Celtics óstöðvandi á meðan ekkert gengur hjá Oklahoma City Thunder | Myndbönd Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. nóvember 2017 09:23 Gaman hjá Celtics þessa dagana vísir/getty Fátt virðist geta stöðvað Boston Celtics þessa dagana en liðið vann enn einn leikinn í nótt þegar þeir fóru til Indiana og lögðu Pacers. Alls fóru 10 leikir fram vestanhafs í NBA boltanum í nótt. Pacers byrjaði leikinn betur en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sjötta sigri Celtics í röð. Lokatölur 98-108 og hélt Kyrie Irving uppteknum hætti í stigaskorun með því að setja 25 stig á töfluna. Hvorki gengur né rekur hjá Oklahoma City Thunder þó liðið skarti þríeykinu Russell Westbrook, Paul George og Carmelo Anthony. Í nótt beið liðið lægri hlut fyrir Dallas Mavericks, 97-81. Gamla brýnið Dirk Nowitzki sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir 39 ára aldur en hann setti niður 19 stig sem er það mesta hjá honum á tímabilinu til þessa en þetta var aðeins fimmti sigur Dallas í vetur. Tröllatvenna Anthony Davis dugði skammt þegar New Orleans Pelicans heimsótti meistarana í Golden State Warriors. Davis skoraði 30 stig og tók 15 fráköst í fimmtán stiga tapi, 110-95. Kevin Durant er frá vegna meiðsla þessa dagana og voru þeir Stephen Curry og Klay Thompson atkvæðamestir í liði Warriors með 27 og 24 stig. James Harden átti frábæran leik í liði Houston Rockets sem lagði New York Knicks að velli, 117-102. Harden setti niður 37 stig og gaf 10 stoðsendingar en Michael Beasley var atkvæðamestur í liði Knicks með 30 stig. Stór skörð voru höggvin í lið Knicks þar sem hvorki Enes Kanter né Kristaps Porzingis voru með. Úrslit næturinnarPhiladelphia 76ers 130-111 Orlando Magic Charlotte Bobcats 86-106 San Antonio Spurs Washington Wizards 105-108 Portland Trailblazers Atlanta Hawks 78-112 Toronto Raptors Indiana Pacers 98-108 Boston Celtics Houston Rockets 117-102 New York Knicks Golden State Warriors 110-95 New Orleans Pelicans Dallas Mavericks 97-81 Oklahoma City Thunder Utah Jazz 121-108 Milwaukee Bucks Sacramento Kings 95-97 Los Angeles Clippers NBA Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Sjá meira
Fátt virðist geta stöðvað Boston Celtics þessa dagana en liðið vann enn einn leikinn í nótt þegar þeir fóru til Indiana og lögðu Pacers. Alls fóru 10 leikir fram vestanhafs í NBA boltanum í nótt. Pacers byrjaði leikinn betur en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sjötta sigri Celtics í röð. Lokatölur 98-108 og hélt Kyrie Irving uppteknum hætti í stigaskorun með því að setja 25 stig á töfluna. Hvorki gengur né rekur hjá Oklahoma City Thunder þó liðið skarti þríeykinu Russell Westbrook, Paul George og Carmelo Anthony. Í nótt beið liðið lægri hlut fyrir Dallas Mavericks, 97-81. Gamla brýnið Dirk Nowitzki sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir 39 ára aldur en hann setti niður 19 stig sem er það mesta hjá honum á tímabilinu til þessa en þetta var aðeins fimmti sigur Dallas í vetur. Tröllatvenna Anthony Davis dugði skammt þegar New Orleans Pelicans heimsótti meistarana í Golden State Warriors. Davis skoraði 30 stig og tók 15 fráköst í fimmtán stiga tapi, 110-95. Kevin Durant er frá vegna meiðsla þessa dagana og voru þeir Stephen Curry og Klay Thompson atkvæðamestir í liði Warriors með 27 og 24 stig. James Harden átti frábæran leik í liði Houston Rockets sem lagði New York Knicks að velli, 117-102. Harden setti niður 37 stig og gaf 10 stoðsendingar en Michael Beasley var atkvæðamestur í liði Knicks með 30 stig. Stór skörð voru höggvin í lið Knicks þar sem hvorki Enes Kanter né Kristaps Porzingis voru með. Úrslit næturinnarPhiladelphia 76ers 130-111 Orlando Magic Charlotte Bobcats 86-106 San Antonio Spurs Washington Wizards 105-108 Portland Trailblazers Atlanta Hawks 78-112 Toronto Raptors Indiana Pacers 98-108 Boston Celtics Houston Rockets 117-102 New York Knicks Golden State Warriors 110-95 New Orleans Pelicans Dallas Mavericks 97-81 Oklahoma City Thunder Utah Jazz 121-108 Milwaukee Bucks Sacramento Kings 95-97 Los Angeles Clippers
NBA Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Sjá meira