Bíl var ekið inn í hársnyrtistofu í Hraunbæ á tíunda tímanum í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar urðu engin slys á fólki. Ökumaður bílsins og farþegi, sem reyndust vera ungt par í annarlegu ástandi, voru handteknir á vettvangi. Parið var flutt á næstu lögreglustöð þar sem það hefur varið nóttinni í fangaklefa.
Þá voru vímuefnatengd útköll fyrirferðamikil hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þrjár bifreiðar hið minnsta voru stöðvaðar það sem grunur lék á akstri undir áhrifum og í tveimur tifellum eru ökumennirnir jafnframt grunaðir um vörslu fíkniefna.
Að sama skapi var karlmaður handtekinn á heimili sínu í Breiðholti á tíunda tímanum í gærkvöldi. Grunur leikur á að hann stundi fíkniefnasölu. Lagt var hald á ótilgreint magn fíkniefna á heimili hans en ekki nánar greint frá málalyktum í dagbók lögreglunnar.
