Celtics óstöðvandi á meðan ekkert gengur hjá Oklahoma City Thunder | Myndbönd Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. nóvember 2017 09:23 Gaman hjá Celtics þessa dagana vísir/getty Fátt virðist geta stöðvað Boston Celtics þessa dagana en liðið vann enn einn leikinn í nótt þegar þeir fóru til Indiana og lögðu Pacers. Alls fóru 10 leikir fram vestanhafs í NBA boltanum í nótt. Pacers byrjaði leikinn betur en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sjötta sigri Celtics í röð. Lokatölur 98-108 og hélt Kyrie Irving uppteknum hætti í stigaskorun með því að setja 25 stig á töfluna. Hvorki gengur né rekur hjá Oklahoma City Thunder þó liðið skarti þríeykinu Russell Westbrook, Paul George og Carmelo Anthony. Í nótt beið liðið lægri hlut fyrir Dallas Mavericks, 97-81. Gamla brýnið Dirk Nowitzki sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir 39 ára aldur en hann setti niður 19 stig sem er það mesta hjá honum á tímabilinu til þessa en þetta var aðeins fimmti sigur Dallas í vetur. Tröllatvenna Anthony Davis dugði skammt þegar New Orleans Pelicans heimsótti meistarana í Golden State Warriors. Davis skoraði 30 stig og tók 15 fráköst í fimmtán stiga tapi, 110-95. Kevin Durant er frá vegna meiðsla þessa dagana og voru þeir Stephen Curry og Klay Thompson atkvæðamestir í liði Warriors með 27 og 24 stig. James Harden átti frábæran leik í liði Houston Rockets sem lagði New York Knicks að velli, 117-102. Harden setti niður 37 stig og gaf 10 stoðsendingar en Michael Beasley var atkvæðamestur í liði Knicks með 30 stig. Stór skörð voru höggvin í lið Knicks þar sem hvorki Enes Kanter né Kristaps Porzingis voru með. Úrslit næturinnarPhiladelphia 76ers 130-111 Orlando Magic Charlotte Bobcats 86-106 San Antonio Spurs Washington Wizards 105-108 Portland Trailblazers Atlanta Hawks 78-112 Toronto Raptors Indiana Pacers 98-108 Boston Celtics Houston Rockets 117-102 New York Knicks Golden State Warriors 110-95 New Orleans Pelicans Dallas Mavericks 97-81 Oklahoma City Thunder Utah Jazz 121-108 Milwaukee Bucks Sacramento Kings 95-97 Los Angeles Clippers NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Fátt virðist geta stöðvað Boston Celtics þessa dagana en liðið vann enn einn leikinn í nótt þegar þeir fóru til Indiana og lögðu Pacers. Alls fóru 10 leikir fram vestanhafs í NBA boltanum í nótt. Pacers byrjaði leikinn betur en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sjötta sigri Celtics í röð. Lokatölur 98-108 og hélt Kyrie Irving uppteknum hætti í stigaskorun með því að setja 25 stig á töfluna. Hvorki gengur né rekur hjá Oklahoma City Thunder þó liðið skarti þríeykinu Russell Westbrook, Paul George og Carmelo Anthony. Í nótt beið liðið lægri hlut fyrir Dallas Mavericks, 97-81. Gamla brýnið Dirk Nowitzki sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir 39 ára aldur en hann setti niður 19 stig sem er það mesta hjá honum á tímabilinu til þessa en þetta var aðeins fimmti sigur Dallas í vetur. Tröllatvenna Anthony Davis dugði skammt þegar New Orleans Pelicans heimsótti meistarana í Golden State Warriors. Davis skoraði 30 stig og tók 15 fráköst í fimmtán stiga tapi, 110-95. Kevin Durant er frá vegna meiðsla þessa dagana og voru þeir Stephen Curry og Klay Thompson atkvæðamestir í liði Warriors með 27 og 24 stig. James Harden átti frábæran leik í liði Houston Rockets sem lagði New York Knicks að velli, 117-102. Harden setti niður 37 stig og gaf 10 stoðsendingar en Michael Beasley var atkvæðamestur í liði Knicks með 30 stig. Stór skörð voru höggvin í lið Knicks þar sem hvorki Enes Kanter né Kristaps Porzingis voru með. Úrslit næturinnarPhiladelphia 76ers 130-111 Orlando Magic Charlotte Bobcats 86-106 San Antonio Spurs Washington Wizards 105-108 Portland Trailblazers Atlanta Hawks 78-112 Toronto Raptors Indiana Pacers 98-108 Boston Celtics Houston Rockets 117-102 New York Knicks Golden State Warriors 110-95 New Orleans Pelicans Dallas Mavericks 97-81 Oklahoma City Thunder Utah Jazz 121-108 Milwaukee Bucks Sacramento Kings 95-97 Los Angeles Clippers
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira