Sögulegur dómur að mati mannréttindalögmanns Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2017 19:45 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og einn helsti mannréttindalögmaður landsins telur að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs H. Haarde sé sögulegur. Formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotin en breyta þurfi lögum og stjórnarskrá um Landsdóm. Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sem fram fóru í Landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu eru eiinstök í íslenskri réttarfarssögu. Réttarhöldin hófust hinn 5. mars árið 2012 og dómur hvar kveðinn upp hinn 23. apríl 2012. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem er sérfróður um mannréttindalög segir Mannréttindadómstólinn sáttan við þá málsmeðferð sem Geir fékk í landsdómsmálinu. Dómurinn fallist ekki á þá gagnrýni sem Geir hafi sett fram fyrir Mannréttindadómsólnum. „Dómsorðið er að erindi Geirs Haarde er hafnað vegna þess að það var ekki brotið á honum. Hvorki samkvæmt 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu né heldur 7. grein sama sáttmála. Þetta stóðst allt að áliti dómsins, hin íslenska málsmeðferð og beiting refsilaga,“ segir Ragnar. Landsdómur hefur verið umdeildur á Íslandi. Töldu margir því rangt að kalla dóminn saman þar sem hann væri úreltur. Ragnar tekur ekki undir þau rök. „Á sínum tíma árið 1905, þegar við settum okkur lög um Landsdóm þá töldum við og það var almennt talið í grennd við okkur; að það væri nauðsynlegt að hafa þess háttar dómstól en ekki almennan dómstól til að fjalla um hugsanlega ábyrgð ráðherra í störfum sínum sem ráðherra,“ segir Ragnar. Dómur Mannréttindadómstólsins sé afar áhugaverður frá lögfræðilegu sjónarmiði. „Vegna þess að dómurinn gætir þess að fara ofan í hvert atriði. Fjalla um það á skipulegan og lögfræðilegan hátt og koma fram með sjónarmið með og á móti niðurstöðunum. Og ég vona að laganemar landsins lesi þennan dóm í þaula og tileinki sér þann þankagang sem þar er að finna,“ segir Ragnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir dóminn tala sínu máli. Það sé gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotinn. „En það er hins vegar mín skoðun og ég hef lýst henni áður að það er löngu tímabært að endurskoða þetta kerfi, þetta landsdómskerfi. Þó íslenska ríkið teljist ekki hafa brotið mannréttindasáttmálann þá er kerfið úrelt,“ segir Katrín. Það hafi verið rætt í áratugi að breyta þessu og vonandi náist sátt um það núna. „Þetta kallar á stjórnarskrárbreytingar sem er kannski ein ástæða þess að það hefur legið svo djúpt á þessum breytingum. Því það hefur verið djúpt á stjórnarskrárbreytingum undanfarin áratug og lengur. Ég lít á það sem verkefni fyrir okkur núna að við verðum að fara í það verkefni að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á næstu árum. Þetta er meðal þess sem þar þarf að taka á,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Horfa má á viðtalið við Ragnar Aðalsteinsson í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Landsdómur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og einn helsti mannréttindalögmaður landsins telur að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Geirs H. Haarde sé sögulegur. Formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotin en breyta þurfi lögum og stjórnarskrá um Landsdóm. Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sem fram fóru í Landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu eru eiinstök í íslenskri réttarfarssögu. Réttarhöldin hófust hinn 5. mars árið 2012 og dómur hvar kveðinn upp hinn 23. apríl 2012. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem er sérfróður um mannréttindalög segir Mannréttindadómstólinn sáttan við þá málsmeðferð sem Geir fékk í landsdómsmálinu. Dómurinn fallist ekki á þá gagnrýni sem Geir hafi sett fram fyrir Mannréttindadómsólnum. „Dómsorðið er að erindi Geirs Haarde er hafnað vegna þess að það var ekki brotið á honum. Hvorki samkvæmt 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu né heldur 7. grein sama sáttmála. Þetta stóðst allt að áliti dómsins, hin íslenska málsmeðferð og beiting refsilaga,“ segir Ragnar. Landsdómur hefur verið umdeildur á Íslandi. Töldu margir því rangt að kalla dóminn saman þar sem hann væri úreltur. Ragnar tekur ekki undir þau rök. „Á sínum tíma árið 1905, þegar við settum okkur lög um Landsdóm þá töldum við og það var almennt talið í grennd við okkur; að það væri nauðsynlegt að hafa þess háttar dómstól en ekki almennan dómstól til að fjalla um hugsanlega ábyrgð ráðherra í störfum sínum sem ráðherra,“ segir Ragnar. Dómur Mannréttindadómstólsins sé afar áhugaverður frá lögfræðilegu sjónarmiði. „Vegna þess að dómurinn gætir þess að fara ofan í hvert atriði. Fjalla um það á skipulegan og lögfræðilegan hátt og koma fram með sjónarmið með og á móti niðurstöðunum. Og ég vona að laganemar landsins lesi þennan dóm í þaula og tileinki sér þann þankagang sem þar er að finna,“ segir Ragnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra segir dóminn tala sínu máli. Það sé gott að mannréttindasáttmálinn hafi ekki verið brotinn. „En það er hins vegar mín skoðun og ég hef lýst henni áður að það er löngu tímabært að endurskoða þetta kerfi, þetta landsdómskerfi. Þó íslenska ríkið teljist ekki hafa brotið mannréttindasáttmálann þá er kerfið úrelt,“ segir Katrín. Það hafi verið rætt í áratugi að breyta þessu og vonandi náist sátt um það núna. „Þetta kallar á stjórnarskrárbreytingar sem er kannski ein ástæða þess að það hefur legið svo djúpt á þessum breytingum. Því það hefur verið djúpt á stjórnarskrárbreytingum undanfarin áratug og lengur. Ég lít á það sem verkefni fyrir okkur núna að við verðum að fara í það verkefni að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni á næstu árum. Þetta er meðal þess sem þar þarf að taka á,“ segir Katrín Jakobsdóttir.Horfa má á viðtalið við Ragnar Aðalsteinsson í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Landsdómur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira