Farið að sjá fyrir endann á stjórnarmyndun Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2017 12:56 Það skýrist á næstu tveimur sólarhringum hvort ný ríkisstjórn getur tekið við um komandi helgi. Farið er að sjá fyrir endann á gerð stjórnarsáttmála en enn á eftir að útkljá nokkur stór mál. Formaður Framsóknarflokksins segir vinnuna ganga vel og það skýrist í dag eða á morgun hvenær stofnanir flokkanna verði kallaðar saman til að staðfesta stjórnarsáttmála. Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funduðu í Ráðherrabústaðnum í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að fundum verði framhaldið í dag. „Þetta gengur ágætlega. Við höfum verið að fara vel yfir þessi málefni og málefnasamning og skoða ólíka þætti. Meðal annars að hitta fólk úr samfélaginu. Gerum eitthvað af því í dag líka,“ segir Sigurður Ingi. En í dag munu formennirnir hitta fulltrúa eldri borgara og öryrkja. Vinnan gengið vel Vinnan við gerð málefnasamnings hefur gengið vel að sögn Sigurðar Inga og hafa þingflokkarnir komið meira að málum undanfarna daga og þingmenn fengið að sjá að minnsta kosti hluta af því sem formennirnir hafa samið um. „Við erum að fara yfir málin og fínstilla og ná saman um ákveðna þætti sem skipta máli. Þess vegna höfum við meðal annars verið að hitta aðila vinnumarkaðarins og slíka aðila. Þar sem að stór verkefni fram undan tengjast því sem þar er að gerast,“ segir Sigurður Ingi. Eftir að formennirnir hafa lagt blessun sína yfir stjórnarsáttmála verður hann kynntur og borinn upp í stofnunum flokkanna. Þá eru formennirnir einnig farnir að leggja línurnar varðandi fjárlög næsta árs. Búast má við að mest verði andstaðan við stjórn þessara flokka innan Vinstri grænna en viðræðurnar hafa tekið lengri tíma en formennirnir gerðu fyrst ráð fyrir. „Þetta er eins og við höfum verið að segja, annars vegar meiri vinna og mikilvægt að vanda sig þar sem það sem lengi á að standa sé vel undirbyggt.“En má segja að málefnasamningur sé á lokametrunum? „Já það má segja að við séum farin að sjá til enda í þeirri vinnu. Ég er bara frekar bjartsýnn á að við náum því núna á næstu dögum.“Gæti orðið til ný ríkisstjórn fyrir helgi? „Ég skal ekki segja hversu hratt það gengur. En það eru líka, eins og þú hefur nefnt, aðrir þætti sem sem þarf að skoða eins og fjárlög. Allt tekur þetta tíma að undirbúa,“ segir Sigurður Ingi. Það skýrist væntanlega eftir daginn í dag eða á morgun hvort ný stjórn getur tekið við um helgina, en þá þyrfti að boða stofnanir flokkanna til fundar á föstudag eða laugardag. Ný stjórn gæti því tekið við á sunnudag ef allt gengur upp, en þó sennilega ekki fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku, þar sem fólki er yfirleitt illa við að ný ríkisstjórn taki við völdum á mánudegi. Sigurður Ingi segir að sennilega komi Alþingi saman 4. eða 5. desember. Kosningar 2017 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira
Það skýrist á næstu tveimur sólarhringum hvort ný ríkisstjórn getur tekið við um komandi helgi. Farið er að sjá fyrir endann á gerð stjórnarsáttmála en enn á eftir að útkljá nokkur stór mál. Formaður Framsóknarflokksins segir vinnuna ganga vel og það skýrist í dag eða á morgun hvenær stofnanir flokkanna verði kallaðar saman til að staðfesta stjórnarsáttmála. Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funduðu í Ráðherrabústaðnum í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að fundum verði framhaldið í dag. „Þetta gengur ágætlega. Við höfum verið að fara vel yfir þessi málefni og málefnasamning og skoða ólíka þætti. Meðal annars að hitta fólk úr samfélaginu. Gerum eitthvað af því í dag líka,“ segir Sigurður Ingi. En í dag munu formennirnir hitta fulltrúa eldri borgara og öryrkja. Vinnan gengið vel Vinnan við gerð málefnasamnings hefur gengið vel að sögn Sigurðar Inga og hafa þingflokkarnir komið meira að málum undanfarna daga og þingmenn fengið að sjá að minnsta kosti hluta af því sem formennirnir hafa samið um. „Við erum að fara yfir málin og fínstilla og ná saman um ákveðna þætti sem skipta máli. Þess vegna höfum við meðal annars verið að hitta aðila vinnumarkaðarins og slíka aðila. Þar sem að stór verkefni fram undan tengjast því sem þar er að gerast,“ segir Sigurður Ingi. Eftir að formennirnir hafa lagt blessun sína yfir stjórnarsáttmála verður hann kynntur og borinn upp í stofnunum flokkanna. Þá eru formennirnir einnig farnir að leggja línurnar varðandi fjárlög næsta árs. Búast má við að mest verði andstaðan við stjórn þessara flokka innan Vinstri grænna en viðræðurnar hafa tekið lengri tíma en formennirnir gerðu fyrst ráð fyrir. „Þetta er eins og við höfum verið að segja, annars vegar meiri vinna og mikilvægt að vanda sig þar sem það sem lengi á að standa sé vel undirbyggt.“En má segja að málefnasamningur sé á lokametrunum? „Já það má segja að við séum farin að sjá til enda í þeirri vinnu. Ég er bara frekar bjartsýnn á að við náum því núna á næstu dögum.“Gæti orðið til ný ríkisstjórn fyrir helgi? „Ég skal ekki segja hversu hratt það gengur. En það eru líka, eins og þú hefur nefnt, aðrir þætti sem sem þarf að skoða eins og fjárlög. Allt tekur þetta tíma að undirbúa,“ segir Sigurður Ingi. Það skýrist væntanlega eftir daginn í dag eða á morgun hvort ný stjórn getur tekið við um helgina, en þá þyrfti að boða stofnanir flokkanna til fundar á föstudag eða laugardag. Ný stjórn gæti því tekið við á sunnudag ef allt gengur upp, en þó sennilega ekki fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku, þar sem fólki er yfirleitt illa við að ný ríkisstjórn taki við völdum á mánudegi. Sigurður Ingi segir að sennilega komi Alþingi saman 4. eða 5. desember.
Kosningar 2017 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira