Ástarsögur Sigurður Árni Þórðarson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Ég stóð einu sinni við hlið manns í Skagafirði og ræddi við hann um kirkjuna í heimabyggð hans. Orð hans voru eftirminnileg og opnuðu mér glugga að viðhorfi fólks um allt land, jafnvel óháð trú eða vantrú. Hann sagði: „Þetta er kirkjan okkar. Kirkjan er hluti af okkur. Við viljum halda í hana og hafa hana fallega.“ Svo skýrði hann mál sitt og mér vitraðist að kirkjan var honum mun meira en bara guðsþjónusturými. Hún var manninum tákn um líf fólksins hans, sögu þess og menningu. Víða hef ég heyrt fólk tala með svipuðum hætti um kirkjuna sína. Sögur þeirra eru ástarsögur, ekki um spýtur, steypu og gler, heldur um líf fólks og menningu. Kirkjuhúsin þjóna ekki einu heldur mörgum og mismunandi hlutverkum. Ferðafólk á leið um landið vitjar þeirra. Margir skoða kirkjur og garðana umhverfis þær vegna þess m.a. að þar eru menningarminjar. Þær tjá sjálfsviðhorf fólks í sókninni og getu samfélagsins. Fólk vill, að kirkjuhúsin séu falleg og þykir ótækt að þau grotni niður þó erfitt sé að finna fé til að kosta viðgerðir. Þeim er jafnvel haldið við eftir að allt fólk er flutt úr sveitinni. Svo eru þessi hús umgjörð um mikilvægustu athafnir í lífi fólks, staðir lifandi orðs og samfélags. Ytri umgjörð á að vera í samræmi við inntakið. Kirkjur eru gjarnan tákn um sögu viðkomandi byggðar og samhengi þeirra kynslóða, sem eiga sér sameiginlegan helgidóm, jafnvel um aldir. Kirkjur eru tákn, sem vísa til gilda og tilgangs. Hvert samfélag þarfnast skírskotunar um sið og hlutverk. Kirkjur þjóna ekki aðeins því hlutverki að teikna línur í landslag, vera kennileiti í sveit eða augnhvílur fólks á ferð. Kirkjuhús eru tákn um að mannfélag eigi sér dýpri rök og gilt samhengi, sem ekki bregst í hverfulum heimi. Það er skírskotun helgistaða. Ástartjáning fólks gagnvart kirkjum þeirra heillar. Og rímar við ástarsögu Guðs í erkifrásögn kristninnar um að lífið sé gott og dauðanum sterkara. Við mannfólkið erum aðilar þeirrar sögu. „Meðan kirkjan stendur mun þessi byggð standa,“ var sagt um kirkju í Vestur-Skaftafellssýslu. Kirkjuhúsin tjá hvaða viðhorf við höfum til menningar okkar. Við seljum ekki eða förgum því sem við elskum heldur verndum og gætum. „Ég elska þessa kirkju,“ sagði kona við mig og átti bæði við húsið og erindi hennar. Góðar ástarsögur hrífa. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Ég stóð einu sinni við hlið manns í Skagafirði og ræddi við hann um kirkjuna í heimabyggð hans. Orð hans voru eftirminnileg og opnuðu mér glugga að viðhorfi fólks um allt land, jafnvel óháð trú eða vantrú. Hann sagði: „Þetta er kirkjan okkar. Kirkjan er hluti af okkur. Við viljum halda í hana og hafa hana fallega.“ Svo skýrði hann mál sitt og mér vitraðist að kirkjan var honum mun meira en bara guðsþjónusturými. Hún var manninum tákn um líf fólksins hans, sögu þess og menningu. Víða hef ég heyrt fólk tala með svipuðum hætti um kirkjuna sína. Sögur þeirra eru ástarsögur, ekki um spýtur, steypu og gler, heldur um líf fólks og menningu. Kirkjuhúsin þjóna ekki einu heldur mörgum og mismunandi hlutverkum. Ferðafólk á leið um landið vitjar þeirra. Margir skoða kirkjur og garðana umhverfis þær vegna þess m.a. að þar eru menningarminjar. Þær tjá sjálfsviðhorf fólks í sókninni og getu samfélagsins. Fólk vill, að kirkjuhúsin séu falleg og þykir ótækt að þau grotni niður þó erfitt sé að finna fé til að kosta viðgerðir. Þeim er jafnvel haldið við eftir að allt fólk er flutt úr sveitinni. Svo eru þessi hús umgjörð um mikilvægustu athafnir í lífi fólks, staðir lifandi orðs og samfélags. Ytri umgjörð á að vera í samræmi við inntakið. Kirkjur eru gjarnan tákn um sögu viðkomandi byggðar og samhengi þeirra kynslóða, sem eiga sér sameiginlegan helgidóm, jafnvel um aldir. Kirkjur eru tákn, sem vísa til gilda og tilgangs. Hvert samfélag þarfnast skírskotunar um sið og hlutverk. Kirkjur þjóna ekki aðeins því hlutverki að teikna línur í landslag, vera kennileiti í sveit eða augnhvílur fólks á ferð. Kirkjuhús eru tákn um að mannfélag eigi sér dýpri rök og gilt samhengi, sem ekki bregst í hverfulum heimi. Það er skírskotun helgistaða. Ástartjáning fólks gagnvart kirkjum þeirra heillar. Og rímar við ástarsögu Guðs í erkifrásögn kristninnar um að lífið sé gott og dauðanum sterkara. Við mannfólkið erum aðilar þeirrar sögu. „Meðan kirkjan stendur mun þessi byggð standa,“ var sagt um kirkju í Vestur-Skaftafellssýslu. Kirkjuhúsin tjá hvaða viðhorf við höfum til menningar okkar. Við seljum ekki eða förgum því sem við elskum heldur verndum og gætum. „Ég elska þessa kirkju,“ sagði kona við mig og átti bæði við húsið og erindi hennar. Góðar ástarsögur hrífa. Höfundur er prestur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun