Tímaspursmál hvenær konur ryfu þögnina 23. nóvember 2017 06:45 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. vísir/Ernir Það var aðeins tímaspursmál hvenær stíflan myndi bresta og konur rjúfa þögnina um kynbundið ofbeldi innan stjórnmálanna sem sé hluti af vinnustaðarmenningu Alþingis sem taka þarf föstum tökum. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, sem ásamt hópi annarra karl á þingi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem lýst er yfir vilja til að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna á þriðjudag undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins“ um að karlar axli ábyrgð og stjórnmálaflokkarnir taki af festu á kynbundnu ofbeldi. „Þessi hópur kom saman vikuna eftir kosningar þannig að við höfum verið að stefna að því að gera eitthvað síðan þá,“ segir Andrés Ingi en tilefnið var #MeToo vakningin sem á undanförnum vikum hefur afhjúpað kynbundið ofbeldi innan fjölda stétta. „Það var kannski bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona kæmi fram. Þetta er einhver hluti af vinnustaðarmenningunni á Alþingi sem þarf að takast á við og eitthvað sem við viljum skoða; hvernig við getum byggt upp betra andrúmsloft á þingi.“ Þegar hafi verið rætt við UN Women um þá hugmynd að skipuleggja s.k. „Barbershop“ fyrir þingmenn sem myndi að sögn Andrésar fela í sér starfsdag í þinginu þar sem allir þingmenn, karlar og konur, ræði þessi mál opinskátt. „Þetta væri einn stór viðburður í upphafi kjörtímabils en svo þurfum við að hafa viðvarandi samtal í gangi um frekari aðgerðir.“ Aðspurður kveðst Andrés sjálfur ekki hafa orðið vitni að áreitni eða óviðeigandi framkomu kollega þann tíma sem hann hefur setið á þingi. „Ég man ekki til þess en það er alltaf möguleiki að maður sé orðinn svo samdauna kerfinu að maður sjái það ekki. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og vinna á ef sú er raunin. Það eru allir mjög viljugir að stíga þetta skref.“ Nýir þingmenn fá fræðslu og kennslu áður en þeir setjast á þing þar sem þeir eru settir inn í siði og venjur, hvernig þeir eiga að bera sig að og haga sér í starfi. Andrés segir aðspurður að það geti verið af hinu góða að þingið taki upp sambærilega fræðslu um kynbundið ofbeldi. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Það var aðeins tímaspursmál hvenær stíflan myndi bresta og konur rjúfa þögnina um kynbundið ofbeldi innan stjórnmálanna sem sé hluti af vinnustaðarmenningu Alþingis sem taka þarf föstum tökum. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, sem ásamt hópi annarra karl á þingi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem lýst er yfir vilja til að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna á þriðjudag undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins“ um að karlar axli ábyrgð og stjórnmálaflokkarnir taki af festu á kynbundnu ofbeldi. „Þessi hópur kom saman vikuna eftir kosningar þannig að við höfum verið að stefna að því að gera eitthvað síðan þá,“ segir Andrés Ingi en tilefnið var #MeToo vakningin sem á undanförnum vikum hefur afhjúpað kynbundið ofbeldi innan fjölda stétta. „Það var kannski bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona kæmi fram. Þetta er einhver hluti af vinnustaðarmenningunni á Alþingi sem þarf að takast á við og eitthvað sem við viljum skoða; hvernig við getum byggt upp betra andrúmsloft á þingi.“ Þegar hafi verið rætt við UN Women um þá hugmynd að skipuleggja s.k. „Barbershop“ fyrir þingmenn sem myndi að sögn Andrésar fela í sér starfsdag í þinginu þar sem allir þingmenn, karlar og konur, ræði þessi mál opinskátt. „Þetta væri einn stór viðburður í upphafi kjörtímabils en svo þurfum við að hafa viðvarandi samtal í gangi um frekari aðgerðir.“ Aðspurður kveðst Andrés sjálfur ekki hafa orðið vitni að áreitni eða óviðeigandi framkomu kollega þann tíma sem hann hefur setið á þingi. „Ég man ekki til þess en það er alltaf möguleiki að maður sé orðinn svo samdauna kerfinu að maður sjái það ekki. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og vinna á ef sú er raunin. Það eru allir mjög viljugir að stíga þetta skref.“ Nýir þingmenn fá fræðslu og kennslu áður en þeir setjast á þing þar sem þeir eru settir inn í siði og venjur, hvernig þeir eiga að bera sig að og haga sér í starfi. Andrés segir aðspurður að það geti verið af hinu góða að þingið taki upp sambærilega fræðslu um kynbundið ofbeldi.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira