmynd þess lífsstíls sem við lifum. „Það er hægt að fækka tilfellum af sykursýki 2 með aukinni hreyfingu og mun hollara mataræði en við neytum í dag. Því ætti það að vera keppikefli okkar allra að bættri heilsu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Sykursýkislyfjanotkun Íslendinga hefur þrefaldast á þessari öld. Árið 2000 voru notaðir um 15 dagskammtar af sykursýkislyfjum á hverja þúsund íbúa hér á landi. Fimmtán árum síðar hafði þessi tala hækkað upp í 46 skammta. Þetta sýna tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Rafn Benediktsson, yfirlæknir innkirtlalækninga á Landspítalanum, segir sykursýki vera alheimsfaraldur. „Það er faraldur sykursýki í heiminum. Þessi faraldur hefur breiðst út í áratugi og snýr að langmestu leyti að lífsstíl okkar á Vesturlöndum,“ segir Rafn. „Við þyngjumst hratt hér á landi og hreyfingarleysi og offita fylgir gjarnan sykursýki af þessari gerð.“ Í grein í Læknablaðinu í október síðastliðnum fara sjö læknar undir stjórn Karls Andersens læknis hjá Hjartavernd yfir faraldsfræði kransæðasjúkdóma á Íslandi síðustu fimmtíu ár. Þar kemur fram að fækkun ótímabærra dauðsfalla hefur verið mikil og áhættuþættir kransæðasjúkdóma hafa farið batnandi. Hins vegar hefur vaxandi offita og sykursýki dregið úr ávinningnum síðustu áratugi. „Allt bendir til þess að áframhaldandi aukning í offitu og sykursýki muni leiða til aukningar á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á komandi áratugum,“ segir í greininni. Notkun sykursýkislyfja hefur farið vaxandi í Skandinavíu undanfarin fimmtán ár. Síðustu áratugi hefur notkunin verið mun minni hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Hins vegar eykst notkun hér á landi mun hraðar en í Skandinavíu. Þreföldun á fimmtán árum er mun meiri aukning en annars staðar. Á skömmum tíma er lyfjanotkun okkar Íslendinga nú ekki ósvipuð því sem gengur og gerist í Danmörku og Noregi. Birgir Jakobsson landlæknir segir þessa aukningu hér á landi vera birtingarmynd þess lífsstíls sem við lifum. „Það er hægt að fækka tilfellum af sykursýki 2 með aukinni hreyfingu og mun hollara mataræði en við neytum í dag. Því ætti það að vera keppikefli okkar allra að bættri heilsu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira