Mikil hætta á mjúkum pökkum í ár Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Það verður að teljast afar ólíklegt að Íslendingar fari í jólaköttinn í ár ef marka má söluna sem hefur verið á fatnaði og fylgihlutum síðustu misserin hér á landi. Miðnæturopnanir stóru verslunarmiðstöðvanna tveggja skiluðu mikilli sölu til íslenskra kaupmanna en H&M fékk einnig væna sneið af jólakökunni. Landslagið á fatamarkaðnum hefur breyst mikið síðasta árið með umfangsmiklum breytingum í verslunarmiðstöðvunum tveimur. Þar ber helst að nefna opnun H&M í báðum verslunarmiðstöðvum. Zara lokaði einnig annarri verslun sinni, Lindex hefur opnað fleiri nýjar verslanir og breytt og bætt verslunina í Smáralind. Next hefur að opnað aftur eftir að hafa fært verslun sína og Selected og Jack & Jones eru að opna aftur eftir miklar breytingar í Kringlunni. Í aðdraganda jóla er orðin hefð fyrir því að verslunarmiðstöðvarnar haldi miðnæturopnanir þar sem góð tilboð eru á flestum vörum. Miðvikudaginn 1. nóvember var Miðnæturopnun í Smáralind og Miðnætursprengja Kringlunnar fimmtudaginn 9. nóvember. Samkvæmt úrtaki Meniga áttu fleiri viðskipti sér stað í fatabúðunum í Miðnætursprengju Kringlunnar heldur en Miðnæturopnun Smáralindar. Hlutdeildin í sölu var ólík milli þessara daga og sást þar vel að Zara er aðeins með verslun í annarri verslunarmiðstöðinni en þeir voru með hæsta hlutdeild í sölu fataverslana 1. nóvember en frekar smáir 9. nóvember. Lindex var með hæstu hlutdeild í sölu 9. nóvember enda með þrjár verslanir í Kringlunni. H&M fékk væna sneið af sölunni báða þessa daga en var þó minni en Zara 1. nóvember og Lindex 9. nóvember. Ef marka má reynslu síðustu ára er mjög hátt hlutfall af þeirri fatasölu sem á sér stað fyrir jólin búin áður en desember hefst. Árið 2015 sáum við í gögnum Meniga að í Kringlunni voru 54% af fatasölunni búin áður en desember hófst og í Smáralind voru 55% af fatasölunni búin áður en desember hófst. Það verður því áhugavert að fylgjast með því hvernig salan í desember gengur og hvort hún fari að mestmegnis til H&M. Munu íslenskir kaupmenn fá bita af jólakökunni eða þurfa þeir að láta sér nægja mylsnuna sem fellur af borði sænska fatarisans?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það verður að teljast afar ólíklegt að Íslendingar fari í jólaköttinn í ár ef marka má söluna sem hefur verið á fatnaði og fylgihlutum síðustu misserin hér á landi. Miðnæturopnanir stóru verslunarmiðstöðvanna tveggja skiluðu mikilli sölu til íslenskra kaupmanna en H&M fékk einnig væna sneið af jólakökunni. Landslagið á fatamarkaðnum hefur breyst mikið síðasta árið með umfangsmiklum breytingum í verslunarmiðstöðvunum tveimur. Þar ber helst að nefna opnun H&M í báðum verslunarmiðstöðvum. Zara lokaði einnig annarri verslun sinni, Lindex hefur opnað fleiri nýjar verslanir og breytt og bætt verslunina í Smáralind. Next hefur að opnað aftur eftir að hafa fært verslun sína og Selected og Jack & Jones eru að opna aftur eftir miklar breytingar í Kringlunni. Í aðdraganda jóla er orðin hefð fyrir því að verslunarmiðstöðvarnar haldi miðnæturopnanir þar sem góð tilboð eru á flestum vörum. Miðvikudaginn 1. nóvember var Miðnæturopnun í Smáralind og Miðnætursprengja Kringlunnar fimmtudaginn 9. nóvember. Samkvæmt úrtaki Meniga áttu fleiri viðskipti sér stað í fatabúðunum í Miðnætursprengju Kringlunnar heldur en Miðnæturopnun Smáralindar. Hlutdeildin í sölu var ólík milli þessara daga og sást þar vel að Zara er aðeins með verslun í annarri verslunarmiðstöðinni en þeir voru með hæsta hlutdeild í sölu fataverslana 1. nóvember en frekar smáir 9. nóvember. Lindex var með hæstu hlutdeild í sölu 9. nóvember enda með þrjár verslanir í Kringlunni. H&M fékk væna sneið af sölunni báða þessa daga en var þó minni en Zara 1. nóvember og Lindex 9. nóvember. Ef marka má reynslu síðustu ára er mjög hátt hlutfall af þeirri fatasölu sem á sér stað fyrir jólin búin áður en desember hefst. Árið 2015 sáum við í gögnum Meniga að í Kringlunni voru 54% af fatasölunni búin áður en desember hófst og í Smáralind voru 55% af fatasölunni búin áður en desember hófst. Það verður því áhugavert að fylgjast með því hvernig salan í desember gengur og hvort hún fari að mestmegnis til H&M. Munu íslenskir kaupmenn fá bita af jólakökunni eða þurfa þeir að láta sér nægja mylsnuna sem fellur af borði sænska fatarisans?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar